16.7.2012 | 23:20
Hver er "þriðja" leiðin?
Uppi er ljót staða víða í hinum fyrrum ríka og frjálsa heimi, sem nú lútir í gras fyrir ægivaldi fjölþjóðlegra fjármálastofnana og yfirþjóðlegra hervirkja sem sett hafa verið á laggirnar til að leysa af hólmi eldri valdastofnanir þjóðríkjanna, t.d. löggjafarþingin. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.
Þróunin heldur áfram og milljónir manna í fyrrum frjálsum ríkjum vita ekki lengur hvert þær eiga að snúa sér í von um réttlæti. Þetta er því miður rökrétt niðurstaða og niðurlag ástands sem ríkt hefur frá því hinir frjálsu og ríku gengust sósíalismanum á hönd .... sem þeir gerðu þó með því fororði að kapítalistadótið mætti nota til að draga fyrir sig vagninn.
En þetta dugði ekki til. Búið er að keyra fjárhag margra stórra ríkja í þrot með umframeyðslu og hallarekstri sem engan enda ætlar að taka. Skatthlutföll eru víða komin langt fram úr því sem samfélagsgerðin þolir. En brestirnir heyrast eins og úr skriðjökli sem er við að steypast í saltan sjóinn. Snakkaðallinn sem ábyrgðina ber verður þá á bak og burt, kominn á sólarströnd með allt sitt á þurru. Loforð um brauð og leiki sem aldrei þyrfti að borga.
Hagfræði og félagsvísindaakademían á Íslandi og víðar er enn að tala umþriðju leiðina ...væntanlega með tilvísan til þess að búið sé að reyna kapítalískt og sósíalískt þjóðskipulag og að hvorugt hafi reynst nógu vel. Tími sé kominn til að taka upp alveg nýtt stjórnskipulag.
Hvað skyldu þessir hópar sérfræðinga þá draga upp úr hatti sínum næst? Jú, það verður alveg nýtt nafn yfir blandað hagkerfi, þar sem kapítaliskt skipulag fær að halda velli í viðskiptaheiminum- eins og áður ... en þar sem svo óskaplega ólánlega hefur tekist til með ríkisfjármálin og svo margt annað í rekstri hinna þriggja arma ríkisvaldsins, veður talið nauðsynlegt að steypa þeim öllum saman í einn ketil. Það er kínverska módelið. Og miðstjórn Evrópusambandsins í Brussel. Og baróninn á Blesastöðum.
Hópar ofstækisfullra óróaseggja á báðum köntum hins pólitíska litrófs fara alltaf að tala um (menntað) einveldi þegar þeim þykir farast óhönduglega með ríkisforsjána. Afleiðingin er algert rof í tiltrú á alþingi, ekki bara þá sem þar sitja, heldur stofnunina sjálfa að auki. Þetta ástand er fyrsta skrefið í átt að einræði. Stjórnleysið er þegar fyrir hendi.
Fólk sem fyrirlítur alþingi og alþingismenn og talar um gagnsleysi þingsins ætti að gera sér grein fyrir því hvers það óskar sér.
Fyrir kemur að slíkar óskir rætist.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rétt lýsing hjá þér Guðmundur. Ekki nokkur flokkur á Íslandi hefur vald til að breyta einu eða neinu, í þessu samtvinnaða og áratuga spillingarferli.
Það þarf raunverulega samstöðu allra íslandsbúa, til að breyta gamla spillingarmynstrinu. Sú samstaða næst ekki, vegna þess að rótgrónu flokkseigendurnir eru búnir að tryggja sundrungar-fylgið. Svo eru formennirnir látnir standa saman um spillinguna á bak við tjöldin.
Ég ætlaði eiginlega að hætta að segja mínar skoðanir um þessi mál á blogginu, en ég get því miður ekki orða bundist.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2012 kl. 23:43
Takk Anna Sigríður: Ég hef minni áhyggjur af einstökum stjórnmálamönnum og brokkgengu dægurþrasi, heldur en örlögum sjálfs lýðræðisins, fullveldisins og sjálfstæðisins.
Nauðsyn er á því að stilla til friðar. En hér er enginn Snorri Þorfinnsson sem getur sett menn til réttrar hugsunar. Sama á við um alla Evrópu; enginn alvöru stjórnmálamaður sem lætur eigin hagsmuni lönd og leið og berst fyrir háleitari markmið.
Guðmundur Kjartansson, 16.7.2012 kl. 23:59
Takk fyrir þennan pistil.
Þriðja leiðin sem þörfust verður er "lýðræði".
Ekki fulltrúaræði, ekki flokksræði, ekki foringjaræði, heldur einfaldlega Lýðræði.
Öll stærri mál í bindandi atkvæðagreiðslu kjósenda.
Hver maður með sitt atkvæði.
Og ekki má gleyma þeirri skipan að kjósendum skal unnt að afturkalla umboð kjörinna fulltrúa með atkvæðagreiðslu ef þeir eru taldir hafa misfarið með það vald sem þeim var trúað fyrir.
Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 11:52
Aristoteles greinir frá því í riti sínu, "Politics" hvernig sjálfstæð ríki verða til. Allir íbúarnir á hólnum eða borgríkinu sem um hann er byggt, verða að vera nokkuð samstíga í viðleitni sinni til að halda og verja sjálfstæði sitt og frelsi.
Ríki á gríska og hellenska tímanum misstu hvort tveggja til árásargjarnari ríkjaeininga ef menn gerðust of latir við landvarnirnar og hin göfugu vísindi.
Fátt hefur nú breyst í þessu sl. 2.500 árin. En tæknin gerir okkur þetta etv kleyft - að halda úti frjálsu ríki án yfirbyggingar. Það eina sem vantaði á þjóðveldistímanum var löggæsla. Það færðu erlendir ásóknarmenn sér í nyt með þekktum árangri.
Það er annars athygslisvert að skoða kringumstæðurnar þegar skipt hefur verið um stjórnvald og stjórnarhætti á Íslandi þannig að um hreina byltingu hafi verið að ræða. Það hafa án undantekninga verið íslenskir flugumenn sem hafa unnið ódæðisverkin, eins og í Skálholti 7. nóvember 1550. Fleiri slík dæmi eru til.
Í Róm, hinni fornu spurðu menn svo: "Hver ætlar að gæta Rómar þegar herinn er heima?"
Lýðræðið er undanekningin frá reglunni sem ríkt hefur síðan fyrir daga járnaldar. Reglan er einræði, alræði og kúgun í ýmsum myndum. Lýðræðið þrífst ekki nema tryggt sé að það geti varið sig - bæði hugmyndafræðilega og með vopnum þegar óvinir sitja fyrir á fleti. Það er því miður reglan.
Menn benda á Sviss sem hið fullkomna lýðræðisríki. Sú kenning er ekki nema hálfsögð. Sannleikurinn um Sviss er auðvitað sá að þeir hafa rekið af sér flesta, ef ekki alla óvinaheri alveg frá því herjum Caesars var ýtt þaðan út um 50 árum fyrir Krists burð. Það gerði Þiðrek af Bern með talsverðum eftirmálum.
Guðmundur Kjartansson, 17.7.2012 kl. 12:51