29.2.2012 | 21:17
Uppgjörið
Það dregur til úrslitastundar. Hirðin í íslensku kansellí höllinni virðist ekki átta sig á því að mannfjöldinn ætlar ekki að sætta sig við fleiri hundsanir á dómum Hæstaréttar eða meiri sósíóökonomiskar predikanir frá föllnum prelátum og yfirstéttarsósíalistum.
Nú dregur að því að úrslit fáist í nokkur stór mál sem silfurskottustjórnin hefur ekki getað eða viljað leysa. Kannski vantar kjark. Byltingarforinginn Fraulein Hofmutig þarf á einhverskonar mannasiðanámskeið. Kæmi sér vel fyrir hana þegar Geir er kominn í Seðlabankann.
Hvað varðar úrlausn þeirra mála sem fjórir dómar Hæstaréttar taka til og hafa verið hunsaðir af aðilum sem telja sig eiga alls kostar við réttarríkið gildir eitt úrræði, úr því sem komið er:
Höfða þarf mál byggt á þeim forsendum sem dómurinn hefur þegar skorið úr um -en með lögformlegri áréttingu um fullnustu og viðurlög sem hingað til hefur vantað.
Gera þarf kröfu um aðfararhæfi þess dóms, svo hægt sé að framfylgja honum fyrir atbeina umboðsvalds, dugi ekki hefðbundnar áréttanir til. Það er svo sem fullreynt. Menn eiga að vita hvað það þýðir. Starfsmenn bankanna gætu fengið orlof í nokkra daga á meðan sviðið er sanerað.
170 þúsund íslendingar eða þar um bil bíða SKÝRRA yfirlýsinga um að þjófnaðarsögunni, eignaupptökunni og slagsíðunni sem er í íslenskum fjármálaviðskiptum sé lokið. Þetta mun ráða úrslitum komandi kosninga.
Heyr þá einhver?
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Kjartansson; jafnan !
Þakka þér; margfaldlega, fyrir þessa hvössu - en brýnu hugvekju.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, utanverðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 23:29
Eg segi það sama og Óskar Helgi.
Elle_, 29.2.2012 kl. 23:37
Sæll Guðmundur, hvaða kosningum? Ég get ekki séð kosningar framundan. Hvergi! Þegar síður uppúr hér í alvöru verða ekki kosningar, skaltu vita. Annars verður góð spretta í sumar og karteflur teknar upp áður en þær verða settar niður.
Eyjólfur Jónsson, 1.3.2012 kl. 19:57