29.6.2011 | 00:27
Bjánaskapur eða bíræfni?
Óháð öllum þeim skoðunum sem nú eru uppi um hugsanlega aðild Íslands að ESB -hljóta tímasetningin og allt tilstandið í kring um aðildarviðræðurnar að virka hálf einkennilegar.... jafnvel hringlandi vitlausar.
Forystumenn Íslands á alþjóðavettvangi haga sér eins og þeir hafi dottið niður úr skýjunum í gær. Eða jafnvel bara í morgun. Vita þeir ekki að öll suður Evrópa er á kúpunni og vita þeir ekki að hún heldur að Þýskaland ætli að borga reikningana fyrir sig? Vita þeir ekki heldur að Þýskaland mun ekki greiða fyrir aumingjaskapinn í stjórnmálamönnum nágranna sinna? Ef Frau Merkel er jafnvel að velta því fyrir sér að bjóða landsmönnum sínum að greiða fyrir alla spillinguna, ístöðuleysið og kjarkleysið í öðrum evrópskum stjórnmálamönnum, þá ætti hún að fara að skoða ferilsskrána sína og jafnvel senda hana á eins og eina eða tvær vinnumiðlanir. Það væri ráð í tíma tekið að gera það strax vegna þess að milljónir þjóðverja ganga um götur landsins atvinnulausir. Það gæti tekið hana smá tíma að fá vinnu.
Frakkland er enn verr statt og mun ekki komast hjá því að laga til í sínu ranni. Þeir sem efast um þá fullyrðingu ættu að kynna sér frönsk velferðarmál og vinnulöggjöf.
Já og á meðan ég man .... Evrópa er í stríði við geðveikan böðul á norðurströnd Afríku. Hann sefur í tjaldi. Það mál er nokkru lævi blandið. Evrópa er uppiskroppa með tjöru og fiður. Hvað á að gera? Þeir ætla að semja frið við hann og gefa honum hálft ríkið strax. Restina síðar. Ef hann er stilltur.
Jú, lausnin er í augsýn. Ísland, þetta Casino Du Nord ætlar að skerast í leikinn. OG svona af því að þjóðin er nýbúin að þerra tárin eftir 200 ára afmælisdægur síns mætasta sonar ...... hvað ætli honum hefði fundist um að deila fullveldi Íslands með þjóðum sem kúguðu og rændu hálfan heiminn á þeim tíma sem hann vildi senda dönsku krúnunni reikning vegna þess sem hún hafði tekið hér ófrjálsri hendi?
Þetta með fullveldið er svo agaleg samlíking að maður verður eiginlega að biðja formælendur að taka sér eitthvað minna ógleðisvaldandi í munn.
Getur ekki einhver sagt þeim að nýtt afl hefur tekið völdin í Evrópu eins og annarsstaðar. Það er afl efnahagsböðlanna. Þessara manna sem éta krít og ganga stimamjúkir um sali alþjóðlegra lýðræðisstofnana. Í töskum sínum varðveita þeir fullveldi hálfs heimsins. Og enginn veit hverjir þeir eru.
Kannski Aþena og Sparta sameinist að þessu sinni og veiti þessum sameignlega óvíni verðuga ráðningu. Aðrir sýnast þess ekki megnugir eins og komið er.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott innlegg. Þetta er pólitist brjálæði og eiginhagsmunastefna Össurs og fylgikonu.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 08:25
Gott inlegg ... en ég vil bæta við.
Déskotans er mér sama um, hvernig þjóðverjar og frakkar hafa það. Þetta er ekki styrjöld við þrjót á strönd norður-afríku. Heldur er þetta stríð við Bandaríkin. Stríð sem hófst, þegar ómálga óvitinn hann GWB, hóf stríð og eyddi í hann 3 trilljónum bandaríkjadala (og það er konservatívar tölur). French Fries, skal heita Freedom Fries, sagði hann ... og þá bætti hann við "Freedom, eins og í Freedom from France".
Það er þetta stríð sem á sér stað, og báðir aðilar eru að berjast um "hylli" Kínverja í málinu.
Ég geri ráð fyrir því, sterklega, að kerlingaveldið í Þýskalandi vari ekki lengi. Og að frakkar, taki sjálfan sig taki líka. Þessar tvær þjóðir standa saman nú ... og svo við hverfum að Íslandi. Ísland hefur sagt við Evrópu, "Við borgum ekkert, og gefum skít í að kaninn setti ykkur á hausinn". Með þetta í farteskinu, ætla menn að gerast aðilar að Evrópubandalaginu?
Ég er mállaus ... Ísland er búið að segja, "Við stöndum ekki við skuldbyndingar okkar, hvað sem þið segið". Og halda að þeir geti bara gengið í Evrópubandalagið án þess að því fylgi kvillar í kjölfarið? Alveg er ég bit ... hreint mállaus. Ég gæti vel trúað Íslendingum til að ganga í Evrópubandalagið, til og með. Og ef þeir gera það, þá gæti ég vel trúað að menn fyrirgæfu Íslendingum ... af því þeir teldu Íslendinga bara almennt vera vangefna, eða svolítið ding-i-ling, að minsta kosti.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 11:34
Sæll Guðmundur, þetta er sannleikur allt saman og verst er það að Össur sér þetta ekki, en hann er auka atriði þar sem ég set hann inn á Klepp þegar hann þorir heim aftur.
Eyjólfur Jónsson, 9.7.2011 kl. 15:40
Hættan sem við stöndum frammi fyrir er sú að aðildin verði afgreidd án aðkomu kosningabærra manna og kvenna í landinu. Þannig var EES stjórnarskráin innleidd. Fæstar þjóðirnar fengu tækifæri til þess að segja álit sitt á henni. Þær þrjár eða fjórar sem kusu sögðu "Nei", en það hafði ekkert að segja. Frakkar, Írar, Hollendingar og aðrar þjóðir hafa þar með misst sjálft lykilinntak lýðræðisins sem er kosningarétturinn.
Búið er að gera Grikkland að skattlandi bankabarónanna sem stjórna sósíalistahyskinu í Brussel. Portúgal, Spánn, Írland og Ítalía eru næst.
Gleymið þvi ekki að ríkisstjórnin sem nú "situr" komst til valda í uppreisn og framhjá gildandi reglum réttarríkisins um stjórnarskipti. Flestir meðlimir hennar eru gamlir (og nýir) orthodox kommúnistar. Sagan sannar að þeir eru til alls vísir. Sérstaklega sá hópur sem aldrei á ævi sinni hefur unnið ærlegt handtak. Sá hópur er ansi fyrirferðarmikill í okkar stjórnmálalífi.
Ásetningur þeirra er uppsetning alþýðulýðveldis og kommúnisk menningarbylting. Hvort tveggja er í fullum gangi og ekkert sem segir að andstæðingar þeirra muni fá að segja álit sitt á málum á næstunni.
Alla vega ekki með góðu.
Guðmundur Kjartansson, 9.7.2011 kl. 19:21