"Björgun" Evrunnar tryggð og skýrð - 10. skipti

Fundafarsinn á meginlandi Evrópu er að verða vandræðalegur. Forystumenn Evruríkjanna hafa hist einu sinni í viku með slökkvitæki í hönd þar sem reynt hefur verið að koma málum sameiginlegs gjaldmiðils þeirra í höfn með einhverjum hætti. Þeir eru að slökkva elda eftir smásprengingar. Enn sem komið er. Fundafarsinn er að verða að vikulegum framhaldsþætti á helstu fréttarásum álfunnar.

En á síðasta fundinum kom fram að þessir forystumenn Evrusvæðisins hefðu komist að samkomulagi um að láta nýja lánardrottna leggja fram fé í björgunarsjóðina. Reikningurinn þessa viku er samtals eitt þúsund milljarðar Evra.

Ekki er vitað hvaðan þessir peningar eiga að koma, en þarna er um rúmlega helmings stækkun björgunarsjóðsins að ræða, úr 440 milljörðum Evra. 

En það er ekki nóg með að peningarnir sem Þarna var lofað séu hvergi handbærir, heldur er þessi fjárhæð aðeins þriðjungur þess sem þarf til þess að innleysa ógjaldfærar kröfur á önnur ríki sem samtals skulda tífalda fjárhæð þess sem grikkir eru að basla með.

Martin Wolf hélt því fram í sjónvarpsviðtali á RÚV að þessar skuldir séu til komnar vegna aðgerða einkageirans. Það er ekki alllskostar rétt og það skiptir heldur engu máli. Pólitíkusar hafa vermt klappstýrubekkina  á þessum leikum og bera sína ábyrgð. Hún birtist í því að þeir hverfa nú einn af öðrum á vit gullinna eftirlauna. Syndafallið kemur eftir þeirra daga. Þýskalandskanzlari segir að friðurinn í Evrópu kunni að vera úti ef ekki takist að bjarga Evrunni. Það er heldur nöturleg og lágkúruleg yfirlýsing.

Breska blaðið The Guardian er með stutta teiknimynd á síðunni í dag þar sem fjáröflunin er skýrð í þaula, en sá sem leggur til textann er Tom Meltzer:

http://www.xtranormal.com/watch/12611732/the-european-bailout-explained

http://www.guardian.co.uk/business/blog/2011/oct/28/euro-debt-crisis-animated-explanation

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Guðmundur. Áhugavert blogg hjá þér að vanda. Þessi Evruumræða úti er eins og þú bendir réttilega á er stórfurðuleg. Það vantar alla greiningu á stöðunni í íslenskum fjölmiðlum. Maður veltir fyrir sér hvert þetta stefnir.

Hvernig metur þú aðildarumsók okkar við þessar aðstæður?

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2011 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Sigurður og takk!

Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir mönnum að halda aðildarumsókninni til streitu við þessar aðstæður. Það er algerlega óskiljanlegt. Ég hef áður sagt hér á blogginu að það er engu líkara en að forystumenn Íslands í þessu máli hafi verið að detta niður úr skýjunum. Yfirlýsingar og skýringar þeirra eru svo gersamlega úr öllum takti við veruleikann. Sannleikurinn er sá að það brestur í þessu máli af þekkingarskorti stjórnmálamanna. Utanríkisráðherrann þarf að kaupa sér nýjan yddara.

Því lengur sem menn halda áfram á þessari braut sem Merkel og Sarkosy hafa markað, þeim mun stærra verður gjaldþrotið þegar það brestur á með endanlegum hætti. 

Evrópa þjáist af leiðtogaskorti, allir vita að skipið er sokkið en allir halda áfram að skála og láta eins og ekkert sé að þótt sjórinn taki mönnum í ökkla.

Framundan er stærsta efnahagshrun sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð og þar fer saman ístöðuleysi stjórnmálamanna og algerlega skeytingarlaust atferli fjármálamanna.

Yfirlýsingar Þýskalandskeisara um stíðshættu í Evrópu sýna að hún er ekki einu sinni miðlungs stjórnmálamaður. Hverjir ætla að berjast og um hvað? Verðlaus grísk ríkisskuldabréf?

Hvað er annars nýtt undir sólinni ?

Guðmundur Kjartansson, 29.10.2011 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Viðbót:

Evran á að jafna aðstöðu ríkja sem vinna innan vébanda hennar, en staðreyndin er sú að þau eru ólík að innri gerð og virkni hagkerfanna er gerólík.

Þess vegna hefur hún haft eyðileggjandi áhrif á flest ríkin. 

Það sem verra er: Eftir því sem frá líður lítur þetta ferli meir og meir út eins og einhverskonar Bartholómeusarnótt, þar sem suðurríkjunum var boðið í hanastél og dýft í vítissóta.

Guðmundur Kjartansson, 29.10.2011 kl. 23:26

4 identicon

Geturðu bent mér á heimildir þínar fyrir því að Merkel segir að stríð sé yfirvofandi í Evrópu ef allt fellur?

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 08:27

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Merkel sagði að ekki yrði hægt að lofa öðrum fimmtíu árum af friði og stöðugleika í Evrópu ef Evran félli.

Þessi yfirlýsing er búin að vera út um allt í Evrópsku pressunni eftir síðasta fund þeirra Sarkosy. Hún hefur auðvitað verið oftúlkuð og snúið út úr í ýmsum tilgangi, en það skipti máli HVER þáð er sem segir svona hluti eða gefur í skyn. 

Í þessu tilviki æðsti valdamaður Evrópu og þjóðverji þar að auki. Þú getur fundið þéssar fréttir inni á vefnum með því að fara á Google og slá inn leitarorðin: "Merkel talks of war in Europe"

Guðmundur Kjartansson, 30.10.2011 kl. 09:09

6 identicon

Hér hefur þú þetta.  Hún talaði aldrei um stríð í evrópu.  Hún sagði að friður og velsæld í evrópu væri ekki sjálfsagður hlutur.

Er það rangt hjá henni?  Þú þekkir nú sögu evrópu.

http://www.focus.de/politik/videos/erster-teil-des-gipfel-mittwochs-merkel-wirbt-mit-dramatischen-worten-fuer-ihre-euro-politik_vid_27760.html 

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 10:31

7 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Und, gute Herr Stefan ..... was ist das Unterschied?

Guðmundur Kjartansson, 2.11.2011 kl. 09:10

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband