Snjóflyksur falla viđ Efstaleiti

Fóđurstöđin viđ Efstaleiti hefur nú miđlađ mođskilningi sínum á brottrekstri forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey. Notalegur jórturkliđur berst nú víđa ađ, sérstaklega frá félagsvísindasauđum í landinu og fullmektugum álitsgjöfum ţeirra.

Enn á ný berst úr ţessum fimm ţúsund fermetra torfkofa í miđri Reykjavík fréttaskýring og umfjöllun sem er svo kauđaleg og óupplýst ađ ekki verđur undan vikist ađ handfjatla hana dulítiđ.

James Comey var rekinn úr embćtti forstjóra Federal Bureau of Investigation (FBI) í gćr. Comey var af jafningjum og ţeim sem til ţekktu talinn afburđa löggćslumađur, réttsýnn og heiđarlegur.

Af hverju var hann ţá rekinn úr ţessari stöđu sem áđur fyrr var skipuđ mönnum sem gátu fellt heilu ríkisstjórnirnar, forseta, embćttismenn, innan lands og utan?

James Comey gerđist sekur um alvarlegustu afglöp sem hugsast geta hjá embćttismanni í hans stöđu. Hann tilkynnti í júlí 2016 ađ ţrátt fyrir fjallháan stafla af skriflegum og munnlegum vitnisburđi um saknćmt athćfi fyrrverandi utanríkisráđherra Bandaríkjanna og nánustu samstarfsmanna í međförum ţeirra á ríkisleyndarmálum, teldi hann ekki ástćđu til frekari opinberrar rannsóknar né saksóknar á hendur ţeim sem í hlut áttu.

Ţrem mánuđum síđar, eđa c.a. 27 október 2016, gaf Comey út opinbera yfirlýsingu um ađ ákveđiđ hefđi veriđ ađ hefja ađ nýju rannsókn á hneykslinu sem međferđ Hillarys Clintons á bandarískum ríkisleyndarmálum var og er talin hafa veriđ. Hann stađfesti ţessa afstöđu bćđi bréflega og í yfirheyrslu hjá eftirlitsnefndum bandaríkjaţings. Viku fyrir forsetakosningar.

Nokkrum dögum síđar var kosinn nýr forseti Bandaríkjanna. Clinton tapađi. Comey var kennt um, m.a. af Charles Schumer, forystumanni demókrata í öldungadeild bandaríkjaţings. Margt annađ hefur veriđ sagt um ţađ tap. Clinton tapađi ađallega vegna ákvćđa stjórnarskrár um vćgi atkvćđa milli fylkja og borga. Ţađ sem velti kosningunni voru nokkrar milljónir atkvćđa í Michigan, Wisconsin, Colorado, Florida og öđrum sveitafylkjum sem landsfeđurnir vildu tryggja jafnrćđi viđ stórborgirnar. Ef ţeir hefđu ekki gert ţađ, ţá hefđu íbúar New York og Los Angeles ráđiđ forsetaembćttinu frá tíma Theodores Roosevelts.

Viđ yfirheyrslu í ţinginu í fyrri viku lýsti Comey ţví yfir ađ sig flökrađi viđ tilhugsunina um ađ sín afskipti hafi hugsanlega ráđiđ úrslitum kosninganna í nóvember.

Comey var rekinn ađ tillögu dómsmálaráđherra Bandaríkjanna og nánustu ađstođarmanna vegna ţess ađ hann gerđist brotlegur viđ  grundvallarreglur í stjórnskipan landsins. Hann gekk ţvert á lögskipađa ţrískiptingu valds og tók sér bćđi rannsóknar-  og dómsvald; gaf fullkomlega óeđlilegar og ótilhlýđilegar yfirlýsingar um stórmál á sviđi löggćslu og beit svo höfuđiđ ađ skömminni međ ţví ađ gefa frekari yfirlýsingar um persónulegar tilfinningar sínar um ţessi mál í opinberri yfirheyrslu frammi fyrir ţingnefnd fyrir viku síđan.

Ýmsir kunna ađ sleppa međ kjánaskap, jafnvel opinberan, ţótt ţeir sitji í háum sćtum, en ekki menn í stöđu eins og Comey gegndi.

Comey gekk ţvert á opinberar stjórnsýslureglur ţegar hann tók sér vald langt út fyrir ţann ramma sem embćtti hans er sniđinn skv. bandarískum lögum. Ćtla mćtti ađ hann nyti ţess skv. skilgreiningum helstu fylgismanna Clintons ađ hann hafi tryggt Trump kjör til forseta međ yfirlýsingum sínum frá 27. október um ađ rannsóknin á hendur Clinton vćri hafin ađ nýju. Ţá vildu ţeir krossfesta hann en nú vilja ţeir hefja hann í dýrđlinga tölu. Tölum um hrćsni og tvískinnung.

Brottrekstur Comeys sýnir ađ stađhćfingin um forsetakjöriđ  er röng. Trump skuldar honum ekki eitt hár úr hunds skotti. 

Hinn lummulegi og viđvaningslegi fréttaflutningur RÚV, studdur af álíka viđvaningslegum og valkvćđum skilgreiningum fastráđinna álitsgjafa breytir hér engu um.

Comey var rekinn vegna ţess ađ hann braut grundvallarreglur í bandarísku réttarfari og stjórnskipan.

Bollaleggingar viđvaninga á íslenskum fréttamiđlum og í hinum fornu véum sósíalista í félagsvísindadeildum íslenskra háskóla breyta engu ţar um.

Jafnvel ţessar snjóflyksur bráđna eins og ađrar hér í vorsólinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 40343

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband