Virkjanaramminn og umhverfisfár.

Með hinni sérpólitísku innspýtingu ráðherra og hennar aðstoðarmannna í ráðuneytinu í rammaáætlun um virkjanir á Íslandi er skynug umræða um landnýtingu almennt séð hrakin enn lengra út á kant kreddunnar og trúarofstækisins. Formaður Sjálfstæðisflokksins gerði þetta vandamál að umræðuefni á nýlegum flokksráðsfundi. Hann sagði að þessi hópur fólks væri að taka þennan málaflokk í gíslingu.

Það sem rekur stefnuna áfram er að gamlir íslenskir marxistar og nokkrir ungir líka álíta umhverfisvernd álitlegt vopn í baráttunni við alheimskapítalismann og taumlausa gróðahyggju. Þessa skoðun ber að setja í samhengi við það mat þeirra að ríkið eigi að vera allt í öllu og eigi að deila út kjarabótum með eignatilfærslum. Sama fólk hafnar hagvexti sem leið til að koma á efnahagslegum umbótum. Dæmi nú hver fyrir sig. En kommúnsminn féll og foringjar hans af stalli, lifadi og látnir. Hugmyndafræðilegir afkomendur þeirra kvarta sáran undan því að vera kallaðir kommúnistar eða marxistar vegna skoðana sinna eins og þær birtast í afskiptum þeirra af þjóðfélagsmálum og embættisfærslum þeirra þegar þeir komast í valdastólana. 

Já, það er einmitt málið: Eftir að Comrade Zhyuganov féll af stalli þá varð þessi hauslausa hersing að finna sér viðfangsefni sem kæmi henni framhjá gjaldþroti kommúnismans. Lausnarorðið í baráttunni við frelsið varð ofstækisfull umhverfisvernd, jafnréttisbarátta, öfgafeminismi, afbyggingarstefna, afstæðishyggja, flathyggja ýmiskonar, anarkismi og margt, margt fleira skemmtilegt.
 
Umhverfisráðskonan háæruverðug og fullmektug hefur í sinni stjórnviskulegu reisn lýst því yfir að æðsta stjórnarstofnun í lýðræðisríkinu sé marklaus pólitískur bolabás. Það er Hæstiréttur og hún, eins og faðir hennar var í læri hjá lærisveinum meistarans, Walters Ulbrichts. Búið er að reyna að klæða ofbeldishneigðina og yfirganginn í þessu fólki í heila stæðu af snúnum hugtökum, en það sem kemur uppúr þessu ræsi er alltaf það sama:
 
Kommúnismi og alræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Það er ekkert að því að vilja vernda náttúruna og ætti í raun og veru ekki að koma pólitík við eins og gert er á Íslandi.

Sjálfbær þróun og sjálfbærni er ekki andkapítalískt fyrirbrigði heldur hvernig hagnaður, náttúra og samfélag er samþætt.

Ég hef búið í Berlín síðasta áratuginn og horft á marga þætti um Austur-Þýskaland.  Ég verð að viðurkenna það að stóriðjustefnan og baráttan fyrir henni minnir mig mikið á  A-Þýskaland,  sami áróðurinn er t.d. notaður.

Þannig að þeir sem vilja stóriðju eiga meira sameiginlegt með kommum heldur en "verndunarsinnar".

Við, sem þjóð, verðum að spyrja okkur að því hvort að einu tækifærin fyrir þjóðina er framleiðsla á no-name vörum eða vörur og þjónusta Made-in-Iceland.

Ég tel hið síðarnefnda betri kost því það býr til virðisauka en hitt ekki.

Stefán Júlíusson, 5.4.2012 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Stefán!

Barátta þessa ágæta fólks snýst EKKI um náttúruvernd eða sjálfbæra þróun, heldur um pólitíska innrætingu og þjóðskipulegt alræði. Við skulum hafa hugtakaflötinn á hreinu.

Sjálfbærni er framtíðin, um það er enginn ágreiningur. Stóriðsjustefna á engan sjálfstæðan grunn, nema hún þjóni þörfum um hagvöxt og velmegun.

Stóriðja, stóriðnaður, hverju nafni sem nefnist hefur engan sérstakan tilverurétt nema þar sem hagkvæmni stærðarinnar skilar þjóðarbúi betri árangri en eitthvert annað rekstrarform.

Saga stáliðnaðarins í Badaríkjunum er ágætt dæmi. Stóru stáliðjuverin tóku að falla upp úr 1970. Menn halda að það hafi verið endalok stáliðnaðar í ryðbeltinu, en sannleikurinn er sá að á rústum hans reis ný og sérhæfð málmvinnsla.

Barátta öfgaliðsins snýst ekkert um þetta. Það birtist í þeirri staðreynd að útilokað er að fá þennan blómálfaflokk til þess að ræða efnislega hvað það er nákvæmlega sem á að eyða eða banna. Og þá af hverju.

Þessi söfnuður stjórnleysingja og umhverfisfasista berst bara gegn ALLRI atvinnuþróun og uppbyggingu ...... vegna þess að það álítur að allt eigi að vera eins og það var þegar amma var ung.

Þá get ég sagt þér þá sögu að síðan 2007 hef ég tekið þátt í að græða upp viðfeðmt land á vestanverðu Íslandi sem, búið er að vera örfoka síðan um 1600. Það varð örfoka vegna kolagerðar stórhöfðingja í héraðinu sem vildu spara skóginn á eigin öðulum.

Ég hef ekki séð neitt af þessu liði á gangi hér að skoða árangurinn af þeirri vinnu.

Öll þessi barátta snýst um fánahyllingar og pólitísk yfirráð. Þegar landslagið breytist er söfnuðurinn horfinn á vit nýrra ævintýra. Og nýjar skigreiningar ríkja eins og hja Vottunum þegar heimsendir skall ekki á haustið 1975:

"Vér höfum ölast nýjan skilning á ritnignunni"

Guðmundur Kjartansson, 5.4.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Stefán Júlíusson

Guðmundur, ég er sammála þér að mestu leiti.

Ég vona að rammaáætlun ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga.  Rannveig Rist hefur sagt að nóg verði til að virkja þrátt fyrir að það verði samþykkt.

Það er þó grundvöllur sem hægt er að nota sem grundvöll áframhaldandi uppbyggingar stóriðnaðar og í leiðinni stuðlað að "grænum" hagvexti.

Stefán Júlíusson, 5.4.2012 kl. 20:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef 37 sinnum farið í kjörklefann til að kjósa mismunandi framboð til Alþingis og borgarstjórnar. Ég hef aldrei kosið Alþýðubandalagið en oftast kosið Sjálfstæðisflokkinn eða krata.

Svipað er háttað um stóran hluta þess umhverfisverndarfólks sem þú vilt spyrða undir eitt samheiti: kommnúnistar. 

Er þetta málefnalegt? 

Þú talar um sjálfbærni. Visindamenn, sem rannsakað hafa jarðvarmavirkjanir, telja að með því að fara um það bil þrefalt hægar í sakirnar en gert er sé hægt að gera þær sjálfbærar, þ. e. með orku sem endist lengur en í ca 50 ár. 

En þetta er ekki gert heldur á nú til dæmis að slátra hinni einstæðu gígaröð Eldvörpum til þess að hraða því að sameiginlegt orkuhólf þeirra og Svartsengis verið klárað á enn styttri tíma er áður var ætlunin. 

Þegar ég bendi á þetta hrópa þú og aðrir: Kommúnistar! Kommúnistar! En segir síðan í næsta orið að að sjálfsögðu eigi að stunda sjálfbæra þróun. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 07:03

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Er þetta ekki kjarni málsins?

Aðilar sem ekki dansa eftir þessari opinberu skilgreiningu um hvað umhverfis vernd eða ábyrg nýting sé, eru umsvifalaust sakaðir um tvískinnung. 

Það er því miður staðreynd að í málefnafátækt sinni hafa vinstri menn í öllum litum gripið þennan málaflokk og einoka hann. Ég fer ekki nánar út í þann sálm hér, þetta er vel þekkt. En ef Ómari Ragnarssyni þykir það ómaklegt að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum og að hann hafi óforvarandis verið sakaður um að vera tækifærissinnaður í afskiptum sínum af þjóðmálum, þá fer í verra. Það er ánægjulegt að fá það á hreint að hann hafi stundum kosið Sjálfstæðisflokkinn en hann hefur semsagt skipt um hatt líka ... stundum og kosið kratana. 

En hvernig var það annars með framkvæmdir í árdaga íslenskrar stóriðju? Hverjir voru það sem börðust harðast gegn byggingu álversins í Straumsvík? Voru það ekki einmitt nestorar íslensks kommúnisma? Og var það ekki einmitt þannig að einn þeirra sat svo í iðnaðarráðuneytinu ári eftir að verksmiðjan tók til starfa og undi sér hið besta? Búinn að skipta um hatt, eins og þeir gera alltaf.

Svo liðu fjörutíu ár. Einn góðan veðurdag stóð hafnfirskum skattgreiðendum það tiil boða að verksmiðjan yrði stækkuð um helming. Vill einhver hér rifja upp hvað gerðist þá? Er ekki einn af þessum kommapamfílum í Hafnarfirði kominn á þing og á leið í ráðherrastól eftir glæsilega frammistöðu sína í því að setja Hafnarfjarðarbæ á hausinn. Var ekki tilboðinu um stækkun álversins hafnað með miklum glæsibrag og var það ekki einmitt þessi sami söfnuður sem ég hef hér nefnt ýmsum nöfnum sem kom í veg fyrir það að verksmiðjan færi í þessar framkvæmdir. Hafnarfjörður er á kúpunni - meðal annars vegna þessarar heimskulegu afstöðu.

Þetta eina fyrirtæki hefur á löngum rekstrarferli skilað um 6 - 8% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins á ári hverju. Viðskipti þess ná til hátt í 300 íslenskra fyrirtækja í nánast öllum geirum íslensks viðskiptalífs. Milljarðar á milljarða ofan streyma um allt hagkerfið frá þessu fyrirtæki og það er fyrir utan raforkukaupin sem söfnuðinn í umhverfisverndinni heldur fram að fáist gefins og að íslenskir skattgreiðendur borgi. Ef á að benda á ósamkvæmni í skoðunum manna þá er ágætt að byrja hér.

Félagið er stærsti einstaki skattgreiðandi til bæjarfélagsins og hundruðir manna þaðan hafa vinnu, vel borgaða, hjá þessu ágæta fyrirtæki.

En niðurstaðan af ummælum Ómars Ragnarssonar er semsagt sú að það sé þversagnakennt að aðhyllast sjálfbærni í atvinnurekstri - nema að vera jafnframt í blómálfaflokknum hjá Steingrími og Svandísi.

Guðmundur Kjartansson, 6.4.2012 kl. 09:58

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband