23.5.2011 | 08:50
Sameinuð Evrópa: Til hvers? (seinni grein af tveimur)
Evrópusambandið var stofnað sem enn ein tilraunin til þess að afstýra meiri blóðsúthellingum vegna innansveitarkryts milli ættbálkanna sem búa á stærstu býlunum í Evrópuhreppnum; germönum og göllum. Kunnugleg sú saga. Júlíus Caesar hafði farið nokkrar könnunarferðir norður yfir Rín með rómverska herflokka og ofboðið menningin. Það var nokkrum árum eftir að Krossfestinguna. Hann sagði þessa skrælingja úða í sig kjöti af búfé, steiktu upp úr smjörfeiti og að þeir skoluðu þessu niður með ógeðslegum miði sem þeir létu súrna í pækli af brenndu byggi. Bygg var skepnufóður í augum þessa rómverska hersnillings og keisara. Hinum rómversku legíónum bauð við þrárri fitulyktinni sem lagði undan norðangolunni af hinum germönsku skrælingjum. En fleira kom til.
Með Rómarsáttmálanum frá 1957 er grunnurinn lagður að ríkjasambandi sem átti að byggja á friði og samvinnu sögulegra fjenda. Vandinn var, er og verður hvernig á að gera Þýskaland að evrópsku ríki. Frekar en að gera Evrópu að Þýsku ríki. Það er nú vandinn og hefur lítið breyst.
Vandinn sem nú blasir við snýst um ólíkar þjóðir. Suður evrópumenn vilja sitt siesta og rauðvín í hádeginu, en Þýskumælandi menn, allar 130 milljónirnar fara á fætur klukkan fimm og vinna látlaust allan daginn. Þýskaland flutti út vörur fyrir 1.000 milljarða bandaríkjadala á árinu 2009. Kínverjar með sínar 1200 milljónir manna rétt höfðu það fram úr. Þjóðverjar eru yfir sig hneykslaðir yfir öllum þessum aumingjaskap og nágrönnum þeirra í suðri finnst þessi nirfill í austurbæ Evrópuhreppsins ekkert of góður til að borga reikningana fyrir sig. Þjóðverjar vilja ekki taka á sig það forystuhlutverk sem sagan virðist ætla þeim í sameinaðri Evrópu. Þeir spegla sig í eigin sögu og segja: Nein, danke!
Þeir sem hafa í flimtingum ástandið sem nú hefur skapast með Evruna ættu aðeins að hugsa sinn gang. Það sem við blasir með falli Evrópusambandsins, sem þeir virðast óska sér, er óhugnanlegt bergmál frá liðnum tíma og getur haft heimssögulegar afleiðingar. Menn ættu að minnast þess að flestar þjóðirnar á meginlandinu eru þungvopnaðar og ef uppúr sýður verður það síst minna sjónarspil og óhugnaður en oft við svipaðar aðstæður á liðnum öldum. Það væri afar óskynsamlegt að halda því fram að slíkt gæti ekki gerst. Peace in our time sagði Chamberlain eftir fundinn með Herr Hitler sumarið ´39. Það var um svipað leyti og verið var að strekkja beltin á skriðdrekunum sem óku svo yfir pólsku landamærin.
Þetta er sagan sem íslendingar þurfa að þekkja þegar þeir spyrja sig hvort þeir eigi erindi inn í Evrópusambandið. Sjónarmiðin snerta peningamál, hermál, menningarmál, verslun og viðskipti og aðgang að stærsta nálæga markaði fyrir allt sem við framleiðum. Breski sjóherinn var aðeins nokkrum dögum á undan þeim þýska þegar hann gekk hér á land í maí 1940. Þeir sem halda að við getum dregið upp segl og siglt í burtu frá vandamálum nágrannaþjóða okkar ættu að athuga sinn gang. Við munum finna fyrir þeim með áþreifanlegum hætti á komandi mánuðum og misserum.
Það er sérstaklega athugunarvert mál fyrir þá íslendinga sem bera ábyrgð á því að leggja niður verslun okkar og viðskipti við Bandaríkin og Kanada. Allt í nafni pólitísks rétttrúnaðar sem teygir anga sína inn í verslunarmenningu okkar.
Pexið um Evrópusambandið ber á sér einkenni trúarhita og ofstækis. Íslendingar lokuðu vesturglugganum og sitja nú uppi með afleiðingarnar.
Enn er þó von: Kanada er með fríverslunarsamning við EFTA ríkin. Hann tók gildi 1. Janúar 2009, en hér virðist enginn vita neitt um það mál.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Ef þú trúir sjálfum þessum þvættingi í þér þá áttu verulega bágt. ESB var upprunalega stofnað sem hagsmunabandalag ríkra manna sem áttu sameiginlega fjárhagslega hagsmuna að gæta. Það var ekki stofnað fyrir almenning og öll hugmyndafræði sem tengist "friði" og öðru er skraut sem var sett á kökuna löngu eftir að það var búið að baka hana.
Evrópubandalagið er úrelt hugmynd í dag, hugmyndin um "Evrópu" og "Evrópumanninn" eru bara angar af nýlenduhyggjunni og kynþáttahatrinu. Þetta er einn heimur og öll hvítra manna bandalög eða bandalög mynduð utan um sérhagsmuni Vesturlanda verða rekin út í ystu myrkur þegar Nýja Heimsskipulagið rennur upp, og það gerist bráðum, Guði sé lof!
K (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 13:29
Og varðandi Þjóðverja og ESB þá dreymdi Hitler um EINA Evrópu sem væri stjórnað frá Þýskalandi, og nákvæmlega það hefur gerst. Hitler var gerfi sócíalisti "þjóðernissócíalisti" sem var í raun öfgakapítalisti og færði allar eigur "óæskilegra" þegna yfir á stórfyrirtæki sem honum voru þóknanleg, og starfa flest enn í dag, en hann komst til valda út af fjárstyrkjum frá aðilum eins og General Motors, Ford og fleiri billjónerum út í Ameríku. Sama hugmyndafræði stírir Evrópubandalaginu, mínus "þjóðernis" vinkillinn, sem var hvort sem er bara skraut til að höfða til egó fjöldans sem fílar að upphefja sjálfan sig. Í dag eru önnur meðul notuð til að kitla egó andlega vanþroskaðs fjöldans. En sá dagur nálgast að allt slíkt verður tekið frá fólkinu og það verður að finna sér raunverulega sjálfsvirðingu byggða á öðru en lofti í staðinn.
K (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 13:33
K - Ef einhver á bágt, þá ert það þú sjálfur og þú átt reglulega mikið af því.
Maðurinn hittir algjörlega naglan á höfuðið, en hverjir eru svo skúrkarnir í sögunni og hverjir eru góðu karlarnir eru bara ævintýrasögur, sem menn eins og þú K lifir á og telur rétt. Og hvað varðar hvítra mann bullið K, þá erum við í tveim ólíkum hópum. Einn hópur hvítra, vill losa sig við hinn hópinn og senda hann heim til Afríka, þar sem hann getur skriðið tilbaka undir þann stein sem hann skreið fram úr, svo að hinn hópurinn geti haldið áfram að byggja einhverja framtíð án þrælahalds til að gera auðugum kleift að liggja í leti og láta fátæka sjá um framleiðsluna.
Á tímum milli stríðsáranna, gengu þjóðverjar um og reyndu að finna blóraböggla fyrir öllu niðurrifinu sem var í þýskalandi á þessum tíma. Þeir fundu sína blóraböggla í peningafólkinu, á sama hátt og Íslendingar almennt í dag. Einnig fundu þeir að láglaunafólk, og ómagar samfélagsins voru ekki venjulegt fólk, og kenndu þessum um allt sem miður var í samfélaginu. Eitthvað sem Ísland er að herma eftir í dag, og þykist vera menn með mönnum ... það er ekkert ánægjulegt að sjá menn gera sömu mistök, og þeir hafa í áratugi skammast yfir þjóðverja fyrir. Og hvað varðar þessa endalausu aðdáun á Hitler, þá var þetta snaggaralegur ræfill, sem laug sig inn á Hindenburg, og sveik Þýsku þjóðina í hendur óvinum sínum. Ef þessi auvirðulegi ræfill hefði aldrei komist til valda, hefðu hershöfðingjar Hindenburgs hrint áætlunum hans og Bizmarks í verk, og Þýskaland væri miðpunkturinn. Þessi littli svikari, sem olli því að gera ekkert úr sigrum þjóðverja, og senda herinn út í berann dauðan, ásamt að loka fyrir alla þróun og nýungar sem hefðu gert reginmun fyrir þýskaland, fyrir utan allt annað sem hann klíndi á þjóðina. Er hetja manna eins og þín, enn svikari í augum annarra ... hafðu það hugfast, að án hans og þeirra svika sem þessi maður framkvæmdi, værir þú ekki herra K, þú værir ekki einu sinni IP-tala.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:06
K: Þeir sem neita að læra af mistökum sögunnar eru dæmdir til að endurtaka hana.
Tvær styrjaldir og aðrar 150 minni styrjaldir á 20. öldinni sýna að eitthvað vantar nú á friðsemdina og náungakærleikann. Burtséð frá öllum friðsemdarkenningum og hreyfingum. Nærri 100 milljónir manna voru drepnar á 20. öldinni í nafni heimspekikenninga sem áttu að bjarga manninum og heiminum. Þar af c.a. 40 milljónir í Sovétinu. Það var réttlætt með tilvísun í að það gætu verið nauðsynleg óþægindi að nokkrir yrðu að víkja svo draumaland Marx og Hegels kæmist á laggirnar.
Skrifaðu undir nafni, takk.
Guðmundur Kjartansson, 23.5.2011 kl. 18:42