Bankarnir taka við föllnum ríkjum, eins og fallítt fyrirtækjum

Þá eru bankastjórarnir stignir út af viðarklæddum skrifstofum sínum í mörgum borgum Evrópu og teknir við stjórnartaumum gjaldþrota ríkja, svona eins og þegar Landsbankinn tók við Húsasmiðjunni. Enginn þekkti þá áður ... þeir voru eins og Van Rompoy sem enginn kannaðist við fyrr en allt í einu að hann var orðinn Evrópukeisari, einn af völdum hópi andlitslausra möppudýra sem nú eru að taka við.

Af hverju eiga þeir að taka við, menn eins og Monti eða Pappademos og hvað þeir heita nú allir þessir heiðursmenn sem Evrópusambandið tilnefnir til þess að taka við stjórnartaumum áður lýðfrjálsra ríkja? Þeir taka við af því að menntað einveldi, sérfræðingaræði er það sem koma skal. Enginn hefur málfrelsi um opinber mál nema vera með gæðastimpil frá einhverri viðurkenndri stofnun sem framleiðir tannhjól í hið mikla sigurverk hinnar nýju stjórnsýslu.

Bankaræðið á Ítalíu leysir af hólmi vídeóræðið, sem svallarinn Berlusconi hált þjóðinni við á meðan hann spilaði rassinn úr buxunum á flestum sviðum. Aðrir munu verða eftir þessu.

Þetta eru stórsögulegir tímar sem við lifum, m.a. vegna þess að einræðið sem fjármálaveldið er að koma á fót er komið til að vera. Kosningum er frestað út í veður og vind, af því að það er svo mikið að gera, svona eins og þegar Castro frestaði jólunum hérna um árið.

Og hvað halda menn að gerist? Dettur einhverjum í hug að Ítalía nái sér á strik á nokkrum dögum? Halda menn að ástandið muni lagast við innleiðingu menntaðs einveldis? Svarið við því er að ekki eru allir einvaldar Friðrik II af Prússlandi.

Sagan segir að flestir einvaldar séu skrímsli af mismunandi stærðum og gerðum. Við eigum nokkra kandídata á Íslandi, ráðherra og þingmenn sem fara ekki að lögum, þ.m.t. dómum Hæstaréttar – af þvi þeir eru svo uppteknir við að „bjarga“ og geta ekki verið að eltast við formsatriði eins og sett lög og reglur. Það tefur fyrir.

Sósíalistar, eins og George Papandreo eru búnir að eyðileggja þjóðríkin, hagkerfi þeirra og það sem er lang alvarlegast: Sjálf stjórnkerfin. Hvernig vitum við það? Jú, það sést af því að almenningur er hættur að teysta kerfinu og fyrirlítur þá sem hafa látið kjósa sig yfir það með ómældu skrumi og loforðum um brauð og leiki, endalausa ríkisfjorsjá – án þess að segja hver borgar og hvenær.

Allt snýst um traust.  Traustið er farið út í veður og vind bæði í stjórnmálum og fjármálum heimsins. Viðbrögð nokkurra stjórnmálamanna á vesturlöndum felast í því að leita að hentugum stað til að efna til stríðsátaka.

Það er hægt. Kinverjar borga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband