29.5.2011 | 12:05
Fánaberar níðfrelsisins.
Til eru menn í íslenskum fjölmiðlaheimi sem nota frelsi sitt og ítarlega varinn rétt til opinberrar umfjöllunar um hvað sem er til þess að ráðast að nafngreindum einstaklingum með mjög svo óþrifalegum málflutningi og jafnvel hreinum og beinum lygum. Þeir eru að húðstrýkja smælingja og saklaust fólk af alveg einstökum blóðþorsta og skepnuskap. Alla daga og oft undir flaggi samkenndar við fólk sem á um sárt að binda.
Einn íslenskra prentmiðla sker sig úr á þessu sviði. Greinilegt er að ritbullurnar sem þar ráða eru mjög bitrar út í líf sitt og umhverfi. Síst ber almenningi skylda né þörf til þess að taka þátt í þeirri þerapíu sem þeir eru í -af sjálfsdáðum í beinni útsendingu alla daga. Þeir lifa í skolpræsum borgarinnar.
Þarna eru menn teknir miskunnarlausum tökum og myndbirtingar eru alveg með ólíkindum.
En það besta sem þeir fá á öngulinn er ef einhver landskunnur dóni er til í að taka svona eins og eitt dansspor með þeim og kasta fyrir þá svona eins og einni reku af skít. Einn alþingismaður sker sig verulega úr í þessu taðkasti í allt og alla sem fyrir honum verða í daglegu amstri hans við að hjálpa óskaplegustu ríkisstjórn sem setið hefur á Íslandi frá upphafi - til þess að tóra eitthvað lengur.
Vilji hann hjálpa almenningi frá því sem hann kallar aula og bjána þá ætti hann sjálfur að hefja máls á ráninu mikla og segja þjóðinni það sem hann nú veit um hin íslenska fimmtuherdeildarmann sem nú situr í einu valdamesta embætti landsins.
Fyrir það gæti hann kannski uppskorið kaffiboð hjá hirðstjóra og læriföður íslenskra kommúnista og ef til vill svona eins og eina orðu.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna er nú Bessastaðatrúðurinn orðinn lærifaðir íslenskra kommúnista - ei hugnast mér sú sannfæring , því sé einhver tækifærissinni - þá held ég sé best að leita hanns á Álftanesi , en aftur á móti er það mín skoðun að kallinn er búinn að bjarga bæði sínum heiðri svo og þjóðarinnar t.d. með að samþykkja ekki Iceslave .
En hver er þessi Þjóðarleikhússleikari sem er svona ólseigur í taðkasti - ætli hefði verið hægt að notast við hann í den við að bera á túnin ?
Hörður B Hjartarson, 29.5.2011 kl. 23:34