EU: Svona er fjárhagsstaðan (skuldastaðan)

Skv. upplýsingum frá einu af þekktari ráðgjafarfyrirtækjum um fjárfestingar í City of London eru skuldir nokkurra lykilríkja í Evrópu þessar, mældar í % - um af vergri landsframleiðslu. Röðin er svona:

1. Grikkland 157,7% af VLF

2.Italía 120

3. Portugal 101

4. Belgía 97

5. Frakkland 85

6. Þýskaland 82

7. Austurríki 74

8. Spánn 68.1

9. Malta 68

10. Holland 64

11. Finnland 50

12. Slóvakía 44

13. Slóvenía 43

14. Luxembourg 17

Nokkrar stuttar athugasemdir til að skapa umræður:

a) Skv. Maastricht sáttmálanum eru aðildarlönd Evrópusambandsins skuldbundin til að fara ekki yfir 60% skuldsetningu af VLF

b) MEÐALTAL skulda þessara ríkja er 87.7% af VLF

c) Hagvöxtur í flestum þessara ríkja er lítill eða neikvæður og horfur ekki góðar fyrir næstu 3 ár.

d) Viðskiptakjör þeirra hafa versnað á fjármálamörkuðum vegna ævintýralegrar skuldsetningar, stjornleysis, viljaleysis til að standa við gerða samninga og ríkrar tilhneigingar stjórnmálamanna til að hegða sér eins og Loðvík XVI. Það á við um svo til ÖLL ríkin.

e) Lítið sem ekkert svigrúm er til skattahækkana

f) Fyrir liggur að skera þarf niður alla samneyslu á svæðinu um verulegar fjárhæðir. Því er svarað með verkföllum. Nú þegar.  Opinberir starfsmenn í Bretlandi eru meira en 8.0 milljónir. Þeim verður trúlega fækkað um 20 ... hugsanlega 30%

g) ESB horfir vongóðum augum til ýmissa átta, m.a. til Ameríku. Skuldir Bandaríska ríkisins nema nú yfir 15.000 milljörðum dollara. Fyrirsjáanlegt er að innan skamms muni um 40% af tekjum ríkisins fara í vaxtagreiðslur af þessum skuldum. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna eru um 2.200 milljarðar dollara. Fastar greiðslur skv. fjárlögum þessa árs eru 3.800 milljarðar dollara. Eru þeir aflögufærir um fé? Hér með er óskað eftir upplýsingum um það (ekki tala um seðlaprentun, það trikk er orðið lúið, eða er að verða það ....)

h) Íslendingar eru á leið í Evrópusambandið, hvort sem þeim 65% sem eru því andvíg líkar það betur eða verr. Fyrir því standa nokkrir atvinnupólitíkusar sem ekki hafa opnað bók eða blað síðan 1973. Þeir eru á leið á eftirlaun og langar til að eyða þeim á ökrum Elúsíu....

PS: Við fáum gefins pening frá Evrópusamandinu ... 600 milljónir í síðustu viku. Það fé á að fara í að kenna okkur að hekla bláa fána.  Þetta verður allt í lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru skuldir USA ekki $15 billjónir? Þ.e. Trilljónir upp á Amerísku? 15 milljarðar dollara eru ekki nema $15 billion.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2011 kl. 06:54

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Jón: Jú rétt, enda skrifaði ég "15.000 milljarðar". Ég hef ekki notað "billjónir" í mínum skrifum, vegna þess að í Bandaríkjunum og Bretlandi eru þessi talnaheiti notuð með öðrum hætti en við gerum. Er að reyna að forðast misskilning .... en þeir þurfa semsagt að standa skil á $15.000.000.000.000,00

Guðmundur Kjartansson, 5.12.2011 kl. 10:15

3 identicon

Sæll Frændi.

Hvar er Ísland í þessu samhengi?  Hversu stór hluti skulda hvers lands er við innlenda aðila?

Mér skilst að þú teljir okkur ekki eiga heima í flokki þjóða með sögu um óábyrga fjármálastjórn.  Íslendingar gæti ekki verið þekktir fyrir að umgangast slíka slóða!   ...En, eigum við ekki a.m.k. Evrópumet í gengisfellingum og óstöðugu efnahagslífi?

bestu kveðjur, Einar

Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Einar:

Íslendingar skulda um 100% af VLF og eru því góðum félagsskap þjóða sem standa illa ..... sumar bundnar af samningsákvæðum ESB. Fáir kunna fótum sínum forráð, en það er þó einstöku vísbending um að eitthvað sé hægt að gera. Svisslendingar stöðvuðu fjármagnsflótta og vaxtamunarviðskipti og gjaldmiðlabrask á einu vetfangi um miðjan september sl. Það var gert með því að binda gengi frankans við evruna á 1.20

Þegar björgunarpakki nr. 2 til handa Grikklandi var settur í umbúðirnar, þá var megnið af fénu lagt inn í franska banka. En grískur almenningur þarf að sætta sig við niðurskurð á heimaslóðum. Allir fóru í kring um Maastricht skilyrðin og engin sýnileg viðurlög virðast hafa verið sett, nema það að missa endanlega sjálfstæðið og fullveldið. Innlendir aðilar áttu um 40% af skuldum Grikklands. Þeir fóru í klippingu. Maður veltir því fyrir sér hvort það geti ef til vill verið þannig að þetta sé að einhverju leyti "hönnuð" atburðarás.

Ef Íslendingar halda að þeim batni sín félega mæðuveiki með því að fllytja hana út, þá þarf að skoða margt hér í landi. Staða krónunnar er ekkert annað en annáll þeirra þátta sem haft hafa áhrif á gengi hennar allt frá því hún var tekin upp. Þeir sem byrja efnahagslega umræðu um Ísland  á krónunni eru að setja kerruna fyrir hestinn. Enginn virðist treysta sér til þess að benda á ríkisfjármálin sem uppsprettu alls ills, enda er það þannig að ef viðskiptakjörin og gengi efnahagsins í heild ætti að endurspeglast í lífskjörum - jafnóðum, þá væri allt hringlandi vitlaust hér annaðhvert ár og stundum oftar. En nú er þessi tími liðinn, hér á landi sem í Evrópu. Búið er að keyra öll hefðbundin úrræði í þrot og það sem blasir við að óbreyttu er þannig að það verða einhverjir aðrir en ég að lýsa því. 

Ég ræddi þetta atriði með hagstjórnina við vísan mann sem ég treysti, fyrir nærri 40 árum síðan og spurði hann hvort ekki væri efni til að einhver settist niður og skrifaði íslenska hagstjórnarsögu. Hann svarar: "Jú, það væri auðvelt, því hún er engin".

Guðmundur Kjartansson, 5.12.2011 kl. 23:41

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband