Að töpuðu máli er maðurinn næstur.

Fréttaflutningur af opinberum og persónulegum dónaskap nokkurra nafntogaðra manna er mikilvægur vegna þess að hann dregur fram vatnaskilin í skoðanaskiptum á netinu og annarsstaðar.

Þegar rökin þrýtur tekur dónaskapurinn við. Argumentum ad hominem kölluðu menntaðir Rómverjar þetta fyrirbæri. Hér á landi var eitt sinn gefið það ráð  af reyndum stjórnmálamanni að persónulegu áreiti ættu menn ekki að svara - nema með málssókn. Það var 1907 og sóðaskapurinn í málflutningi innan þings og utan kominn í áður óþekktar hæðir.

Hæstiréttur er löngu hættur að dæma menn til fébóta fyrir meiðandi ummæli og annað slíkt áreiti. Til þess er tjáningarfrelsið talið of dýrmætt og ekkert má gera til að skerða það. Rétt er það. Menn verða samt að sæta ábyrgð fyrir meiðandi og óþolandi persónuníð. Ummæli dæmd dauð og ómerk er réttarúrræðið sem margt slíkt mætir og dugir ágætlega.

Af framferði þeirra sem nú hafa dregið að sér þjóðarathygli fyrir dónaskap er það að segja að sumir þeirra hafa vart getað látið frá sér fara málsgrein á prenti án þess að hún lyktaði af öfund, rætni og smeðju. Aðrir hafa verið að færast í aukana á liðnum árum með þeim hætti að fjöldi manna hefur þurft að þola athugasemdir sem snerta málefni líðandi stundar nánast ekki neitt, en hafa snúist upp í persónulegan dólgshátt. Á þessu verða þolendur nú að taka, sjálfum sér  til verndar og öðrum til varnaðar. Spurning um að nefna ofstækið líka.

Það er list að þekkja sinn vitjunartíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þótt ekki jafn orðhvatur og jafnvel sýnilega vísindalegur, hefur Eiríkur Bergmann einmitt skrifað heila bók, sem telst Ad Hominem per se.  Nú er til siðs af sumum hámenntuðum Íslendingum að tala niður til samlanda sinna, setja þá undir einn hatt og saka um þjóðernishroka með óljósri tengingu við nasisma. Þessi rökþrot, þjóðernisvandlæting og fullveldisfyrirlitning er þó bundin við menn sem styðja einn og sama málaflokkinn, sem er innlimun í ESB.  Kandídatar í þessum hópi eru einnig Gunnar Smári og Jónas Krstjánsson með Egil Helgason sem eilítið wannabe. 

Auðvitað má nefna fleiri sem stunda þessa plagsömu iðju.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afleiðan er: Ef þú stendur með fullveldi landsins, ertu brúnstakkur og fasisti.  Mér sýnist þó að ESB grasrótin hafi einmitt verið að gefa forsmekkinn að kristalsnóttinni frægu, með rúðubrotum hjá Ögmundi Jónassyni.

Margur heldur mig sig á þeim velli, augljóslega.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 13:35

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband