24.9.2012 | 22:04
Upplýsingakerfi á okurprís
Fátt nýtt í þessu með nýja bókhaldskerfið sem ríkið staðfesti kaup á um mitt ár 2001. Nýja kerfið átti að leysa af hólmi hið eldra Bókhalds - og Áætlanakerfi Ríkisins (BÁR) sem lengi hafði þjónað ágætlega.
Hvernig gerast svona kaup anars á eyrinni?
Framleiðendur slíkra upplýsingakerfa sýna mönnum mynd af fullbyggðu húsi. Svo er keypt. Kaupandinn opnar "pakkann" og þá kemur í ljós að það sem afhent var er einungis teikning að húsi. Ekkert fylgir, allt er "auka". Svo hefst prjónaskapurinn. Tugir forritara sitja og prjóna fyrir tugþúsundir á tímann .... 200 - 300 mannár í að "aðlaga" kerfið sérstökum þörfum ríkisforstjóranna. Á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin var stór hluti þeirra vart tölvulæs. Hægt var að fá komplett svona stýrikerfi keypt erlendis frá fyrir brot af þeirri fjárhæð sem þá var áætluð ... þetta er það sem einvaldskonungar gerðu fyrr á öldum ... en kastalarnir standa margir ennþá og afkomendur þeirra sem voru skattpindir til blóðs fyir herlegheitin geta þó skroppið í heimsókn og keypt eins og eitt póstkort. Hér var eytt milljörðum í eitthvað sem enginn fær að sjá og fáir geta enn notað.
Það sem ekki var rætt í annars ágætum Kastljósþætti er yfirkeyrsla stofnana ríkisins umfram fjárheimildir vegna þátttöku sinnar í að innleiða þetta nýja kerfi. Flestar þeirra eru með sérþarfir þegar kemur að uppsetningu og keyrslu upplýsinga - og stjórnkerfa. Framhjá því verður ekki komist - en það sem menn ekki átta sig á er að þegar búið er að skrifa undir kaup- eða þjónustusamning eru þeir komnir í gálgann. Hugsanlegt er að framúrkeyrslan hafi verið undir settum hámörkum og því ekki vakið sérstaka athygli frá ári til árs. Þarna var gerð örvæntingarfull tilraun til þess að losa fjölda ríkisstofnana undan fastri áskrift hugbúnaðarfyrirtækja að vinnu hjá þeim við að lagfæra úrelt kerfi eins og þau stóðu á árinu 2000. Flestar þessara stofnana voru með fjölda kerfisfræðinga og forritara í vinnu, aðallega við að þýða mis-vitlaust lagamál yfir á stafrænt form sem tölvuvædd afgreiðslukerfin gátu skilið, eins og t.d. greiðslufyrirmæli í bótakerfum Tryggingastofnunar Ríkisins.
Þetta verlefni fór úr böndunum og mun sennilega enda á að kosta um 2 milljarða til viðbótar. SKÝRR var eitt al dýrasta fyrirtæki sem hægt var að eiga viðskipti við. Rukkað var fyrir hvert viðvik ... 5 mínútna símtal kostaði 10 - 20 þúsund krónur og allt eftir því. Ríkið átti SkÝRR ásamt Reykjavíkurborg á þeim tíma sem samningurinn var gerður og það er skoðunarefni líka. Kemur það á óvart að SkÝRR skyldi fá vinninginn?
Þetta er klassískur kerfisskandall sem nú verður snúið upp í einhverskonar pólitíska sláturrevíu. En hann var fyrirsjáanlegur alveg frá fyrsta degi. Flestar stofnanir ríkisins höfðu miklu háleitari hugmyndir um þarfir sínar fyrir upplýsinga- og stjórnkerfi en menn létu síg dreyma um þegar loks var skrifað undir.
Í því liggur vandinn. Honum er best lýst í inngangi að kennslubókum í rekstrarhagfræði en þar greinir frá því að viðfangsefni hagfræðinnar sé ótakmarkaðar langanir mannsins og takmarkaðar auðlindir til að uppfylla þær langanir.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stofnanir ríkisins hafa ólíkar þarfir og ættu að hafa möguleika á að þróa sínar eigin lausnir. Rekstur TR fór 12% fram úr fjárheimildum á árinu 2001 og það fór allt, hver einasta króna í hugbúnaðargerð. En hvernig á að sakast við menn þar eða annarsstaðar þegar yfir þá rignir stanslausum kröfum um meiri þjónustu og fleiri aðgerðir frá þinginu? Þingið ber mikla ábyrgð - aðallega fyrir aðgæsluleysi og skort á eftirliti og fyrir að halda þvi fram að eitthvað fáist fyrir ekkert. Flestir þingmenn sem nenna að skipta sér af stofnunum ríkisins gera það einungis í pólitiskum tilgangi - til þess að skruma með það í fjölmiðlum eða í þingsalnum. Það verður einnig gert núna, taktu eftir. Reynt verður að gera úr þessu Schlachtfest þar sem Geir Haarde verður talinn bera alla sök. Eina ferðina enn.
Guðmundur Kjartansson, 25.9.2012 kl. 14:28