17.11.2011 | 08:57
Fjármagn eða frelsi?
Það er sérkennilegt að skoða umhverfið sem er að skapast á pólitíska sviðinu nú þar sem dregur til úrslitastundarinnar með fjármál hins frjálsa heims. Spurningin kann á lokasprettinum að snúast um það hvort menn vilja frelsi sitt eða peninga. Enn sem komið er hafa peningarnir vinninginn. Það sést af því að verið er að koma á sérfræðingastjórnum án pólitískrar undirvinnu í einu Evrópuríkinu af öðru. Skuldakreppan er óviðráðanleg og fjármagnseigendur kæra sig kollótta um afleiðingarnar af gerðum sínum. Hvað er hálf heimsálfa milli vina? Syndafallið kemur að þeirra áliti eftir þeirra daga.
Fyrirkomulag bankamála er lang erfiðast viðureignar allra þeirra viðfangsefna sem við blasa. Ástæða þess er sú að það eru stórbankarnir og stórfjárfestar sem í raun stjórna heiminum í dag. Almenningur virðist ótrúlega grunlaus um þessa stöðu og afleiðingin er pólitískur glundroði. Fulltrúar almennings í stjórnum landa eru þess vanmegnugir að fást við vandann, m.a. vegna algerrar vanþekkingar á hinu geysi flókna fjármála og viðskiptakerfi sem við lýði er. Stóru fjárfestingabankarnir eru sálarlaus skrímsli sem hrein nauðung liggur við að komið verði böndum á. Frjálsum þjóðum stafar meiri hætta af þeim stofnunum en marserandi herjum, gráum fyrir járnum. Íslendingar eru nú fastir í klóm nokkurra þeirra í gegn um eignarhald þeirra á tveimur af stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. ÞAÐ er Landsdómsmál.
Almenningur, óafvitandi um hversu alvarlegt þetta mál er, kennir fulltrúum sínum á þjóðþingum, í ríkisstjórnum og sveitarstjórnum um það hvernig komið er og heimtar breytingar. En enginn veit í hverju þessar breytingar eiga að felast. Endalaust er komið á eftirlitsstofnunum sem eiga að tryggja almennan aðgang að upplýsingum um stjórnkerfin og hamast er á stjórnmálamönnum að skila árangri.
Hreint anarkí, stjórnleysi blasir við í fjölda ríkja, m.a. á Íslandi þar sem 10-15% aðspurðra kveðjast ánægðir með störf löggjafans, svo dæmi sé tekið. Það sem þessi fáviska og óþolinmæði mun leiða yfir grunlausar þjóðir er ný útgáfa af einræði og ríkisfasisma. Einkennin eru öll fyrir hendi t.d. í umhverfismálum og orkumálum og fyrirliggjandi hugmyndum um afnám einstaklingsbundins réttar á fjölda sviða í nafni jöfnuðar, réttlætis og umhverfisverndar. Nóg framboð er af stjórnlyndum, grunnlesnum kandídötum sem eru að skríða út úr háskólum og öðrum menntastofnunum sem telja sig hafa fundið alveg nýja slóð á vit réttlætis og samfélagslegrar hamingju. Stærstu mistökin sem gerð hafa verið og orsök margs þess sem miður hefur farið er hin skrumkennda hreyfing á löggjafarþingum, sem byggist á sértækri lagasetningu um allt milli himins og jarðar eftir sérpöntun sérhagsmuna. Allt í samræmi við keypt áhrif þeirra sem fjárfesta í stjórnmálaflokkum.
Gallinn við framtíðina er sá m.a. að hún hefur óþægilega tilhneigingu til að verða eins og fortíðin, sérstaklega þar sem enginn nennir að lesa neitt um söguna lengur.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er innilega sammála þessari greiningu þinni. Við erum fullkomlega á valdi markaðarins sem kærir sig kollóttann um einstök ríki hvað þá einstaklingana sem í þeim búa. Það eru þessir grunnhyggnu stjórnmálamenn sem hafa komið málunum svona fyrir.
Á Íslandi er nú ríkisstjórn sem segist vera andsnúin fjármagnsöflunum. Engu að síður hefur hún ekkert aðhafst til að koma böndum á fjármálakerfið. Bankarnir búa enn við sama rekstrarform og fyrir hrun þegar það hefði verið einfaldasta mál að aðskilja starfsemina. Og nú kemur á daginn að sami skortur á upplýsingum ríkir milli banka og eftirlitsstofnana og var á gósentíð útrásarinnar. Og leyndarhyggjan ein ræður ríkjum þegar bankarnir ganga kaupum og sölum milli innvígðra.
Það eina sem blómstrar er skumumræðan sem hæstum hæðum nær hjá stjórnmálamönnum.
Ragnhildur Kolka, 17.11.2011 kl. 13:24
Takk Raghnhildur og allir aðrir sem hafið gefið mér heila stjörnu í bókina út á þessa grein!
Nema hvað, þeir sem hafa atvinnu af að lesa sögu og segja öðrum frá eru allir eða öll meira eða minna bandvitlausir Marxistar sem eru sýnilega að deila um hvort arftakar Stalíns og Beria eigi að fylgja samþýkktum 2. eða 3. heimsþings kommúnista.
Það er eina sjáanlega niðurstaðan af heimsókn Hannesar á fundinn hér um kvöldið. Þaðan er því lítil von leiðsagnar á vondum tímum.
Guðmundur Kjartansson, 26.11.2011 kl. 01:00