Hliðstæður við 1929 - 1934

Leiða má rök að því að efnahagskreppan sem nú er skollin á eigi sér hliðstæðu við það sem gerðist víða um heim í framhaldi af verðbréfahruninu í september 1929. Einn grundvallarmunur er þó á.

Hrunið á verðbréfamörkuðum og eftirfarandi efnahagskreppa á árunum 1929 - 1934 varð að keðjuverkandi heimsfaraldri vegna vankunnáttu, fyrirhyggjuleysis og undirferlis stjórnenda stærstu seðlabanka heimsins. 

Það sem gerðist var í sem stystu máli, að í stað þess að mæta áhlaupinu á banka og sparisjóði eftir verðbréfahrunið með nægu framboði af lausafé, stigu seðlabankarnir á bremsurnar og annars stöndugir bankar fóru á hausinn þúsundum saman. Dregið var úr peningamagni í umferð þegar hið gagnstæða hefði afstýrt miklu af þeim hörmungum sem á eftir fylgdu. Lausafjárkreppan sem úttekt sparifjár milljóna manna hafði í för með sér leiddi yfir allan heiminn efnahagshrun og félagslega upplausn og undir lokin heimsstyrjöld. 

Hliðstæða nútímans við þessa atburði sem lítt hefur verið bent á er að nú eru það lýðkjörnir stjórnmálamenn og löggjafarsamkundur sem standa á bremsunum. Sagan mun leiða í ljós hvort öll þau höft og helsi sem beitt hefur verið í viðureigninni við leðurblökuvírusinn standast grundvallarlög og alþjóðlega samninga um mannréttindi. Engin leiðandi umræða hefur farið fram um það við hvaða aðstæður er heimilt að víkja til hliðar ákvæðum stjórnlaga og eftir atvikum ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála frammi fyrir ögurástandi eins og nú hefur skapast. 

Allt er rólegt enn sem komið er en það mun ekki standa lengi eftir að hinar efnahagslegu afleiðingar hafta og innikróunar hundruða milljóna manna fara að bíta fyrir alvöru.

Ekkert ríki, enginn sjóður, engin auðlind hefur fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í nema í mjög stuttan tíma.

Ýmsir tala um mánuði eða misseri. Það stenst ekki.

Tíminn sem við höfum til að setja efnahagslífið af stað á nýjan leik hleypur á vikum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband