Skuldadagar og Veruleiki

Á Íslandi ríkir upplausn. 

Upplausnin og vitleysan sem flæðir fram á opinberum vettvangi á upptök sín á ýmsum samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Menning stjórnleysis og afstæðishyggju ræður. Trúðarnir eiga daginn. Látum einstök mál vera en spyrjum samt hvað gæti verið næst. Hér er ein tilgáta: Stóra Rauðrefsmálið sem er aðeins að láta á sér kræla í kjölsogið af byssumálinu, hvalbeinsmálinu og öðrum álíka, en mun sennilega falla í skuggann af fyrirsjáanlegum hasar út af  skýrslu lögreglunnar um óeirðir og uppþot, grjótkast og meiðingar.

Læknar og tónlistarkennarar eru í verkfallsaðgerðum og stóru landssamtökin nötra af æsingi eins og sjálf Bárðarbunga. Tilefnið er hégómi og peningagræðgi. Annarra.

Skuldir íslenska ríkisins nema allt að átjan hundruð milljörðum króna. Vaxtabyrðin af þessum ósköpum er um 83 milljarðar á ári.  Þetta er veruleikinn sem gnæfir yfir alla þvæluna. Allir vakandi ? 

Svo kemur snakk um afnám gjaldeyrishaftanna á sömu síðu og ámóta snakk um skuldaskil nýja Landsbankans við þrotabú þess gamla. Talað er um skuldaskil upp á 200 - 300 milljarða króna eins og það sé eitthvað sem muni hverfa út í náttmyrkrið. Ef við þegjum. Nógu lengi.

Það mun ekki gerast. Sama á við um stóran hluta þess sem enn hvílir ofan stíflunnar í Seðlabankanum. Það er óleyst og það er óþarft tal undir rós að segja í fjölmiðlum að ef greiðslan fari fram eins og skylt er, þá falli gengið. Er ekki vandinn oggulítið stærri en gefið er í skyn?  Eru jólin í desember?

Stjórnendur seðlabankans og ríkisfjármála vissu strax í október 2008 hvað það var sem þurfti að gera og hófu vinnu við þær aðgerðir. Neyðarlögin bera því órækt vitni.

Svo var gerð stjórnarbylting í landinu en hina íslensku sósíalista og byltingarhetjur brast pólitískur kjarkur til að láta kné fylgja kviði í samskiptum sínum við kröfuhafana. Það sést af meðförum þeirra á kröfum sem á okkur voru gerðar vegna Icesave og Edge. 

Svarið er það sama og áður:  

Svo kann að fara að íslendingar muni í samskiptum sínum við kröfueigendur þurfa að beita fullveldisréttinum. Látum færustu sérfræðinga okkar útfæra þær aðgerðir, komi til kastanna. Þjóðin þarf að vita; hún á fullan rétt á að fá að vita hvað það er sem við blasir. 

Aðrir sem nú eru að blása til sóknar í kjarabaráttunni sem fyrir dyrum stendur ættu að muna hvern þeir hitta fyrir, verði svo hátt reitt til höggs sem heitið er.

Hvernig væri svo að smala nokkrum sósíalistum á þingi í samninganefnd sem fær það hlutverk að ræða við heilbrigðisstéttirnar um kaup og kjör?

Þeir gætu þá útskýrt það með haldbærum rökum væntanlega hvers vegna þeir telja það vera náttúrulögmál að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar skuli vera ríkisstarfsmenn.  Svona um leið og þeir ræða kaupkröfurnar og lýsa hvers vegna ekki sé nóg til skiptanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Guðmundur. Á Íslandi ríkir upplausn. Og allt hitt er líka satt!.

Eyjólfur Jónsson, 28.10.2014 kl. 13:36

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 44740

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband