Að kjöri loknu ...

Pexið um "bréf" utanríkisráðherrans hefur haft í för með sér hefðbundið gengisfall tungumálsins og þýðingarmikilla hugtaka eins og "landráð". Betur ósagt látið.

En svo fáum við kannski þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það á að gerast eigum við eftir að hlusta á margra mánaða innihaldslaust þras um hvað eigi að standa á kjörseðlinum. Það verður sjálfsagt álíka fíaskó og kjörseðill og framkvæmd kosninganna um stjórnarskrárdrögin sælla minninga. 

Kannski eitthvað á þessa leið:

"Ert þú ekki ósammála því að ei skuli leitað fanga um umsókn og eftirfarandi málsmat á hugsanlegri könnunarumsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið eða slit þeirra?" Þeir sem halda að niðurstaða fáist í þetta mál í gegn um þjóðaratkvæðagreiðslu eru að ganga í hrútshorn.

Svo liggja úrslit kosninganna fyrir. Þá kemur upp nýtt vandamál.

Minnipokamenn munu halda áfram þófinu og mótmæla, stunda sófísk ræðuhöld á öllum sviðum og á öllum miðlum. Vitnað í landvætti og fjallkonuna ... þjóðskáldin. Og allar standandi og fallnar hetjur sósíalismans á Íslandi. Verðandi landstjórar Stalíns krossaðir í bak og fyrir.

Svo verður kosið aftur ... og svo aftur ... þar til "rétt" niðurstaða fæst. Eins og í Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Írlandi og víðar. Minnihluti er reyndar meirihluti. Það kemur skýrt fram í máli fulltrúa hans í þinginu.

Við fáum víst peninga og áhrif. Umtalsverð, væntanlega. Og spænska togara sem við styrkjum tapreksturinn á.

Svo kemur reikningurinn. 200 evrur á mann sem okkur ber að greiða til sameiginlegra sjóða fyrir alla norðurslóðastyrkina.

Svo kemur reikningurinn til Seðlabankans eða arftaka hans, fyrir örlátlega útgáfu ÍS-Evra. Eitthvað þurfa milliliðirnir þar að fá fyrir sinn snúð. Kannski eins og 1,5% hækkun tekjuskatts dugi fyrir "umsýslugjaldinu" og pappírinn í seðlana.

Enginn spyr hins vegar þeirrar einu spurningar sem eitthvað vegur:

Hvað er Evrópusambandið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband