Laugavegurinn - eina ferðina enn!

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1974 var því lofað að Austurstræti skyldi lokað og gert að göngugötu. Varanlega. Sýndar voru teikningar í blöðum þar sem glaðvært fólk var á gangi innan um suðrænan runnagróður eða sat undir sólhlífum og drakk kaffi í huggulegheitum á fínum kaffihúsum.  Þetta var skemmtileg og vinsæl hugmynd. En hún brást. Reykjavík er norðlægasta höfuðborg heims. Það  vilja menn ekki horfast í augu við.

Nokrum árum síðar, svona um það leyti þegar verið var að leggja lokahönd á smíði fornminjanna í bakarabrekkunni, var talið ráðlegt að leyfa takmarkaða umferð um Austurstræti að nýju. Forverar núverandi aðgerðarsinna / stjórnleysingja  sem nú stjórna borginni  urðu að sjálfsögðu alveg vitlausir og í sínum marxíska anda töldu þeir opnunina sérlegt kapítalistaplott og mammonsþjónkun. Opnunin var gerð vegna þess að lokunin hafði gefist illa og verslunin var komin á vonarvöl.

Þegar litið er yfir sl. 30 ár má sjá hvernig þessi della sem stöðugt er í gangi með göturnar í gamla miðbæ Reykjavíkur rís í sífellu upp á afturlappirnar og grettir sig framan í borgarbúa. Nú er það Laugavegurinn – eina ferðina enn. Áður var það Ingólfstorgið sem var leikvangur skipuleggjenda. Búið var til torg sem stíflar alla umferð um Austurstræti og Aðalstrætið að mestu. Ekki er auðvelt að sjá tilganginn með þessu og öðru viðlíka brölti sem hefur kostað skattgeiðendur í Reykjavík ótalda milljarða. Þeir peningar eru farnir fyrir fullt og allt.

Úr því minnst er á peninga, þá mætti minna mannskapinn sem situr við palisanderborðið í bragganum í tjörninni á að það eru peningarnir sem gera þeim kleyft að stunda sína vinnu og láta eins og bjánar. Stór hluti þess fjár kemur frá atvinnurekstri sem á að knésetja af tómri heimsku og skepnuskap á sama tíma og verið er að ræða hvernig megi blása nýju lífi í hina deyjandi miðborg. Með einhverju öðru en meira brennivíni.

Búið er að eyða milljörðum í að endurbyggja ónýt og ómerkileg hús. Það er gert á kostnað almennings án þess að nokkur krítísk umræða hafi farið fram um málefnið. Á sama tíma standa ábyrgðarlausir áhugamenn um framkvæmdir fyrir annarra manna fé og meina eigendum ónýtra kumbalda og húsarústa að nýta eignir sínar. Af þessu hlýst tjón upp á gífurlegar fjárhæðir og þessir handhafar valdsins hafa ekki áhyggjur af málarekstri hinna nauðbeygðu. Það kostar sitt líka og tekur mikinn tíma. Tími er peningar í þessu eins og öðru. Þess njóta þeir í yfirgangi sínum og brotum á grundvallarreglum réttaríkisins eins og  72. grein stjórnarskrárinnar. Allt gengur út á að sniðganga eignarrétt einstaklinga. Það er tíska.

Menning og listir, skólar og stofnanir eru hluti af byggðakjörnum – sama hvar í heiminum er, en það eru fyrirtækin; bankarnir, verslanir og þjónusta sem leggja til það fé sem streymir í kassann hjá borginni, fé sem notað er með misvitrum hætti af fólki sem er að reyna að reisa sér pólitíska bautasteina.  Það eru til fleiri aðferðir til að fegra umhverfið og mannlífið í miðborginni en að raða niður grænmáluðum járnstaurum þvers og kruss.

Hættið dellunni og drattist til að hreinsa borgarlandið. Ástand þess er til skammar og það sér hálf milljón ferðamanna sem hafa greitt stórfé fyrir að heimsækja landið.  Þeir borga sitt og vel það og eiga líka heimtingu á að hlutirnir séu í lagi.

Greið umferð og óheftur aðgangur að verslun og þjónustu er undirstaða velgengni. Allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband