Reykjavíkurþing: Betur má, ef duga skal

Renndi snöggt yfir helstu samþykktir Reykjavíkurþings Sjálfstæðisflokks í  Valhöll sl. laugardag. Samþykktir þingsins eru vel samdar og snyrtilega skrifaðar; margar í samræmi við og í anda svipaðra samþykkta á landsfundum. Þetta lítur allt friðsamlega út og kannski svona eins og 27,5%

Einn liður stendur upp úr hvað varðar komandi kosningabaráttu og tilraunir til að fella núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Yfirlýsing þingsins um húsnæðis- og lóðamál nær engan veginn að hengja bjöllurnar á borgarstjórann og hans hyski og reka að þeim stærstu afglöpin sem þeir bera pólitíska ábyrgð á.

Hér er um að ræða mál sem Gnarristastjórnir Dags Eggertssonar, sú fyrri og síðari bera alfarið pólitíska og hugmyndafræðilega ábyrð á. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ber hér mikla ábyrgð. Húsnæðismálin lúta fræðilegum forsendum sem hafa verður í huga þegar litið er til hagsmuna almennings. Umræddir aðilar hafa kerfisbundið og af ásetningi eyðilagt möguleika heillar kynslóðar borgarbúa til að eignast húsnæði án þess að þurfa um leið að segja sig til sveitar.

Stendur virkilega til að láta sósíalistahyskið sem myndar meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík sleppa svona billega? Skilja menn ekki að torfhúsa- og hestvagnadýrkun íslenskra sósíalista er með meiru langt komin með að tryggja áframhaldandi vaxta- og okurþrælkun íslensks almennings um ófyrirsjáanlega framtíð? Íbúðarholur í niðurníddum fjölbýlishúsum á 600 þúsund krónur fermetrinn. Og þaðan af verra. Kaldhæðnin við þetta manngerða ástand er svo að allt spilar þetta upp í hendur bankanna, sem nefndir sósíalistar hata meira en sjálfan belsebub.

Hvað sem draumum manna líður nú á komandi kosninga aðventu, verður ekki undan því vikist að taka á þessu máli á opinberum vettvangi.

Nauðsynlegt er að leggja ábyrgðina á þessu ástandi á þær axlir sem ber, með skýrum og skiljanlegum hætti.

Einhver?


Snjóflyksur falla við Efstaleiti

Fóðurstöðin við Efstaleiti hefur nú miðlað moðskilningi sínum á brottrekstri forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey. Notalegur jórturkliður berst nú víða að, sérstaklega frá félagsvísindasauðum í landinu og fullmektugum álitsgjöfum þeirra.

Enn á ný berst úr þessum fimm þúsund fermetra torfkofa í miðri Reykjavík fréttaskýring og umfjöllun sem er svo kauðaleg og óupplýst að ekki verður undan vikist að handfjatla hana dulítið.

James Comey var rekinn úr embætti forstjóra Federal Bureau of Investigation (FBI) í gær. Comey var af jafningjum og þeim sem til þekktu talinn afburða löggæslumaður, réttsýnn og heiðarlegur.

Af hverju var hann þá rekinn úr þessari stöðu sem áður fyrr var skipuð mönnum sem gátu fellt heilu ríkisstjórnirnar, forseta, embættismenn, innan lands og utan?

James Comey gerðist sekur um alvarlegustu afglöp sem hugsast geta hjá embættismanni í hans stöðu. Hann tilkynnti í júlí 2016 að þrátt fyrir fjallháan stafla af skriflegum og munnlegum vitnisburði um saknæmt athæfi fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og nánustu samstarfsmanna í meðförum þeirra á ríkisleyndarmálum, teldi hann ekki ástæðu til frekari opinberrar rannsóknar né saksóknar á hendur þeim sem í hlut áttu.

Þrem mánuðum síðar, eða c.a. 27 október 2016, gaf Comey út opinbera yfirlýsingu um að ákveðið hefði verið að hefja að nýju rannsókn á hneykslinu sem meðferð Hillarys Clintons á bandarískum ríkisleyndarmálum var og er talin hafa verið. Hann staðfesti þessa afstöðu bæði bréflega og í yfirheyrslu hjá eftirlitsnefndum bandaríkjaþings. Viku fyrir forsetakosningar.

Nokkrum dögum síðar var kosinn nýr forseti Bandaríkjanna. Clinton tapaði. Comey var kennt um, m.a. af Charles Schumer, forystumanni demókrata í öldungadeild bandaríkjaþings. Margt annað hefur verið sagt um það tap. Clinton tapaði aðallega vegna ákvæða stjórnarskrár um vægi atkvæða milli fylkja og borga. Það sem velti kosningunni voru nokkrar milljónir atkvæða í Michigan, Wisconsin, Colorado, Florida og öðrum sveitafylkjum sem landsfeðurnir vildu tryggja jafnræði við stórborgirnar. Ef þeir hefðu ekki gert það, þá hefðu íbúar New York og Los Angeles ráðið forsetaembættinu frá tíma Theodores Roosevelts.

Við yfirheyrslu í þinginu í fyrri viku lýsti Comey því yfir að sig flökraði við tilhugsunina um að sín afskipti hafi hugsanlega ráðið úrslitum kosninganna í nóvember.

Comey var rekinn að tillögu dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og nánustu aðstoðarmanna vegna þess að hann gerðist brotlegur við  grundvallarreglur í stjórnskipan landsins. Hann gekk þvert á lögskipaða þrískiptingu valds og tók sér bæði rannsóknar-  og dómsvald; gaf fullkomlega óeðlilegar og ótilhlýðilegar yfirlýsingar um stórmál á sviði löggæslu og beit svo höfuðið að skömminni með því að gefa frekari yfirlýsingar um persónulegar tilfinningar sínar um þessi mál í opinberri yfirheyrslu frammi fyrir þingnefnd fyrir viku síðan.

Ýmsir kunna að sleppa með kjánaskap, jafnvel opinberan, þótt þeir sitji í háum sætum, en ekki menn í stöðu eins og Comey gegndi.

Comey gekk þvert á opinberar stjórnsýslureglur þegar hann tók sér vald langt út fyrir þann ramma sem embætti hans er sniðinn skv. bandarískum lögum. Ætla mætti að hann nyti þess skv. skilgreiningum helstu fylgismanna Clintons að hann hafi tryggt Trump kjör til forseta með yfirlýsingum sínum frá 27. október um að rannsóknin á hendur Clinton væri hafin að nýju. Þá vildu þeir krossfesta hann en nú vilja þeir hefja hann í dýrðlinga tölu. Tölum um hræsni og tvískinnung.

Brottrekstur Comeys sýnir að staðhæfingin um forsetakjörið  er röng. Trump skuldar honum ekki eitt hár úr hunds skotti. 

Hinn lummulegi og viðvaningslegi fréttaflutningur RÚV, studdur af álíka viðvaningslegum og valkvæðum skilgreiningum fastráðinna álitsgjafa breytir hér engu um.

Comey var rekinn vegna þess að hann braut grundvallarreglur í bandarísku réttarfari og stjórnskipan.

Bollaleggingar viðvaninga á íslenskum fréttamiðlum og í hinum fornu véum sósíalista í félagsvísindadeildum íslenskra háskóla breyta engu þar um.

Jafnvel þessar snjóflyksur bráðna eins og aðrar hér í vorsólinni.


Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband