Evrópusameining: Af hverju? (Fyrri grein af tveimur).

Af hverju var Evrópusambandið stofnað?

Evrópuskaginn sem hluti Evrasíu landmassans er hlutfallslega eins og Seltjarnarnesið sem prósenta af Íslandi. Samlíkingin lýsir mikilvæginu í nokkuð réttum hlutföllum, landfræðilega.  Í þessum nýsameinaða hreppi búa í dag um 400 – 500 milljónir manna, eða innan við 10% íbúa jarðarinnar. Samt hefur Evrópusagan mótað hálfan heiminn sl.  1000 árin eða svo.

Fátt óttast Evrópmenn meira en risana í austri. Sagan af Gengis Khan lifir og síðar af afrekum Atila Húnakonungs sem fór með heri sína eins og eldur yfir evrópska akra.  Margir Evrópumenn ættu og að minnast Karls V., Þess sem lauk við að reka márana suður úr álfunni. Herskáir múslimar hafa krafist þess að Evrópa skili þeim Spáni.

En erjurnar voru miklu meiri innan sveitar en utan þótt það hafi orðið að sérstöku kóngasporti í Evrópu langt fram eftir öldum að ráðast á Rússland. Sumar heimildir herma að það hafi þeir gert 254 sinnum á meðan Rússar hafi aðeins svarað fyrir sig einu sinni eða tvisvar. Tvær síðustu tilraunirnar urðu frægar. Napoleon missti 570.000 hermenn á sléttum Rússlands og tapaði þótt hann hafi getað heyrt kirkjuklukkum Moskvuborgar hringt áður en flótti brast í liðið. Herlið þýska skriðdrekaforingjans Heinz Guderians var á svipuðum slóðum með heri Hitlers 1943 og þeir misstu mun fleiri menn í eðjuna og snjóinn. Hann var þar aðeins um hundrað árum á eftir Napoleon.

Evrópumenn hafa  samt verið miklu duglegri við að drepa hverjir aðra á liðnum öldum en utansveitarmenn. Lítum aðeins á söguna.

Árið 1618 réðust sameinaðir herir fimm „hinna trúuðu og réttlátu“ nágrannaríkja á þýska landsvæðið norðan Rínar. Stríðið sem nefnt hefur verið þrjátíu ára stríðið leiddi til algerrar tortímingar. Meira en helmingur þeirra manna sem landið byggðu var drepinn. Með frægu samkomulagi, friðarsamningum sem undirritaðir voru í borginni Westphalia árið 1648 var bundinn endi á ósköpin. En Evrópumenn héldu þó áfram að drepa hverjir aðra, oftast með Guðs orð á vör næstu 350 árin.

Með Westphalia sáttmálanum var lagður grunnurinn að þvi sem síðar varð Evrópsk þjóðernishyggja, þótt það hafi ekki verið tilgangurinn með samningnum að koma slíku að í hugarheimi íbúanna. Með samningnum var reynt að fá það staðfest að virða bæri landamæri ríkja og þjóðaheilda, byggt á tungumálum og menningu.

Að Napóleon gengnum, eftir  lok stríðs hans við nágranna sína árið 1812 var enn litið um öxl og spurt hvað væri hægt að gera. Gestgjafi friðarrástefnunnar sem haldin var í Vínarborg 1815 var Klaus von Metternich fursti og einn áhrifamesti stjórnmálamaður síns tíma.  Árangur Vínarfundarins tryggði Evrópskan frið, að mestu í 100 ár eða til 1914, þegar ríkisarfi austurríska keisaradæmisins var myrtur á götu í landi sem síðar fékk nafnið Yugo-Slavía. Það var Sarajevo. Afleiðingin var helstríð sem kostaði tugi milljóna mannslífa og skildi eftir fleiri spurningar og vandamál en hún leysti. Frægasta og langlífasta afleiðing þess stríðs er landakort sem evrópskir stjórnmálaforingjar teiknuðu upp þegar þeir skiptu á milli sín hreytunum af Ottoman veldi tyrkja og tryggðu þar með stríðsátök í mið austurlöndum sem enn standa og eru óútkljáð. Evrópa steypti heiminum í tvær stórstyrjaldir á 20. Öld.

Við lok seinna striðsins lá fyrir að eitthvað yrði að gera. Búið var að drepa tugmilljónir manna um víða veröld, aðallega vegna skaðabóta sem hið ósigraða Þýskaland var látið taka á sig í friðarsamningum kenndum við sumarbústað Loðvíks 14. í Versölum og undirritaðir voru í frægum járnbrautarvagni þar sumarið 1918.

Næst: Rómarsáttmálinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér. Ég sé þetta svoldið þannig að Evrópa á öldum áður var eins og Mið-Austurlönd í dag. Lönd sem voru óstöðug innan landanna og á milli landa og því voru t.d. stríð tíð. Maður þarf ekki annað en að skoða wikipedia til að gera sér grein fyrir því hversu regluleg stríð voru á milli Evrópumanna á fyrri öldum.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_conflicts_in_Europe

 En ég held að Evrópusambandið hafi verið lausnin við þessu vandamáli. Djúp efnahagsleg og félagsleg samþætting bjó til  Evrópu þar sem stríð var óhugsandi. Ég reyndar vona að eitthvað svipað geti gerst í Mið-Austurlöndum og N.-Afríku en það er annað mál.

Egill A. (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og Evrópusambandið er lausnin?  Lesa menn ekki fréttir?  Nationalismi er rampant í álfunni og stríðástand að myndast. Menn ættu kannski að skoða söguna betur og hverjar ástæður lágu að baki ófriði. Yfirgangur herraþjóða, kúgun og efnahagsþrengingar.  Nákvæmlega það sem verið er að sigla inn í í dag.  Við getum þó mínusað trúarbrögðin að mestu í núverandi tilfelli og yfirgang Páfadóms, en maður veit aldrei hvenær menn taka það upp sem réttlætingu aftur.

Ergo: ÞAð er það nákvæmlega sama í uppsiglingu og af sömu ástæðum og áður með örlítið breyttum formerkjum. Þegar fólk er rænt þjóðerni og viðurværi, þá er ekkert eftir annað en ofbeldi. Fíflalegar réttlætingar þessa nýja sovéts eru frábeðnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 09:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðasta heimstyrjöld braust út vegna pípudrauma manna um sameinaða Evrópu. Gleymið því ekki. Fyrri heimstyrjöldin vegna yfirgangs og kúgunnar Austurríkismanna og þjóðverja.  Hættið bara að reyna troða þjóðum í eina einsleita skúffu og þá verður friður. Það er komið gott af útópíum síðustu alda.  Fagrar voru þær á blaði, en gerðu ekki ráð fyrir mannlegri reisn og sjálfsákvörðunarrétti, eignarétti og tjáningafrelsi. ESB útópían er af nákvæmlega sama meiði. Sósíalískar sögufalsanir breyta engu þar um.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 09:42

4 identicon

Jón Steinar, það er afskaplega vinsælt í dag að kenna þjóðverjum um allt.  En slík hegðun, er fyrst og fremst byggð á trúgirni.  Það skiptir engu máli, hvern mann kallar Guð sinn ... það er trúgirnin og viljin að fylgja öðrum eftir, og loka sjálfum sér fyrir öllum andmælum.  Jafnvel banna andmæli, og dæma andmælendur í fangelsi eða klikkaðraspítala ... það er þessi hegðun sem er röng.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 13:05

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband