Algert skúbb !

Ríkisútvarpið fer nú með himinskautum í viðleitninni til að auka traust og tiltrú á fréttaflutningi sínum.

Nýjasta dæmið er hvirfilbylurinn sem þeytt var af stað út af rafmagnsframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Eða skorti þar á. Tangarsóknin hófst með miklum lúðrablæstri þar sem hrópað var að framleiðslugeta virkjunarinnar væri á fallanda fæti. Fallin úr 330MW í um 270MW og lægi nú heilsufar stöðvarinnar beina leið niður á við. Forsvarsmaður stofnunarinnar staðfestir þetta og segir frá því að uppi séu áætlanir um að flytja meiri orku frá Hverahlíð. Það er framkvæmd sem kostar um 3 milljarða króna og mun leiða yfir oss alveg nýtt blaðurstríð í fjölmiðlum á komandi misserum. Ó vei !

 Þá er kallaður til ónafngreindur "stjórnarmaður" hjá Orkuveitunni sem segir þetta allt í steik og nú sé ekki annað að gera en að skrúfa fyrir alla krana og hætta við. Á síðari stigum og aðeins í eitt skipti kemur fram hver þessi stjórnarmaður er. Er það þá ekki nema sjálf Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi, vinstri græn og auðvitað alveg hlutlaus um þessi mál. Það sem vantaði í þessa fabúlu var að næst yrði að loka á Grundartanga og í Straumsvík og að gott væri að setja upp prjónastofu í Helguvík. 

Svo heldur þvælan áfram dag eftir dag þar til í dag, þriðjudaginn 11. júní að sagt er frá því í hádegisfréttum að þær upplýsingar hafi borist frá Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar að aldrei hafi verið gert ráð fyrir öðru en að bora "viðhaldsholur" á svæðinu. Jæja, þá vitum við það. Svo það var geymt til lokastigs að tala við þann aðila sem treysta mátti að gæti gefið einhver svör af viti. Að sjálfsögðu hlustar enginn á þessar upplýsingar, sem skipta þó öllu máli vegna þess að þær trompa alla þvæluna.

Ergo: Fréttagildið er núll. Pólitisk andstaða við iðnrekstur og atvinnu: 10 

Einu gildir hvort hér er um að kenna leti eða framtaksleysi starfsmanna stofnunarinnar eða vísvitandi slagsíðukenndum fréttaflutningi. Ríkisútvarpið ber ábyrgð á þessu flaustri og á meðan annað ekki liggur fyrir er freistandi að túlka þetta frétta "blitz" sem búið er að vera í gangi dögum saman þannig að það snúist um að hossa öfgafólki í náttúruvernd og hefja skipulega herferð gegn "stóriðjustefnu" og "gamaldags" vinklum á umhverfismál. 

Þetta eru allt frasar sem Katrín Jakobsdóttir og og ofstækisfólk í umhverfismálum (fyrirbæri sem kallar sig "Landvernd" og á stúkusæti á þessum fjósbita; Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri hafa stöðugt uppi við).

Allt á þetta lið greiða leið í útvarp ríkisins sem er kostað með beinni gjaldtöku á almenning og getur ekki flutt hlutlausar fréttir af neinu sem yfirmenn og fréttastjórar þess hafa pólitískar skoðanir á. Margt fellur nú undir það.

Það er svo sem ekki neitt nýtt en yfirlýsingar þeirra sem bera ábyrgð á öllum áróðrinum og hönnun atburða í íslensku þjóðlífi í gegn um fréttastofu ríkisútvarpsins - um meint öryggishlutverk stofnunarinnar -verða sífellt meira hjáróma.

En stærsta skyssan sem ríkisútvarpið gerir svona almennt séð er að álíta viðskiptamenn sína og vinnuveitendur algera bjána sem hægt sé að fóðra á hvaða trosi sem er.  Fyrir nú utan hið sérstaka yfirlæti sem heimspekilegir statistar þar hafa uppi gagnvart sömu aðilum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 44839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband