Lögmætir leiðtogar?

Í skrifum og fréttaflutningi af óróa í einræðis- og alræðisríkjum ber mjög á því að valdaræningjar og alræðishrottar séu kallaðir "leiðtogar" Eru þeir það?

Ekki samkvæmt viðteknum skilningi sem sjá má í opinberri umræðu um stjórnarvöld í lýðfrjálsum ríkjum. Hinn vestræni skilningur á valdafólki og uppruna valds er að verulegu leyti byggður á kenningum gríska heimspekingsins Aristotelesar sem á sinni tíð sendi lærisveina sína út af örkinni til þess að kanna uppruna valds.

Niðurstaða þeirra rannsókna fyrir eins og 2500 árum síðan var að uppsrpetta valdsins væri ekki af guðlegum toga, heldur lægi uppsprettan hjá hinum stjórnuðu. Almenningi.

Grísk stjórnvöld í sumum hinna fornu borgríkja töldu þessar hugmyndir snilld vegna þess að með því að innleiða þessar hugmyndir í orði kveðnu væri hægt að sefa lýðinn og fá hann til að ganga í herinn með góðu. Efna átti til stríðs og auðvitað var miklu betra að fá menn sjálfviljuga í eigin slátrun í viðureign við forherta andstæðinga en að neyða þá með hótunum. Svo urðu auðvitað allir að berjast fyrir hina "miklu leiðtoga".

Víkur þá sögunni til Persíu, hins forna stórveldis sem nú liggur undir oki sjálfskipaðra "leiðtoga" sem ekki njóta nokkurs lögmætis skv. skilningi vestrænnar réttarheimspeki, en eru samt meðhöndlaðir af hinni vestrænu pressu sem slíkir. Þeir eru það ekki. Þeir eru flestir valdaræningjar sem enginn hefur kosið til eins né neins.

Minnumst þjáninganna sem franska þjóðin þurfti að þola á 19. öldinni. Bylting eftir byltingu og alltaf skyldi taðið fljóta ofan á. Robespierre var ekki settur undir öxina fyrr en eftir að hann var búinn að láta þurrka út gullið af menntastéttinni frönsku. Ca.a 40.000 manns og hann flutti innblásnar ræður um frelsi, jafnrétti og bræðralag allan tímann.

Herra Khameini, "Irans Supreme Leader" kallar núverandi óeirðir árás á "Guð" Í þessum skilningi svarar "Guð" óróanum með því að senda hóp af 130 kílóa karlhrottum á stórum mótorhjólum til þess að berja konur í höfuðið með trékylfum. 44% íranskra kvenna eru atvinnulausar. Stór hluti þeirra með háskólapróf. Þær byrjuðu á að mótmæla okri á eggjum og brauði en nú eru þær farnar að rífa í sundur myndir af Khameini og kveikja í styttum af honum. Vestrænn réttrúnaður um lögmæti alræðishrotta fyrirmunar kynsystrum þeirra á vesturlöndum að segja eitt né neitt.

Það rekur heim sanninn um kenningu ágæts manns sem greinarhöfundur starfaði fyrir um nokkurra ára skeið, manns sem lokaður var inni í 100 daga, ákærður um glæp sem hann ekki framdi - að sjálgefið réttlæti sé ekki til. Aðeins það sem menn séu tilbúnir til að sækja með hörðu.

Valdastéttin og sögublindir stjórnmálaforingjar eru allsstaðar eins og allsstaðar jafn hættulegir, en það er efni í aðra grein.

 

 

 


Bloggfærslur 3. janúar 2018

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband