Suðurgangan

Jæja, laugardagur og þrasið komið í þakhúsið......  Pólitísk tvíræðni og slóttugheit .... leirborin tunga stjórnmálamanna hefur skyndilega brostið fram eins og Skeiðarárhlaup.

Hvers vegna þessi tilfinningahiti? Hvers vegna öll þessi svikabirigsl? Eru menn alveg hættir að lesa Macchiavelli? Hvað varð um alla lýðræðissinnana? Er lýðræðið einungis það sem menn missa út úr sér á kjördegi eða daginn áður? Eins og karlinn sem aldrei sagðist drekka daginn eftir, en sagði að það hefði komið fyrir sig að eitthvað hefði stundum hrokkið ofan í sig daginn áður .... Vonandi líður öllum vel.

Herman von Rompoy, Manuel Barroso, Ollie Rehn; Laurel & Hardy og allir hinir embættismennirnir í Brussel, þessi 30.000 manns sem enginn hefur kosið til eins né neins .... hverjum lúta þeir annars? Kjósendum aðildarlandanna kannski? Þurr fyndni.

Vita menn ekki hverjir keisarar sameinaðrar Evrópu eru? Þurfa íslendingar að ganga lengra með sinn betlistaf en þeir hafa nú þegar gert? 

Er bjálfahátturinn kominn á það stig að hann sé orðinn útflutningsvara? Kannski. Það er altént gott til þess að hugsa að við eigum hauka í hornum evrópska seðlabankans og hjá alþjóða greiðslumiðlunarbankanum í Basel.

Víxlararnir sem nú sjá um að færa Evrópu lífsgæðin geta rólegir söðlað hesta sína og farið óáreittir leiðar sinnar um skörð Alpafjallanna suður á bóginn. Búið er að múlbinda órólegustu ættbálkana. Þeir eru rólegir á meðan þeir geta sötrað sitt vín og etið sinn ost og horft á það sem myndræðið skammtar þeim til umhugsunar. Stelpur í stuttum pilsum og fákar þeirra, sólbrúnir og sællegir. Allir kátir. Barely Sconie!

Íslendingar skulda nú þessum goðum alla sína framleiðslu þessa árs og hins næsta og greiða fyrir það um 80 milljarða króna á þessu ári í vexti. Það vandamál á að hverfa eins og dögg fyrir sólu með nýjum mælistokk a verðmæti. Næsti meter er kvartel. Vigtaðu rétt, strákur ! 

Allur þriðji her Hitlers laut í gras við Kænugarð. 600 þúsund manns og nokkrar milljónir innfæddra. Tímósjenkó er laus og hvað verður næst? Jú, þeir eru að sveifla hakakrossinum þarna í frostinu og ætla að ganga í Evrópsambandið.

Njóta ávaxtanna af frelsínu, losa sig við Pútín og Janúkóvitsj. Ganga í klúbbinn með Rompoy, Rothschild, Barroso, D´Estaing og Lukku Láka. 

Hver er refsingin fyrir þessa rafsuðublindu sem stjórnmálamenn samtímans þjást af?

Þrælkun. Í fínum fötum.  Chateau LaFitte.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sqnnkölluð heljarslóðarorrusta. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 05:53

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband