30.11.2011 | 11:26
Íslandsstjórinn og Madam Mao
Tugmilljónir fátækra rússa og fólk af fjölda annarra þjóðarbrota lét lífið við innleiðingu sósíalísks (lesist: félagslegs) réttlætis í Sovétríkjunum sálugu. Á Íslandi var og er til aðdáendaklúbbur þessarar helfararstefnu. Hann hefur gengið undir fjölda nafna sl. 60-70 árin.
Sóðaskapurinn hefur flotið upp af alveg sérstaklega abstrakt tilefni. Sendipeð og innanbúðarmaður kínverska kómmúnistaflokksins vildi fá keypt land á Íslandi þar sem hann kvaðst ætla að dúlla við veski vestrænna kapítalista. Skoðanabræður hans og pólitískir samherjar sem nú stjórna Íslandi fengu þetta steinbarn í fangið og sögðu: Spasiba, NJET.
Þegar Nei-ið hafði bergmálað um heimsbyggðina og menn voru farnir að hugsa um að varpa öndinni léttar ..... þá kom þetta goðsagnakennda samt sem áður frá landstjóranum. Hann hélt áfram að tala og kjaftaði af sér eins og þeirra er von og vísa. Þegar áhangendur miðstýringar, sósíalisma, flokksstýringar, opinberrar forsjár- og forræðishyggju opna munninn og hefja lesturinn .... ja, þá er eins gott að vera vel byrgur af snakki, eins og þeir, og búa sig undir langt og heitt sumar.
Orðaflaumurinn sem streymir upp úr Íslandsstjóranum þegar hann nær að króa af hljóðnema er slíkur að slökkva verður á Búrfellsvirkjun til þess að stöðva hann. Við erum að tala um heilt Skeiðarárhlaup af sósíalistaþvættingi sem upp vellur. Já, og hvað sagði hann annars? Óskiljanlegt! Fyrst var sagt að kínverska Trójuhestinum yrði meinað landtöku í goðorði allherjargoðans í fjármálaráðuneytinu. Þar var vísað í landslög. Svo brast flaumurinn á: Ekki yrði þolað að einkaaðilar (jú, hann var kommissar í systurflokki VG í Kína) færu að kaupa upp heilagt íslenskt land.
Þá spratt upp hin Íslenska Madam Mao og tilkynnti að öll einstaklingsbundin réttindi, hverju nafni sem nefndust, skyldu afnumin og krækiber, heitt og kalt vatn, laxinn í gljúfrinu, sandur og möl skyldu lögð undir hið félagslega réttlæti sem nú ríkti á Íslandi. Látum lýsingunni hér lokið þið eruð öll læs og upplýst og þurfið enga aðstoð við að setja saman dæmisögur um þessa tröllslegu heimsku og ofstæki.
Það sem bíður eru drög að frumvarpi til breytinga á Jarða- og Ábúðarlögum þar sem öll eignarréttarviðmið skulu færð aftur til einokunarstaðals eins og hann var kynntur íslendingum af dönsku krúnunni 1602. Búið er að vera að sullast með þessi drög að svartnætti sl. 2 ár og félagi Bjarnason ætlar að hlýða kalli hinnar íslensku Madam Maó og þjóðnýta það sem ekki féll til sósíalistaríkisins með Þjóflendulögunum. Svona áður en hann er útlægur ger úr landstjórninni, væntanlega fyrir brot gegn hinum pólitíska réttrúnaði sem eru hin nýju trúarbrögð á landinu bláa.
Studdur söngflokki Stjórnlagaráðsins ætlar þessi réttláti söfnuður að afhenda réttmætum eigendum landið og ævistarf fólks semi framleiðir 125 þúsund tonn af mjólkurvörum á ári ásamt c.a. 10.000 tonnum af lambakjöti og nokkur þúsund tonn af eggjum; hænsna- og svínakjöti og öðrum matvælum af því að viðkomandi eigendur mega ekki eiga vatn -heitt eða kalt, lax, möl eða eitthvað annað sem krossfarar félagslegs réttlætis hyggjast sölsa undir ofstæki sitt eftir pólitískum hentugleikum.
Forystumenn bændasamtakanna og margra annarra hagsmunasamtaka í íslenskum landbúnaði virðast þessari eyðingarstefnu sammála. Það er vegna þess að þeir vilja aftur komast í aðstöðu til þess að ákveða hverjum á að afhenda eignir nágranna fyrir hrakvirði.
Nágrannarnir geta þá kannski fengið sig metna til einhverskonar félagslegrar örorku sem er hið tilvísaða úrræði hennar hátignar Madam Maó og skoðanasystkina hennar í íslenskum kommúnistasellum. Þau njóta gallanna á eina nothæfa stjórnarfyrirkomulagi samtímans; lýðræðinu.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér Guðmundur, þetta er mjög ágæt hjá þér.
Vandin er bara sá að það virðist vera nokkuð sama hvað sagt er á Íslandi í dag, það virkar ekki nema það gefi Madam Mao tækifæri til að höggva af hausa.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2011 kl. 07:10