25.5.2020 | 23:30
Af sértækri lagasetningu
"Hlutverk Alþingis er að setja almenn lög".
Svo mælti Próf. Sigurður Líndal fyrir nokkrum árum. Fleiri fræðimenn á sviði lögfræðinnar hafa áreiðanlega sett fram svipaða lýsingu á því hvert hlutverk löggjafans er.
Eitt hið versta afkvæmi fyrirgreiðslumennsku og skyndimennsku í starfsemi þingsins og í stjórnmálum almennt er sértæk lagasetning sem gripið er til vegna "háværrar kröfu" um lagasetningu við ýmis tækifæri. Þessi afstæðishyggja og tækifærismennska birtist einnig á degi hverjum í kröfum um valkvæð vinnubrögð í starfsemi dómstóla.
Eitt slíkt tilvik kom upp nú síðla vetrar þegar á fjörurnar rak vírus sem ættaður er úr leðurblökum sem yfirstéttin í fjölmennasta ríki jarðar leggur sér til munns við hátíðleg tækifæri.
Viðbrögð alþingis voru kannski fyrirsjáanleg og etv afleiðingarnar líka. Sett voru lög sem fólu í sér fyrirheit um fjárhagslega aðstoð við fyrirtæki sem lentu í eða myndu fyrirsjáanlega lenda í rekstrarerfiðleikum vegna viðskiptahrunsins sem fylgdi veirunni.
Svo hófst söngurinn og pexið um framkvæmdina. Mikill hiti gaus upp í fjölmiðlum í garð fyrirtækja sem ekki voru talin eiga "siðferðilegan" rétt til að fá styrkinn skv. sérstakri skoðun álitsgjafa helstu fjölmiðlanna. Ástæðan er semsagt að fyrirtækin sem um ræðir voru vel stæð, áttu fyrningar.
Það virðist alveg hafa gleymst að gera ráð fyrir því að gildi laganna tæki jafnt til allra, óháð félagslegum aðstæðum eða matskenndum túlkunum á efnahagsstöðu manna eða lögaðila.
Væri ekki tilvalið að einhver málsmetandi aðili sem kom að þessu máli upplýsi almenning um þessa lagasetningu?
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar