9.3.2011 | 09:55
Verðtrygging og fljótandi skattheimta.
Lagabókstafur segir skýrum orðum að skatta megi ekki leggja á nema með lögum.
Fjármálaráðuneytið (lesist Innheimtumaður Ríkissjóðs) hefur fundið leið framhjá þessu lagafyrirmæli í gegn um verðtrygginguna. Stanslausar hækkanir á benzíni og brennivíni vekja athygli. Þær skipta samt fremur litlu máli miðað við það sem gerist á öðrum stöðum í hagkerfinu í þráðbeina afleiðingu af hækkununum. Ríkissjóður fær nokkra milljarða út á verðhækkanir, en það er bara brot af því sem gerist.
Þessir tveir vöruflokkar vega þungt í útreikningi vísiitölu neysluverðs. Vísitalan tekur stökk upp á við með þessum hækkunum sem á benzíni nema um 100% síðan í október 2008. Hvernig snerta óbeinu afleiðingarnar ykkur lesendur góðir?
Lánin á íbúðunum ykkar hækkuðu á þessu tímabili um 2 - 5 milljónir á mann út af spileríinu með vísitöluna og fikti í þeirri vítisvél sem verðtryggingin er. Allt batteríið græðir; ríkið, olíufélögin, bankarnir, "fjárfestar" sem þið hafið tekið lán hjá til þess að fara út í atvinnurekstur o.s.frv. Þarna er lagður á ykkur skattur eða hækkun skatts sem engin heimild er fyrir í lögum. Hann hefur stundum verið kallaður verðbólguskattur. Þegar engin verðbolga er, þá er þetta leiðin til þess að framkalla hana. Hækka þær vörur sem hafa áhrif á vísitölugrunninn.
Hvað er til ráða? Afar fátt annað en kúppla sér út úr þessu kerfi og reyna að forða yngra fólkinu frá ævilangri vísitöluþrælkun. Það er ekki auðvelt, en það er hægt og tekur nokkurn tíma og kostar talsvert mikil óþægindi. Erfiðast eiga þeir sem þurfa að ala önn fyrir ungum börnum og verða að taka þetta á sig - eiga enga undankomuleið vegna þess að þeir eru bundnir bönkunum eða ríkinu í gegn um lánasamninga um húsnæði, bíla og heimilistæki.
Eitt grundvallarhugtak í rekstrarhagfræði er sambandið milli framboðs og eftirspurnar og áhrif verðs vöru á eftirspurn. Samband verðlagningar og eftirspurnar eftir benzíni og brennivíni er nánast ekkert. Þetta er mælt með svonefndri teygnivísiitölu, (the price elasticity of demand) og er mælt á skalanum 0 til 1,0 Þetta lögmál þekkja verðlagsspekúlantarnir hjá stofnunum ríkisins.
Þegar sagt er að sambandið á milli verðs og eftirspurnar eftir þessum vörum sé núll, þá er verið að segja að við séum innikróuð, höfum ekkert val. Hvernig? Jú, í hagfræði er líka talað um "substitute goods", AÐRAR vörur sem geta komið í staðinn og gera okkur sama gagn. Hvað gerðist? Jú, þeir hækkuðu verð á rúmmetra af Metangasi í 120 krónur. Það kann að líta sakleysislega út, en það sýnir hvað er í vændum. Skítt með alla umhverfisvernd segja þeir á borði þótt annað heyrist í orði. Áhrif verðlagningar á eftirspurn eftir brennivíni er auðvitað einhver. Menn hafa val: Brugg og smygl. En það á ekki við um benzínið. Við erum bundin ábenzínklafann. Annars leggst atvinnulífið og sjálft hagkerfið í dvala.
Þegar tekjur ríkissjóðs af skattheimtu á einhverju sviði fara að minnka, þá þarf að finna nýja skattstofna. Þegar bezínið er horfið sem skattstofn, þá verða peningarnir teknir af okkur með öðrum hætti. Dæmið um metangasið sýnir hvað kemur í staðinn.
Skattmann er blindur á allt nema peninga. Eðli þess starfs er slíkt að umhverfisvernd eða spekulasjónir um rættlæti eiga þar engan hljómgrunn. Honum er sama um benzín og brennivín og allt annað. Það eina sem hann veit er að hann þarf að skaffa ríkisféhirði hundruðir milljarða í kassann á ári til þess að hægt sé að reka stofnanir ríkisins, færa fé frá auðmönnum eins og ykkur til fátækra, senda forsetann með styttu handa pafanum og kaupa gullslegnar klósettsetur.
Sósíalistarnir sem stukku af dauðum blöðum samtímasögu inn í ráðuneytin og stjórna nú landinu voru spurðir að því hvernig þeir ætluðu að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Spurningin var lögð fram á þeim forsendum að íslenskir sósíalistar höfnuðu hagvexti sem lausn á mörgum hagtengdum vandamálum. Svarið var að auka ætti tekjujöfnun. Þetta er fólkið sem laumast í stórmarkaðina og kíkir í innkaupakörfurnar ykkar. Stýrir svo neyslunni með sköttum og tollum í samræmi við pólitískar skoðanir þeirra á því hvað sé hæfilegt að þið borðið.
Nú birtist þessi skoðun í viðleitni til að lækka laun þeirra sem bera ábyrgðina á stjórnun stærstu stofnana landsins. Laun þeirra verða áreiðanlega lækkuð eða eignir þeirra gerðar upptækar í nafni félagslegs réttlætis. Af þvi hefst ekkert nema það að engir hæfir menn eða konur fást til að axla þá ábyrgð sem fylgir - nema viðkomandi lifi í einhverri hliðstæðuvídd.
Lítið bara á forsætisráðherrann.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar