Hagstjórn og vaxtamunarviðskipti

Það eru röskir og hugmyndaríkir menn sem banka í vegginn á Svörtuloftum. Þeir eru að krefjast aukins frelsis í viðskiptum með gjaldeyri og flóknar fjármálaafurðir nú í góðærinu.

40% bindiskylda á innfluttan gjaldeyri á núll prósent vöxtum er nauðvörn gegn endutekinni kollsteypu frá 2008.

SÍ sat uppi með kröfur erlendra kröfueigenda upp á 1500 milljarða eða meira vegna jöklabréfanna og vaxtarmunaveislunnar sem lauk með þjóðargjaldþroti í október 2008.

Veitum mönnum frelsi til að versla eins og þeir vilja, en að þessu sinni er nauðsynlegt að gera varúðarráðstafanir. Þar eru efst á baugi gjaldmiðlaskipti eða aðrar varanlegar ráðstafanir sem verja þjóðarbúið gegn áföllum sem verða rakin til spilavítismennsku með pappír og peninga.

Skilyrðin fyrir þessum raðstöfunum kunna að vera fyrir hendi - í bili.

Kröfur um að bankinn láti laust sýna að margir virkir aðilar á fjármálamarkaði hafa ekkert lært - eða hitt sem er verra - er slétt sama um afleiðingarnar eins og þær birtust okkur í október 2008.

En kannski er einfaldasta svarið það að enginn hafi lært neitt af ósköpunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband