Pallbíladellan í Ómari og íslenskum stjórnvöldum

Ómar Ragnarsson hefur áhuga og þekkingu á bílum og tjáir sig stundum um bílamál, eins og flest annað. Hann er eins og margir innan og utan ríkisstjórnar, mjög áhugasamur um bandaríska bíla. Sérstakelga pallbíla. Tilefni þessara skrifa eru fullyrðingar hans og annarra íslenskra vinstrimanna um tæknileg atriði í bílaframleiðslu heimsins og sú andúð sem þau hafa á öllu sem kemur vestan yfir hafið. Þau eru ekki hin fyrstu til að klæða pólitískar skoðanir sínar í vísindabúning.

F-150 Ford pallbíllinn með 4600 CC vél eyðir að meðaltali 11-14 lítrum af benzíni á hundraðið í langkeyrslu. Vélin er nákvæmlega sú sama og notuð er í fólksbíla. Hann stenst alla EPA staðla sem gilda um þann flokk bíla. Sama á við um samskonar bíla frá GM, Chrysler, Toyota, Nissan og fleiri. Eyðslan er mismikil á þessum tegundum en að þeir séu almennt bensínhákar er vinsæl og eftirsótt lygasaga. Þeir eru í hópi öruggustu bíla sem seldir hafa verið hér sem annarsstaðar. Er þá víðtæks notagildis þeirra ógetið. Munurinn á mengunarstöðlum fyrir þennan flokk bíla og fólksbíla er ekki marktækur.

Jarðefnaeldsneytið er á útleið á methraða en hvorki af umhverfis- né efnahagsástæðum heldur af pólitískum ástæðum.

Allar tilraunir til þess að gera benzín að umhverfisvænum orkugjafa hafa mistekist. Hvarfakútar voru lögleiddir í Bandaríkjunum 1976. Tveimur árum síðar kom í ljós að mengunin sem þeir sköpuðu var verri en blýmengunin frá fyrri tíð. Þeir framleiða formaldehýð við hvörfun hinna mengandi efna. Það er baneitruð lofttegund, fyrir utan að önnur efni sem þeir framleiða umbreytast í ozone vegna áhrifa sólarljóss. Það er einnig eitruð lofttegund sem liggur yfir stórborgum í sumarhitum.

Af þeirri mengun sem bílar framleiddu um 1970 þegar US Clean Air Act var lögleidd eru aðeins um 2% eftir í útblæstinum. En það dugir skammt þar sem bílunum hefur fjölgað svo mikið að mengunin er að verða jafn mikil og áður. Hún er bara öðruvísi samsett.

Notkun benzíns til lengri tíma litið er tapað spil. Spurningin er bara til hvaða háskaaðgerða stjórnvöld grípa sem geta keyrt bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum og víðar í endanlegt þrot. Þar í landi hafa um 25 milljónir manna lifibrauð sitt af þeim iðnaði, beint og óbeint.

Afskipti íslenskra stjórnvalda af bílamálum íslendinga hafa of lengi einkennst af pólitískum fánahillingum, markaðsvernd og hræsniskenndum yfirlýsingum um mengunarmál. Þau afskipti og sú afstaða að refsa bæri fólki fyrir að  velja sér stærri bíla en neyslueftirlit ríkisins telur hæfilegt, hefur verið beinlínis mannfjandsamleg og andstæð hagsmunum þúsunda íslenskra barnafjölskyldna sem eru neyddar til þess að troða börnum sínum inn í bílskeljar til langferðalaga til þess að ráðamenn og besserwisserar geti hrósað sér af að vera "miljövenlig".

Ef yfirmenn á bráðadeildum íslensku spítalanna mættu tjá sig um þessi mál þá gætu þeir sagt hvað virkar. Sama á við um tjónadeildir íslensku tryggingafélaganna. Ef á að tala um peninga, þá þarf að skoða mannlega þáttinn. Hér hafa mannslíf verið sett skör lægra í pólitísku slagorðagjálfri með milljarða útgjöldum fyrir samfélagið í heild.

Ef einhver á að njóta vafans, þá er það maðurinn. Lækkum gjöldin á bílainnflutningnum, sérstaklega þeim bílum sem rúma hóp af börnum í öryggi.

Er einhver á móti því?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammmála þér um öryggi barna og manna. Ef ríkisstjórn hugsaði um öryggi barna og ökumanna þá ættu þeir að slá niður skatta af sterkum og aflmiklum bílum. Efalaust er einhver meiri útblástur frá þessum bílum og meiri megnun.

Ríkisstjórn  ætti að breyta reglum og gefa forgang á þessi orkumiklu farartæki til gjaldfría bifreiðastæða í stað þeirra orkuminnstu ökutækja. 

Það er  umhverfinu betra að leyfa þessum orkufreku bílum að fá gjaldfrjáls rúmgóð stæði í stað hinna litlu. Mengun mun minnka til muna ef stór og orkufrek ökutæki geta keyrt beint inn og með forgangi inn í stæði, í stað þess að keyra um götur og leita að passandi stæðum. það gætu mögulega verið 5 litlir bílar sem þyrftu að keyra um og leita, en þeir væru betri  fyrir umhverfið en þeir stóru með tilliti til mengunar.

Öryggi á alltaf að setja á oddinn.

Eggert Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála þér Guðmundur. Konan mín stundar þannig vinnu að hún þarf að fara yfir fjallvegi annað slagið, og ég get ekki hugsað mér að hún sé á ferðinni á einhverri lítilli manndráps skel sem ekkert þolir eða kemst!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.7.2011 kl. 00:28

3 Smámynd: Tryggvi Sveinbjörnsson

Hér þarf að auka framboð af metangasi, bæta dreyfingu, og framleiða gas helst úr öllum þeim úrgangi sem til fellur, t.d. sorpi, seyru og landbúnaðarúrgangi. Það er mjög ákjósanlegt fyrir umhverfið, sparar gjaldeyri og skapar störf. Það gerir alla bíla umhverfisvænni jafnt stóra sem smáa.

Tryggvi Sveinbjörnsson, 29.7.2011 kl. 01:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Chevrolet framleiðir bíl sem þeir kalla Volt. Það er rafbíll með bensínmótor til að hlaða geiminn. Það sem gerir þennan bíl öðruvísi en aðrir tvinnbílar er að hann ekur alltaf á rafmótornum og hægt er að hlaða rafgeiminn frá heimilisrafmagni. Þó eyðir þessi bíll 5,8 l/100km að sögn framleiðanda. Hann kostar frá $40.000 og þegar endurnýja þarf rafgeiminn, mun það kosta um $15.000! Voltinn er einungis fjögurra manna, vegna þess pláss sem rafgeimirinn tekur.

Þessi sami framleiðandi að sjálfsögðu einnig upp á fleiri bíla.

Chevrolet Cruze Eco, fimm manna bíll sem er flokkaður sem "mid size", eyðir 5,6 l/100km og kostar frá $16.500, eða örlítið meira en ein rafhlaða í Voltinn.

Chevrolet Malibu, stór fimm manna fjölskyldubíll, eyðir 7,1 l/100km og kostar frá $21.900.

Chevrolet Silverado 2500HD, fimm manna fullvaxinn pikcup með fjórhjóladrifi og diselvél. Þessi bíll er sagður eyða 8 l/100km og kostar frá $45.000. Hægt er að fá þennan bíl fyrir mun minni fjárhæð ef hann er tekinn með afturdrif eingöngu.

Þessar upplýsingar koma frá heimasíðu Chevrolet, þannig að þær ættu að vera sambærilegar.

Það sem stingur í augu er það háa verð sem er á Voltinum og hversu mikið hann eyðir. Þetta er jú bara fjögurra manna bíll!

Þegar lesnar eru umsagnir um bílinn, kemur í ljós að drægni rafgeimisins, sem verksmiðjan segir vera 56 km, er mun lægri þegar hitastigið lækkar, er komið niðurfyrir 40km við frostmark og minnkar enn meira ef hiti fer neðar.

Þá hafa verið gerðar vísindalegar kannanir á raunverulegri eyðslu Volt bílsins. Ekin er ákveðin vegalengd við "eðlilegar" aðstæður og þetta gert nokkrum sinnum. Minnsta eyðslan sem náðist var 3,9 l/100km og sú mesta 6,4 l/100km. Tölur sem framleiðandinn gefur upp eru því ekki ótrúverðugar.

Það er því ekki að undra þó illa gangi hjá verksmiðjunni að selja þessa bíla, jafnvel þó alríkið borgi hverjum þeim sem kaupir slíkan bíl um $7.000. Markhópurinn er mjög takmarkaður, eða einungis þeir sem láta plata sig vegna einhverrar hugsjónar og þeir sem alltaf þurfa að vera fyrstir til að prufa nýjungar.

Staðreyndin er að hugsjóninn er hægt að sinna með kaupum á eyðslunettari, mengunnarminni, stærri og öruggari bíl. Að þessi bíll, sem er einungis fjögurra manna fólksbíll, skuli einungis eyða 2,2 l/100km minna af eldsneyti en stór fullvaxinn og öruggur pallbíll, frá sama framleiðanda og að sá stærri og öruggari skuli einungis vera $5.000 dýrari, er frekar ótrúlegt, en þessar upplýsingar eru jú frá sjálfum framleiðandanum! 

Gunnar Heiðarsson, 29.7.2011 kl. 07:58

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek undir með því sem Tryggvi segir, það þarf að leggja meiri áherslu á framleiðslu metangas og dreifingu þess. Það ásamt aukinni framleiðslu á lífrænu dísel, er eini raunhæfi kosturinn. Það gerir mögulegt að nýta þann bílaflota sem til staðar er í landinu. Aðrir kostir byggja á að bílaflotinanum verði skipt út. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt.

Gunnar Heiðarsson, 29.7.2011 kl. 08:05

6 identicon

Hvað vitleysa er þetta í þér að ford f-150 sé öruggur bíll, hann hefur kolfallið í árekstrarprófunum á undanförnum árum! það er ekki nema allra nýustu módelin sem ná lágmarkskröfum:

 http://youtu.be/lB0araA0T_k

Það sem er hættulegst við svona þunga bíla, er að þeir valda öðrum stórtjóni, það hefur verið rætt í alvöru að setja extra álag á tryggingar svona bíla, vegna þess tjóns sem þeir valda öðrum í árekstrum, hvort sem er við aðra stóra bíla og minni.

Rúnar (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 14:20

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband