Hugur vakinn um ánauð þjóða.

Eitt grundvallaratriði gleymist algerlega í opinberri umræðu um skuldir Íslands, viðskiptakjör, vaxtabyrði og framtíðarhorfur. Þetta veigamikla atriði snertir alla verslun og viðskiptaheim allrar heimsbyggðarinnar. 

Það er athyglisvert að lesa hin háloftugu fyrirheit sem gefin voru á bandaríkjaþingi á árinu 1913 við þau merku tímamót að lög um Seðlabanka landsins voru samþykkt. Það gekk ekki átakalaust og telja ýmsir sem kynnt hafa sér þessa sögu að a.m.k. tveir af forsetum Bandaríkjanna, hugsanlega fleiri hafi verið myrtir til þess að hin nýja skipan mætti komast á. Það er söguleg staðreynd að bandaríska auðmannafélagið reyndi ítrekað að fá Andrew Jackson ráðinn af dögum vegna deilna um yfirráðin yfir útgáfu gjaldmiðilsins sem þá var notaður vestra. Það er athyglisvert að á sama tíma og þessi nýja stofnun var sett á laggirnar voru lög um tekjuskatt samþykkt. Til hvers skyldi það hafa verið? Víkjum að því síðar.

Eftir Íslandsbrunann mikla sem stóð yfir frá árslokum 2006 og allt til 2009 var ákveðið að íslendingar skyldu leita ásjár hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum um lán til að tryggja landi og þjóð gjaldeyrisvarasjóð, m.a. til að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði landsins; varnir gegn spákaupmennsku með gjáldmiðilinn og það að alltaf væri til handbært fé til að kaupa inn lífsnauðsynlegar vörur. Má þar til nefna lyf, lækningavörur, matvæli, olíuvörur og annað sem við byggjum afkomu okkar og velferð á.

Þau fimm ár sem liðin eru frá lokum brunans hefur verið jákvæð afkoma af utanríkisversluninni. Netto innstreymi í erlendum gjaldeyri nemur meira en 300 milljörðum frá 2008. Vissulega ræður gengisskráning krónunnar miklu um þessa útkomu, en sama fyrirbrigði ræður líka miklu um það að við getum selt vörur fyrir hundruðir milljarða út úr landinu sem ekki væri hægt með evruna skráða á 95 krónur.

Greiðsluafgangurinn af utanríkisversluninni hefur samt enginn verið vegna þess að allir þeir peningar sem komið hafa inn vegna jákvæðs vöruskiptajöfnuðar hafa farið í að greiða veixti og afborganir, m.a. af gjaldeyrisvarasjóðnum sem geymdur er á erlendum bankareikningum sem íslenskir embættismenn hafa í raun takmrakaðan aðgang að eða umráð yfir. 

Þetta er sama sagan um allan heim. Seðlabankar heimsins eru flestir í eigu einkaaðila, enda þótt þeir beri uppljómuð nöfn eins og "The United States Federal Reserve" ..... afsakið, en það er ekkert "federal" við bandaríska seðlabankann. Hann er í eigu sömu aðila og flestir seðlabankar á vesturlöndum, Rússland meðtalið. Þessir sömu aðilar eiga einnig Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, World Bank og þennan sérstaklega ágæta International Bank of Settlements; Alþjóða greiðslumiðlunarbankann í Basel þar sem okkar eigin seðlabankastjóri starfaði einmitt áður en hann var skipaður yfirmaður íslenska Seðlabankans. Kannski hann viji fræða oss almúgamenn við heimskautsbaug um fyrrum vinnuveitendur sína þar í Kantónunum.

Einn þessara manna sem enginn veit neitt um settist í stjórn bandaríska seðlabankans við stofnun hans 1913, en  hann sat einnig í stjórn Bank of England og Deutsche Bank. Hann var Henry Schröder, fjármálamógúll frá Hamborg og af einni auðugustu ætt Evrópu. Á árinu 1932 afrekaði Schröder þessi að koma tveimur þekktum mönnum í valdastöður nánast samtímis. Annar var Franklin Delano Roosevelt. Hinn var uppgjafahermaður úr heimsstyrjöld en var þá að ná að brjóta Þýskaland undir sig: Adolf Hitler. Schröder lagði báðum til ómælt fé í baráttu þeirra um völd og áhrif.

Þegar svo loftárásirnar hófust á Þýskaland í upphafi seinni heimsstyrjaldar að sérstakri ósk Harris, yfirmanns breska flughersins, var búið að prenta kort eftir loftmyndum af helstu borgum og iðnaðarsvæðum Þýskalands. Inn á þessi kort voru merkt svæði sem ekki mátti sprengja í loft upp. Þarna voru á ferð viðsiptahagsmunir nokkurra stærstu fjölþjóðafyrirtækja þess tíma. Afleiðingarnar af þessu voru m.a. þær að iðnaðarframleiðsa Þýskalands náði hámarki á árinu 1944, þegar búið var að dreoa 120.000 - 150.000 bandaríska og breska flugmenn og áhafnir flugvéla sem flogið var inn yfir þýskt landsvæði, beint í kúlnahríð þýskra loftvarnabyssa og orrustuvéla. Hersveitir Hitlers höfðu gnægð af vopnum sem smíðuð voru í verksmiðjum sem margar hverjar voru í eigu erlendra hagsmunaaðila - sem einnig framleiddu vopn fyrir heri bandamanna.

Þegar Napóleon tapaði sinni síðustu orrustu, við Waterloo var þar samankominn mesti fjöldi hermanna og vopna í samtímasögu Evrópu. Alliir herirnir sem þarna börðust voru fjármagnaðir með lánsfé frá þessum sömu aðilum sem nú hafa náð undir sig lykilstöðu í hagkerfi fjölmennasta ríkis jarðarinnar. Það er kínverski seðlabankinn sem nú hýsir það sem annars gæti verið gjaldeyrisforði Bandaríkjanna. Auk tug þúsunda tonna af gulli sem búið er að flytja þangað austur úr vestrænum bankahvelfingum. Mikið af því stolið.

Ísland er í aðstöðu til að brjóta þessa hlekki af sér. Hótað verður allskyns refsingum og höftum. Nákvæmlega eins og gert var með afleiðingar útrásar íslenskra bankamanna. Almenningur á Íslandi á enn eftir að skilja hvað það var sem gerðist. Menn taka ekki fjórtán þúsund milljarða að láni, jafnvel í höllum lögðum gulli og marmara, nema til séu afkastamiklar prentvélar þar sem allur þessi pappír er merktur með andlitsmyndum af forsetum, páfum og pamfílum og á að endurspegla raunveruleg verðmæti.

Þessi tími er liðinn og tímabært að fara að skoða aðrar lausnir en þetta illa tryggða fjármálakerfi og gjaldmiðla sem enn ráða í alheimsviðskiptum. Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman hefur litlar áhyggjur af skuldasöfnun ríkisins þar í landi. Hann skrifar langar greinar í blöð í viku hverri þar sem hann hvetur til áframhaldandi skuldasöfnunar og hallareksturs á ríkissjóði Bandaríkjanna. Hann veit nefnilega svarið við fyrstu spurningunni.

Tekjuskatturinn var lagður á bandaríkjamenn til þess að tryggja að til væru peningar í ríkissjóði svo hægt væri að borga afkomendum Amsel Rothschild og afkomendum Johns D. Rockefellers vexti af peningum sem þeir þrykktu í seðlaprentvélum sínum og lánuðu ríkinu með baktryggingu í skattstofnum.

Krugman og aðrir, t.d. Bernanke seðlabankastjóri ættu að skrifa svolítið um hverjir hinir raunverulegu herrar eru og segja hverjir það eru sem þiggja vaxtagreiðslurnar fyrir lántökur í seðlabankanum og víðar sem nú nema meira en 17.000 milljörðum dollara. Fyrir að lána ríkinu fé út á ábyrgð sem almenningur ber vegna fjármuna sem hann ætti með réttu að eiga.

Íslendingar þurfa að ráða ráðum sínum um það með hvaða hætti þeir skera sig af þessum klafa og láta ekki skelfa sig til þess að hnoða á sig hlekkina sjálfir eins og þeir hafa alltof oft gert.

Frelsið verður ekki metið til fjár ... fyrr en eftir að menn hafa misst það og vita hverju var til kostað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott

gudmundur palmason (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott að starta árinu með svona grein. 

Ragnhildur Kolka, 1.1.2014 kl. 03:21

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband