Áróður og ávísun á fátækt.

Þessi frétt í Mbl. í dag - um að þeim sem eru andvígir stóriðju fjölgi - ætti að vera blómálfunum í íslenskri pólitík einstök hvatning til að halda nú áróðrinum áfram, berjast gegn framförum og hagvexti og um leið velferð og batnandi lífskjörum samborgara sinna. Gott hjá þeim í ljósi gjaldeyrishaftanna og þeirrar staðreyndar að lífeyrissjóðirnir, sem fréttin fjallar að öðru leyti um, hafa ekki í mörg hús að venda með fé þessa sama fólks.

Svo verða þeir auðvitað að efna til námskeiða í kútmagaverkun, roðskógerð, strokkun og öðrum þjóðlegum dyggðum. Á einhverju verða menn að lifa í framtíðinni.

Ekki verður það af hagvexti eða framförum í atvinnulífi, fjármálum eða öðru sem hingað til hefur skilað okkur velferð.

Hagspekingar þessara kreddusöfnuða kveðjast, aðspurðir ætla að bæta hag hinna verst settu með því að gera upptækar eignir og tekjur þeirra sem meira eiga og geta. Beint úr kommúnistaávarpinu.

Jörðin er flöt..... að því er best verður séð.


mbl.is Fleiri andvígir fjárfestingu í stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Var talað um stóriðju með ríkisábyrgð í verkum John Adams?

Hvað sagði John Adams um stóryðju með ríkisábyrgð og ódýrri orku og hvað sagði Stalín eða Walther Ulbricht um stóriðju?

Stefán Júlíusson, 25.4.2012 kl. 17:36

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband