Ný verðbóla á fasteignamarkaði?

Sitthvað görótt er nú á seyði á íslenska fasteignamarkaðnum.

Vissir flokkar fasteigna seljast nú á yfirverði, þ.e.a.s. yfir ásettu verði. Nokkur fjöldi eigna seldist þannig í síðasliðinni viku. Í einhverjum tilvikum voru fleiri en eitt boð lögð fram í eignir sem svona seldust. Fermetraverðið hækkar stjórnlaust og er þegar komið yfr 350.000 krónur á fermetrann í vissum eignaflokkum.

Nauðsynlegt er að skoða hvað veldur. Það fyrsta sem kemur í hugann er að svo mikill skortur sé á eignum í ýmsum stærðum að það valdi verðhækkun umfram jafnvægisverð, sem í áðurnefndum tilvikum gæti legið við 300.000 króna markið eða lægra.

Þessi skýring er hæpin þar eð íslenski byggingariðnaðurinn náði að framleiða um þrefalt eftirspurt magn íbúða síðustu þrjú árin fyrir hrun, þ.e.a.s. byggðar voru 3.500 nýjar íbúðir á þeim tíma sem eftirspurt magn eftir nýju húsnæði var rétt um eða yfir 1.000 íbúðir á ári. Heildarveltan, talin í eignum seldum ár hvert frá 1994 til 2007 fór úr um 4.500 seldum íbúðum í tæp 17.000 á árunum 2006-7 sem er margföld mannfjöldaukningin á sama tímabili.

Það sem olli þessum sveiflum og átti stóran þátt í íslandsbrunanum 2007-8 - var offramboð af peningum. Hið sama er augljóslega uppi nú. Fólk sem leggur fram kauptilboð í eignir og nýtur þess í engu að það eigi til sparifé er að keppa við aðila sem skeyta engu um skömm né heiður í að verja sína hagsmuni.

Íslenskar fjármálastofnanir eiga um 60% alls íbúðarhúsnæðis í landinu, en vilja ekkert við það kannast opinberlega.

Offramboð af lánsfé er orðið alþjóðlegt vandamál en er engu að síður það sem mest er tíðkað af stærstu fjármálastofnunum heimsins, sérstaklega seðlabönkunum sem búa til peninga úr fersku lofti. Á c.a. 10 ára fresti fella þessir aðilar spilið, hirða eignirnar af varnarlausum og grandalausum viðsemjendum sínum. Stokka svo spilin og gefa upp á nýtt. Þeir sem tapa aleigunni í þessum leik missa mannorðið líka og fá vottorð upp á það.

Þeir aðilar sem eru nú á markaðinum að reyna að kaupa sér fasteignir til að búa í til frambúðar ættu að kynna sér hvar í þessari refskák þeir eru staddir. Það sem bíður þeirra er eignasvifting og nauðung þegar tjaldið er fellt, eins og áður er lýst. Sparifé sem fólk er búið að nurla saman er verðfellt af áhrifamiklum aðilum á lánamarkaði.

Þeir vita sem er að verðtryggingin sér um að færa til eignirnar án þess að lagabókstafur komi þar að. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband