7.6.2018 | 09:17
Hagstjórn og vaxtamunarviðskipti
Það eru röskir og hugmyndaríkir menn sem banka í vegginn á Svörtuloftum. Þeir eru að krefjast aukins frelsis í viðskiptum með gjaldeyri og flóknar fjármálaafurðir nú í góðærinu.
40% bindiskylda á innfluttan gjaldeyri á núll prósent vöxtum er nauðvörn gegn endutekinni kollsteypu frá 2008.
SÍ sat uppi með kröfur erlendra kröfueigenda upp á 1500 milljarða eða meira vegna jöklabréfanna og vaxtarmunaveislunnar sem lauk með þjóðargjaldþroti í október 2008.
Veitum mönnum frelsi til að versla eins og þeir vilja, en að þessu sinni er nauðsynlegt að gera varúðarráðstafanir. Þar eru efst á baugi gjaldmiðlaskipti eða aðrar varanlegar ráðstafanir sem verja þjóðarbúið gegn áföllum sem verða rakin til spilavítismennsku með pappír og peninga.
Skilyrðin fyrir þessum raðstöfunum kunna að vera fyrir hendi - í bili.
Kröfur um að bankinn láti laust sýna að margir virkir aðilar á fjármálamarkaði hafa ekkert lært - eða hitt sem er verra - er slétt sama um afleiðingarnar eins og þær birtust okkur í október 2008.
En kannski er einfaldasta svarið það að enginn hafi lært neitt af ósköpunum.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar