Reikninginn takk!

Mestu lagaþrætur samtímans snúast um peninga. Eðlilega. Nokkrir hraðmæltir sölumenn í þröngum jökkum og alltof stórum skóm fengu að veðsetja fjölskyldusilfrið. Það tapaðist. Engu munaði að þeir hefðu fengið að veðsetja húsið líka. Það vantaði bara herslumun að þeir næðu að vinna tapið upp.

Svo kom reikningurinn. Á einni nóttu fór ríkissjóður Íslands úr þeirri stöðu að vera skuldlaus í að skulda 14 þúsund milljarða króna. Tíu ára þjóðarframleiðslu. Mest af þessum stabba reis eins og klettur úr hafi vegna þess að við höfum talið það þjóðernis- og sjálfstæðisspursmál að nota eigin .... „sjálfstæðan“ gjaldmiðil. 

Þetta lítur ekki vel út. En er þó ekki alslæmt að sögn. „Kosturinn“ við að reka eigin gjaldmiðil og sjálfstæða peningamálastefnu er sá að hægt er að láta almenning greiða reikninginn fyrir kollsteypur. Orsakavaldurinn í því máli er íslenska krónan og fyrirstöðulaust fall hennar í bráðum eina öld. Aðeins 2000% fall og hún rúllar áfram öllum landsmönnum til gæfu og gleði. Svona verjum við sjálfstæðið og hagsældina. Og verjum okkur fyrir atvinnuleysi. Ekki gleyma því!

Reikningurinn fyrir afglöp í hagstjórn  er sendur almenningi í gegn um vísitölu neysluverðs eða önnur álíka tæki sem sett eru upp til þess að skattleggja grunlausan almenning vegna atburða sem að ofan greinir án þess að leitað sé lagaheimilda. Enda má ekki leggja skatta á nema með lögum frá alþingi. Við hrunið urðu til um 350 milljarðar í reiknivélum bankanna sem leggjast beint á allar fjárskuldbindingar landsmanna sem bundnar eru af þessu ránstæki sem fer í gang um leið og gengið fellur. Ríkið bætir svo í um leið og það gortar af því að svonefnd verðbólgumarkmið hafi náðst. Ríkið skapar sér tekjur með hækkunum á vörum sem vega þungt í verðlagsgrunninum. Benzíni og brennivíni. Það ræsir þessa sjálfvirku (eigna)upptökuvél. Einhverjir hafa mótmælt þessum aðförum en þeim er svarað með því að þeir hafi fengið lánaðan einn kaffipakka og ekki sé verið að biðja þá um annað en að skila honum aftur fullum.

Siðrof, þjóðargjaldþrot, gjaldþrota bankar, vísvitandi falsanir á verðlagi og verðlaus gjaldmiðill virka ekki sem lagarök gegn ásælninni sem ríkið og bankarnir ætla að beita hér eftir sem hingað til. Látið er eins og 6. Október 2008 hafi verið fremur venjulegur dagur í íslenskum fjármálaheimi og fjármálahefðum.  Handhafar ríkisvaldsins og sérstakir skjólstæðingar þeirra í bönkunum kannast ekkert við það að neitt óvenjulegt hafi gerst sem sé svo alvarlegt að það víki til hliðar öllum samningsforsendum í fjármálagerningum á þjóðarvísu.

Þetta er mál fyrir mannréttindadómstól Evrópu til að skera úr um. Íslensk stjórnvöld telja sig hafa efni á að voga einni flengingu þar til viðbótar við þær sem á undan eru gengnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð grein!

Sumarliði Einar Daðason, 21.4.2011 kl. 16:01

2 identicon

Því miður er þetta raunsönn lýsing á atburðarásinni í og eftir hrun. Það má líkja þessu við að þú standir og haldir á verkfærakassanum fyrir innbrotsþjófinn á meðan hann brýst inn hjá þér og hreinsar út.

Sá "sérstaki" er svo sérstakur að það er ekki neitt sérstakt að gerast við að handsama innbrotsþjófinn.

Góður pistill.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 11:15

3 identicon

Hvernig fær hámenntaður maður eins og þú það út að skuldir ríkissjóðs hafi farið frá 0 í 14.000 milljarða á einni nóttu í hruninu. Það væri gaman að fá grófa sundurliðun á þessari tölu.

Björn (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 11:22

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Hægt er að sjá yfirlit um heildarskuldir þjóðarbúsins á mörgum stöðum á vefnum, þ.á.m. á vefjum Seðlabankans og Hagstofunnar. Búið er að afskrifa meira en helming þessara skulda. Sótt verður að ríkissjóði með allan þennan sóðaskap hér eftir sem hingað til. Þess vegna geri ég ekki mikinn greinarmun á skuldum ríkissjóðs og s.n. skuldum "þjóðabúsins" Nóg er búið að karpa um það hver mörkin milli lagasjónarmiða einkaréttarins og hins opinbera liggja.

Sérstakur saksóknari og hans ágæta starfsfólk hefur unnið mikilvægt brautryðjendastarf í samfélagi sem er samansúrrað af frændhygli og klíkuskap. Hænurnar á efsta prikinu hafa verið ósnertanlegar árum saman.

En, það eru tvo aðgreind mál hvað gerðist innan lands og utan á árunum 2003 - 2008. Fara þarf í lagabókstafinn og setja fram  með skýrum hætti að það sé enginn munur á bankaráni sem framið er af manni fyrir framan borðið með sokk á hausnum og þeim sem hefur komist yfir lykil og setur peningana í sína tösku sitjandi í stóli sínum innan borðs og kallar það "lán". Segjum bara eins og enskumælandi ( í þýðingu ) "Ef það gargar og kjagar eins og önd, þá er það önd".

Guðmundur Kjartansson, 22.4.2011 kl. 12:17

5 identicon

Góð grein :)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 17:08

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Guðmundur. Mjög góð grein.

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2011 kl. 18:37

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband