Má bjóða yður íbúð, gefins ?

Áratugum saman hefur tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum haldist uppi þessi ómerkilega loforðaþvæla korteri í kosningar. 

"Má bjóða yður íbúð gefins og steik í hádeginu, frian skóla og mat handa krökkunum. Hundrað þúsund kall inn á bankareikning og skemmtiatriði allan sólarhringinn?"

Á þessum takmarkaða vettvangi gefst ekki tími né rúm til að roðfletta alla þessa lukkuriddara. Frægasta dæmið er auðvitað kosningavíxill framsóknar fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þar var lofað 90% lánum til íbúðarkaupa. Afleiðingin var 25% hækkun fasteignaverðs á landinu á nokkrum vikum, hugsanlega meira í Reykjavík. 

Enginn fekk þessi lán. Þegar menn hugðust setjast að þessu veisluborði, reyndist um hreint gabb að ræða vegna þess að alveg hafði gleymst að segja frá því að ekki var verið að lofa 90% láni af kaupverði, heldur 90% af brunabótamati. Sem er allt annað fyrirbæri. En skaðinn var skeður og íslenski fasteignamarkaðurinn sprakk í loft upp. Ránið sem á eftir fylgdi er eitt hið stórbrotnasta í íslenskri viðskiptasögu. Er þó af milku að taka. 

Söguleg eftirspurn eftir nýbyggðu húsnæði á Stór Reykjavíkursvæðinu er u.þ.b. 1.000 íbúðir á ári. Það er eðlileg tala vegna þess að hún svarar nokkurn veginn mannfjöldaukningunni og sé miðað við að 3- 4 manneskjur flytji inn í hverja nýbyggða íbúð.

Seinustu árin fyrir Íslandsbrunann var þessi fjöldi nýrra íbúða u.þ.b. þreföld mannfjöldaukningin ár hvert. Enginn hafði áhyggjur af þessu enda var ástandið þannig að menn sáu það fyrir sér að þenslan á byggingamarkaðinum héldi áfram í það óendanlega og sögðu, aðspurðir að ef þeir yrðu uppiskroppa með íslendinga væri nú ekki mikið mál að flytja inn skuldaþræla frá öðrum löndum. Sem og var gert, en sömu aðilar gleyma því að frjálsir menn kjósa með veskinu og fótunum. 

Mörg þúsund milljarðar töpuðust á þessum glæfraskap og hvert einasta heimili í landinu situr uppi með milljóna eða tugmilljóna reikning fyrir þessa framtakssemi sem bankarnir fjármögnuðu sælir og glaðir, m.a. með peningum sem þeir fengu gefins frá háborg hinnar félagslegu forsjár; Íbúðalánasjóði. Vísa í fyrri skrif mín um þau viðskipti.

En það er eitt athyglisvert sem fáir muna í þessu sambandi, en það er þessi umbreyting sem varð á markaðsumhverfinu og skilvrikni markaðarins á þessum glöðu árum að sjálf höfuðborg fjármálalegarar skynsemi og ráðdeildar, bankarnir skyldu verða til þess að opna markaðinn fyrir hópum fólks sem almennt eru ekki þátttakendur í fasteignaviðskptum. Þarna er átt við mjög ungt fólk eða tekjulágt sem almennt hefur ekki langtíma greiðslugetu til þess að efna langa og dýra fjármálagerninga eins og útgáfa veðskiuldabréfa til húsnæðiskaupa almennt innifelur.

Aðstæðurnar sem hér er lýst hafa ótrúlega lítið breyst. Íbúðalánasjóður er reyndar í algerri tilvistarkreppu og bankarnir fara sér hægt í lánum til íbúðakaupa, sem er vel, þótt fyrr hefði verið. Þeir rústuðu fasteignamarkaðnum á sínum tíma og rökuðu saman hundruðum milljarða í verbólguskatt (já, ég er að tala um verðtrygginguna) þar sem eignir upp á slíkar fjárhæðir voru færðar frá þinglýstum eigendum á meðan þeir sváfu svefni hinna réttlátu.

Í stað glæfra eins og þeirra sem að ofan er lýst er risinn upp hópur manna sem vill freista gæfunnar enn á ný. Þeir hafa ekkert lært. Fylgið sem þeir fá á opinberum vettvangi sýnir að fylgjendur þeirrra hafa ekkert lært heldur. Þeir verða þá réttilega rúnir sauðir að boðuðum veisluhöldum yfirstöðnum.

Það er með algerum ólíkindum að stór hluti landsmanna skuli vera svo illa á sig kominn, þekkingarlega á þessum atburðum - að þeir skuli ætla að gleypa hrátt skrumið sem flýtur frá höfuðvígi ríkisforsjár og ríkisafskipta á íslandi - í formi loforða um örlætisgjafir.

Það er sami söngurinn hjá þeim öllum: Allt kostar ekkert. Bara kjósa rétt og gleyma morgundeginum.  Samfylkingin og Vinstri Græn eru eins og fyrr og eins og fyrirrennarar þeirra, uppfull af loforðum sem - ef efnd- verða tekin út af bankareikningum barna þeirra sem ætla að kjósa yfir sig þessi skemmtanahöld.

Nýju flokkarnir sem eru bjartsýnir og vongóðir hafa skautað framhjá öllum erfiðustu spurningunum. Enginn spyr þá um hvers konar þjóðskipulag þeir aðhyllist. Ekkert er rætt við þá um skattamál eða efnahagspólitík.

Þeir sleppa með að klæða sig í skræpótt föt og stofna flokka með nöfn eins og "Nýi Bjartsýni Góðviðrisflokkurinn" sem hefur eitt slagorð: "Hæ krakkar! Það er gott veður!"

Fyrr en seinna dettur botninn úr öllum þessum hipsterum og hláturpokum og þeir setjast niður með hinum og naga steiktar kótilettur.

Kannski með skræpótt bindi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

whisky á línuna ,Jói splæsir í kvöld.

Hörður Halldórsson, 26.5.2014 kl. 22:52

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband