Samsetning og staða þjóðarskulda Írlands: Spegill fyrir frjálsa Evrópu.

Hér á eftir fylgja nokkrir punktar um stöðu þjóðarskulda íra og breytingar á þeim frá 2007. Þar á eftir er spurt hvort þeir eigi séns. Svarið gildir fyrir restina af Evrópu.
  • Skuldir fyrir hrunið (mælt 2007): Skuldir írska ríkisins 37.6 milljarðar evra – meðal lægstu ríkisskulda þjóðríkja í Evrópu, 19,5% af VLF.
  • Skuldir vegna halla á ríkissjóði Írlands, 94.9 milljarðar evra, til orðnar á árunum eftir 2008 vegna rýrnandi tekna ríkissjóðs af skattstofnum eins og tekjuskatti, fasteignagjöldum og virðisaukaskatti. Þessi aukning er reikningurinn fyrir kreppuna. 49.2% af VLF á tímabilinu.
  • Skuldir sem írska ríkið situr uppi með vegna falls írsku bankanna: 60.5 milljarðar evra. Írska ríkið tók bakslagið af bönkunum. Þessi hluti er 31.4% af VLF á árinu 2010. Þessi staða leiddi til met halla á rekstri írska ríkisins á árinu 2010 eða 32%.
  • Heildarskuldir Írlands 2011: 109 milljarðar evra, 105% af VLF
  • Skuldatryggingarálag írskra ríkisskuldabréfa: Janúar 2008: 4.2%.  Janúar 2011: 10.5%

Staða Írlands og Íslands er keimlík og tilurð hennar nokkurn vegin sú sama. Báðar þjóðirnar "duttu í það" með upptöku sameiginlegs gjaldmiðils (írar) og með innleiðingu ákvæða  EES samningsins um frjálst flæði fjármagns 2001 (Ísland). Allt fylltist af ódýru lánsfé sem endaði á að keyra allt í þrot þegar spilaborgin féll. Íslendingar felldu gjaldmiðil sinn um 100% og gátu haldið viðunandi atvinnustigi en Írar læstust inni í hanastélsveislunni sem með hverjum deginum lítur meir og meir út eins og samantekin svikráð við þjóðfrelsi gömlu Evrópu. Pólitíkusar voru snöggir að yfir- gefa klappliðið og söðla um. Þeir hafa sagt: Þetta er allt einkaframtakinu og frjálshyggjunni að kenna. Fimmeyringar.

Spurning: Eiga írar og allar aðrar þjóðir sem sitja eftir í brunarústum Brussel-hótelsins einhvern möguleika á að komast út?

Drög að svari er margþætt skv. þeim heimildum sem ritari hefur skoðað:

1. Yfirgefa evruna og endurvekja eigin gjaldmiðil (skammtíma lausn, en hluti þess sem gera þarf STRAX) Ná upp atvinnuþátttöku og auka framleiðslu og eftirspurn innan eigin hagkerfa.Þannig skapast greiðslugeta.

2. Skoða samsetningu vinnuafls landanna og meta framleiðslugetu hagkerfanna m.v mannfjölda og gera áætlanir í samræmi við það.

3. Meta framleiðni hagkerfanna og möguleika þeirra til vaxtar; nýsköpun, tæknibyltingar, hagræðing með innleiðingu nýrra framleiðsluaðferða og tækni. Sjálfbær, umhvefisvæn tækni sem dregur t.d. úr þörf á skaðlegum orkugjöfum og bruðli með gjafir jarðar. Aðlaga löggjöf og afnema heftandi lög og reglugerðiir. Fletja út skattprósentur og innleiða álögur sem bera í sér efnahagslegan hvata til frumkvöðlastarfsemi.

4. Endurskoða löggjöf um innri samkeppni, starfsemi fjármálamarkaða, aðskilnað viðskiptabankastarfsemi frá áhættusækinni fjármálastarfsemi.

5. Meta heildarumfang skattstofna út frá mannfjölda og fyrirsjáanlegum breytingum á honum og samsetningu hans. (við erum að eldast og vinnandi fólki fækkar í þróuðum ríkjum) Allt mat á framtíðargreiðslugetu hagkerfa verður að taka mið af þessum þáttum.

Samantekt:

Því fyrr sem stjórnmálamenn, verkalýðsforystan og aðrir sem ábyrgð bera á framhaldinu átta sig á að engar töfralausnir munu koma frá Frankfurt, Beijing eða Brussel - og taka niður hanskana, þeim mun betri eru líkurnar á bata en hugsa þarf til lengri tíma með liði 3, 4 og 5. 

Það geisar styrjöld. Enginn hefur verið skotinn ennþá ... amk fáir, en herrar heimsins sem sitja í viðarklæddum skrifstofum fjármálamiðstöðvanna eru að brytja þjóðirnar í spað án þess að  meirihluti stjórnmálamanna átti sig eða þori að rísa upp. Þeir eru að hirða tekjur barna og barnabarna - ófæddra kynslóða eins og enginn sé morgundagurinn. 10% forvextir, afföll eða okurálag á ríkisskuldabréfum segja allt sem segja þarf. Vextirnir eru þar fyrir utan.

Verið er að leggja helsi varanlegrar fátæktar á hundruðir milljóna manna með svikum og okri. Forystumenn Evrópusambandsins ættu kannski að athuga með landspildur t.d. í S-Ameríku svo þeir hafi grænan blett að tylla sér á. Það ku vera fallegt og gott að búa á Kyrrahafsströnd Nicaragua.

Peningana sína geta þeir þvegið í Panama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband