Varnarsigur, en eftirmál fyrir ákærendur.

Landsdómur í sem allra stystu máli: Dómurinn er mikill varnarsigur fyrir Geir persónulega, pólitískt og lögfræðilega. Sakfellingin tekur til verklagsreglu sem innleidd var löngu fyrir hans tíma og er enn í fullu gildi.

Skoðið nýlegar afgreiðslur nokkurra stórmála. Kvótafrumvarp, stjórnarskrármál og umsóknin um aðild að ESB. Búið er að gefa fordæmi um vissar leikreglur í því sem á eftir fer. Þeim ber að sjálfsögðu að fylgja. Þá ber einnig að skoða yfirlýsingar einstakra ráðherra um Hæstarétt og gildissvið dóma hans í einstökum málum með hliðsjón af þessum dómi.

Dómarar í Landsdómi eiga heiður skilinn fyrir að hafa staðist þá pólitísku aðför sem fólgin er í ákvörðun meirihluta alþingis og fyrir að hafa náð þeirri einu niðurstöðu sem bjóðandi var. En nú þarf þingmeirihlutinn og ríkisstjórnin að búa sig undir að störf hennar og gerðir verði mæld á stikuna sem Landsdómur hefur nú lagt fyrir.

Geir bendir réttilega á fáránleika þess að primus motor þessa máls skuli sjálfur hafa verið kallaður til vitnis efitiir að hafa staðið fyrir því að ákæran var lögð fram og Landsdómur kallaður saman.

Það eitt og sér hefði átt að duga dómendum til þess að vísa málinu frá í heild sinni. Sá hagsmunaárekstur sem fólginn er í því að kalla ákæranda til sem vitni í dómsmáli af þessari stærðargráðu verður að skoðast í ljósi dómsniðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu frá 1992, þar sem íslenska ríkið var sakfellt fyrir að keyra saman dómsvald og umboðsvald í héraði. En dómurinn hefur engu að síður skýrar lagaheimildir til þess að kalla fyrir hvern þann sem honum sýnist.

Ljóst er að tími dómsstigs þess sem myndar Landsdóm er liðið, löngu liðið. Fyrir liggur að fella lög um Landsdóm úr gildi í heild sinni og taka þá þætti sem hugsanlegt er að sækja þurfi menn til saka fyrir og fella þá inn í almenn hegningarlög og / eða lög um meðferð opinberra mála, en til þess að hægt sé að hrófla við lögum um Landsdóm þarf fyrst að breyta tveimur greinum stjórnarskrárinnar, þeirri 14. og þeirri 17.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Haraldur Rafn Ingvason, 24.4.2012 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Já, á meðan ákærendaklikan sat og drakk kaffi og át kleinur, með sína kandítata í öruggu skjóli, var þessi heiðvirði maður látinn dingla.

Dómendur fengu þennan rjúkandi sláturskepp úr hendi Silfurskottustjórnarinnar og leysti sitt hlutverk af hendi með óaðfinnanlegum hætti. Þar er með talin niðurstaða dómsins þar sem hugsanlegum pólitískum innleggjum í þetta mál er vikið til hliðar. 

Hæstiréttur á skilið traust og tiltrú. Sama á við um þá dómendur sem til voru kvaddir í samræmi við ákvæði laga um landsdóm. 

Dómsorðið er sannferðugt, en það er ekki áfellisdómur yfir Geir H. Haarde frekar en ýmsum forverum hans sem hafa gert málin upp útundir réttarveggnum.

Guðmundur Kjartansson, 24.4.2012 kl. 19:45

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband