3.6.2011 | 20:55
Veðbókarvottorð fyrir þorsk.
Þá er Hrunadansinn í kring um útgerðina og fiskveiðarnar kominn á fullt eina ferðina enn. Ritari hefur ekki treyst sér til að taka mikinn þátt í þeirri umræðu vegna þess hversu flókin, frasakennd og torskilin hún er orðin. Er hann einn um það?
Reyndur stýrimaður sagði við ritara fyrir nokkrum árum að hyggnir skipstjórar hætti að toga þegar afraksturinn væri kominn undir 800 kíló á togtímann. Nema þeir gætu haldið áfram á yfirdrætti sem almenningur borgaði. Það var gamla kerfið og bæjarútgerðirnar. Sakna menn þess?
Það var að sögn þarna sem nýja stjórnkerfið kom til skjalanna. Megnið af útgerðinni var rekin með bullandi tapi, sérstaklega landvinnslan. Allt lagaðist þetta með meiri stjórn á veiðum og útgerð og meiri ábyrgð í rekstri sem leiddi af þeim arðsemiskröfum sem spretta af ótakmarkaðri ábyrgð manna á gerðum sínum. Það er höfuðeinkenni einkareksturs.
Útgerðin er verulega skuldsett, reyndar meira en eðlilegt getur talist. En arðsemin hefur verið í lagi og ávöxtun eigin fjár hjá mörgum all góð.
Út af hverju er þá allur hávaðinn? Þjóðareign á auðlindum er arfavitlaust og óútskýranlegt fyrirbæri. Stendur virkilega til að endurreisa útgerðarfyrirtæki í almannaeigu; bæjarútgerðirnar? Ætlar ríkið að setja fulltrúa eigendanna um borð í hvert skip? Og í stjórn útgerðarfyrirtækjanna? Liggur það ekki nokkuð ljóst fyrir að það verði að fylgja þjóðareigninni?
Er almenningur tilbúinn til að taka á sig boðaföllin af veðsetningum einkaaðila upp á nokkur hundruð milljarða vegna aðilaskipta á veðbókarvottorðinu fyrir þorskinn? Við erum að tala um þjóðnýtingu útgerðarinnar skv. orðfæri forystumanna íslenskra sósíalista. Með aðilaskiptum að eign færist arðurinn af fyrri eiganda á hinn nýja og skattar og skyldur einnig. Enginn misskilningur með það.
Á endanum snýr aðeins eitt hagsmunamál að almenningi í landinu: Peningar. Á meðan þessi atvinnugrein skilar arði í sameiginlega sjóði landsmanna er allt eins og það á að vera. Sér ekki Seðlabankinn um það að allur gjaldeyririnn skili sér í koffortin í Svörtuloftum?
Frægt er af meðförum þingsins málið um Bátaábyrgðina frá 1942. Ingólfur Jónsson alþingismaður og síðar farsæll ráðherra segir í riti að Pétur Magnússon hrl varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kallað marga af þingmönnum flokksins til viðræðna um þetta mál þegar það var til umræðu í þinginu. Hann sagði að ef frumvarpið um bátaábyrgðina yrði að lögum, þá yrði eftir það engin útgerð á Íslandi - nema á ríkissjóð.
Hið eina sem ástæða er til að breyta eins og með allar kvótasettar atvinnugreinar er að tryggja betur aðgang nýrra aðila og möguleika þeirra til að hasla sér völl í greininni.
Allt tal um eignarhald á auðlindum eins og það er nú ástundað er hreint og klárt blaður. Þeir sem hæst hafa verða allir komnir á eftirlaun þegar reikningarnir fyrir barattu þeirra taka að berast almenningi.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðmundur. Í gamla kerfinu Sóknarmarkinu voru 60 bestu skipin ekki síðari en bestu ískfiskskipin í dag ef reiknað er á veiðidag og 1983 voru BÚR og ÚA einhver bestu og arðvænlegustu fyrirtæki á landinu.
Mikil uppbygging átti sér stað meðal þjóðarinnar þrátt fyrir að búið væri að gjörendurnýja togaraflotann og fjórfalda hann. Kjarninn úr þessari endurnýjun er enn uppistaða togaraflotans???? Kannski búið að afskrifa??
Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar var sennilega besta fiskveiðistjórtæki í heimi og setti okkur í sömu aðtöðu og Noreg að verða ríkasta þjóð í heimi en spilling Halldórs Ásgrímssonar sem gekk erinda fárra forðaði okkur frá því.
Setning kvótakerfisins hafði ekkert með hag heildar útgerðar í landinu að gera allt tal um það er rakalaust kjaftæði. Menn skulu hafa sannleikann á hreinu hvernig þetta kerfi var sett á. Meirihluti útgerðar, sjómanna og þjóðar var á móti þessari breytingu þar til framsalið var sett á og menn fóru að draga sér fé út úr greininni.
Skuldsetningin segir allt um arðinn en alltaf er hægt að stýra arði hvers árs fyrir sig með gengi. Nú er krónunni haldið í lágmarki til að hægt sé að lifa við óða skuldir útgerðarinnar sem jafna má við fjárdrátt. Ef afskrifað án upptöku kvóta-veða til ríkis þá er það fjárdráttur.
Á árum fyrir 1983 var gengið hærra og uppbygging í landi blómstraði frystihús, sjúkrahús, virkjanir. Handstýringin á genginu segir alla söguna.
Einokun er ekki stíll Íslendinga og allra síst íslenskra sjómanna.
Ólafur Örn Jónsson, 4.6.2011 kl. 09:54
Við þetta innlegg Ólafs Arnar má svo bæta því að af einhverjum orsökum hefur láðst að geta þess að verðmæti aflans hefur aukist verulega af orsök sem aldrei hefur mátt ræða.
Það var ekki fyrr en fiskmarkaðirnir tóku til starfa sem sjómenn sem heild fóru að meðhöndla fisk eins og matvæli.
Á meðan ríkismatið sá um fiskmat og hið svokallaða landssambandsverð var notað má með réttu segja að matsmennirnir hafi verið vita- gagnslausir og skipstjórar komust upp með það að landa hundruðum tonna á vertíð af fiski sem engum dytti í hug að sýna í dag í landi.
Sá sem hér skrifar er fyrrum ferskfisksmatsmaður hjá ríkinu.
Og þakka þér svo fyrir þitt innlegg Ólafur en sérstaklega fyrir að nefna sóknarmarkið, tilurð þess og svo alla andúðina á því í dag.
Sóknarmarkið er eina kerfið sem sæmandi er í umgengni við lífríki hafsins. Það hentar hinsvegar ekki þeim sem þurfa að nýta sér þrælahald leigumarkaðarins.
Og það er stærsti flokkur landsins samkv. skoðanakönnun sem boðar þennan viðbjóð áfram og styður hann.
Sjálfsvirðing?.....Svei attan!
Árni Gunnarsson, 4.6.2011 kl. 18:27
Sóknarmark og allur fiskur á markað á alltaf að fara saman og er þá besta stjórn á veiðum sem hægt er að beita. Mikilvægt að notað sé kerfi það sem allir sitja við sama borð.
Ólafur Örn Jónsson, 5.6.2011 kl. 10:13