Þversögnin

Það er athyglisvert að fylgjast með baráttunni um stjórnarskrárdrögin. Það segir sína sögu hversu lituð umræðan er af flokkaskipaninni og fleiru sem ætti að leggja til hliðar í jafn viðamiklu máli. Að svo miklu leyti sem tillögur stjórnlagaráðs eru litaðar af pólitísku gildismati er vinna þess ónýt.

Anthonin Scalia dómari við hæstarétt Bandaríkjanna ræddi grundvallarhugmyndir um stjórnlög í frábærum þætti Boga Ágústssonar í sjónvarpinu fyrir fáeinum árum. Í þættinum dró hann fram mynd af hinum hófsama meirihluta, sem sjálfviljugur setur sér og völdum sínum takmörk. Það er þrískiptingin á valdinu og sá möguleiki sem oft verður að veruleika í Bandaríkjunum og birtist í þeirri staðreynd að kjósendur velja sér forseta með einum hætti en löggjafarþing á allt öðrum forsendum. Allt er þetta gert til að reyna að afstýra samþjöppun valds, spillingu og siðrofi á hinum pólitíska vettvangi.

Scalia tók sem dæmi nýja stjórnarskrá sem Brasilía hafði sett sér á þeim tíma. Það plagg er 400 blaðsíður og tiltekur allt milli himins og jarðar, eins og t.d. almenn lífeyrisréttindi og margt fleira, sem heyrir undir efnahagslegan veruleika og hrein firring er að setja í stjórnarskrá. Sama vitleysan veður uppi í Evrópu þar sem evrópska stjórnarskráin tiltekur það sem sérstök mannréttindi fyrir evrópska ríkisborgara að fá að fara til annarra landa í sumarfríinu. Þarna er á ferðinni annað dæmi um efnahagslegt markmið, félagslegt líka - en háð hinu fyrra  - sem ekkert erindi á í stjórnlög eða grundvallarlög.

Á Íslandi er verið að hræra í þessum málum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það eitt að engir málsmetandi einstaklingar með sérþekkingu á fræðikerfi íslenskrar lögfræði fengu brautargengi í kosningunum sem hæstiréttur ógilti, segir allt sem segja þarf. Nema hvað? 

Stjórnvöldum hefur tekist að komast framhjá allri rökræðu um nokkur pólitísk stefnumál sem á að leiða til öndvegis í stjórnarskránni. Hið stærsta þessara mála er þessi óskiljanlega krafa um þjóðareign á auðlindum. 

Má minna ykkur á það lesendur góðir að það var ekki fyrr en komið var fram á vor sl. að málshefjendur bættu við vísuna sína um auðlindirnar, klásúlu um að þessi krafa um þjóðareign á auðlindum ætti við um allar auðlindir sem ekki lytu einkaréttarlegum eignarheimildum. Þetta er hreinn fyrirsláttur og undanbrögð sem menn höfðu frammi til þess að reyna að þvo hendur sínar af málum þar sem tekist hafði verið á um þetta grundvallaratriði í stjórnskipan og réttarhugsun.

Og hvar er vísbendingin um þetta? Vilji menn í raun líta inn í hugarheim íslenskra sósíalista þegar kemur að téðum auðlindum í einkaeign, þá er nóg að skoða lagatexta, hæstaréttardóma og pólitískar umræður um eignarhald á vatni og auðlindum því tengdu. Barátta íslenskra ríkissinna, sósíalista og annarra hópa sem telja sig eiga rétt á að taka eigur nágranna sinna eignarnámi þegar hentar og telja það réttlátt, snýst um að ná ÖLLUM auðlindum, sama hverju nafni nefnast undir ríkisvaldið. Endalok frumvarps til nýrra vatnalaga á árinu 2007 sýnir allt þetta mál í hnotskurn. Þetta gildir líka um auðlindir sjávar.

Sjórinn? Fiskveiðar? Um hvað snýst sú atvinnustarfsemi? Peninga er það ekki? Hvað ætlar hv. almenningur að gera þegar búið er að segja útgerðinni í landinu að hún eigi ekkert í réttindum sem búið er að afhenda henni og hún hefur nú greitt fyrir hundruðir milljarða? Greiðir útgerðin skatta? Hvar kemur almenningur að málum úrgerðarinnar og hvað fá menn í staðinn?

Þversögnin sem hér er bent á auk augljósra ósanninda sem menn hafa uppi í pólitískri viðleitni til að leiða sjálfa búsáhaldabyltinguna til öndvegis í  íslenskum grundvallarlögum, snýst um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Eitt það fyrsta sem þarf að gera eftir að landið hefur verið teymt inn í þetta plattþýsk- frankneska stórríki verður væntanlega að kasta nýju stjórnarskránni fyrir róða og taka upp plaggið sem Jack Delors, Valery Giscard D´Estaing, Helmut Kohl og Francois Mitterand, heimspekikonungarnir sjálfir af mildi sinni réttu aðildarríkjunum til samþykkis, komm was wolle. Lissabon sáttmálinn heitir það.

Það sem þarfnast endurskoðunar í stjórnarskrá Íslands er - af gefnu tilefni: Staða forsetaembættisins gagnvart löggjafarstarfinu í landinu og hugsanleg uppstokkun á hlutverkaskipan eða verkaskiptingu löggjafarvalds og framkvæmdavalds.

Skipan dómara við æðstu stjórnarstofnun landsins, hæstarétt er flókið mál og í umræðu um skipan nokkurra dómara sem ekki falla að viðteknum sósíalískum gildum nokkurra hávaðaseggja má sjá skýra birtingarmynd anarkismans á Íslandi. Íslenskir stjórnleysingjar og fagmótmælendur eru þess fullvissir að inn í hús réttarins megi enginn "óþveginn" líta. Þangað megi enginn koma til starfa nema hafa að baki sér dómararferil þar sem fram kemur að viðkomandi lesi blöðin og dæmi eftir þeim réttarheimldum sem mestu skálkarnir hafa sett fram. Á hverjum tíma og í samræmi við tíðarandann

Það séu með öðrum orðum stjórnarskrárvarin réttindi manna í vondu skapi að ráðast á alþingishúsið og bíl forsætisráðherrans eða þeir megi hafa uppi annað svínslegt atferli sem réttlætt er með vísan í tíðarandann. Þetta eigi dómstólar landsins að verja.

Væntanlega með tilvísan í nýja stjórnarskrá eða lög byggð á henni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að enginn skuli hafa bent á þessar staðreyndir.

Það virðist sem öllu sé snúið á hvolf hjá hreinu vinstri stjórninni, það er ekki af ástæðulausu að mann langar til að flytja annað. Daglega bullið og vitleysan ætla engann enda að taka.

Ég bara vona að þessi vitleysa verði ekki að stjórnarskrá.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 16:11

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Takk Emil, fyrir að lesa þessa rítsmíð:

Þjóðnýtingarbröltið er ekki aldeilis að byrja hér. Þessi rimma er búin að standa áratugum saman. Lesið hina mjög svo ágætu bók Jakobs F. Ásgeirssonar um haftaárin ..... hin fyrri 1930 - 60; "Þjóð í Hafti".

Maður skyldi ætla að íslendingar hefðu eitthvað lært en svo er tæpast að sjá. Allskyns sósíó - kommúnistisk hugsun á hér alveg ótrúlega mikið fylgi.

Samfylkingin hótaði stjórnarslitum þegar frumvarp til nýrra vatnalaga var lagt fram í þinginu haustið 2007. Hræsnin og skrumið er þeim mun óskaplegra þegar menn horfa til þess að í hinum nýju lögum var ekki verið að gera annað en horfast í augu við dómaframkvæmd vegna mála sem risu byggt á lögunum frá 1921.

Þetta hrein Marxiska fyrirheit um auðlindir í þjóðareign MUN þegar fram í sækir verða notað til þess að skerða og hefta alla einkaréttarlega ráðstöfun á jarðargæðum sem að öllu jöfnu voru talin í einkaeigu. Málflytjendur þessa ákvæðis vita einfaldlega ekki til hverskonar lagarofs er verið að stofna með þessu brölti.

Vitleysan toppar t.d. í Orkulögum frá 1977, en þar er ákvæði um að landeignir þar sem er að finna t.d. heitt vatn, skuli lúta forkaupsrétti ríksins. Gamlir kommúnistar á þingi, eins og Svavar Gestsson og fleiri voru mjög iðnir við tillögu gerð og frumvarpssmíðar þar sem stöðugt var reynt að banna eigendum lands að nýta eignir sínar sjálfum sér til hagsbóta eða til þess að selja öðrum aðgang að þeim. Þess vegna langar yfirkennarann í umhverfisráðuneytinu svo óskaplega til þess að þjóðnýta jörðina Haukadal. Um hvað halda menn að það snúist? Náttúruvernd kannski?

Íslenska ríkið á hátt í 1500 bújarðir eða nærri 20% allra lögbýla í landinu. Óheimilt er að selja þessar eignir nema til þess sé heimild í fjárlögum hvers árs. Þegar ríkið selur jarðeign eru öll jarðargæði nema grasnytjar undandkilin; möl, vatn heitt og kalt, grjót eða málmar. Hugsa sér að aðili sem reitt hefur af hendi fullt markaðsverð fyrir fasteign, sé með lögium meinað um að njóta hennar til fulls.

Nei, þessi mál þarf að setja í rétt sögulegt samhengi. Krafan um auðlindirnar er bara angi af miklu stærra máli sem tekist hefur verið á um á Íslandi og ótrúlegasta fólk hefur blandað sér í þær umræður opinberlega, bæði innan þings og utan. Bæði Ólafur Jóhannesson og Bjarni Benediktsson skrifuðu lærðar rithgerðir um nýtingarrétt og eignarhald á auðlindum þar sem mjög var lagst á sveif með þjóðnýtingarsinnum. Þessu hefur hæstiréttur hafnað og hefur því dómaframkvæmdin verið mun meira á einkaréttarlegum nótum en búast mátti við því lögin sjálf eru mjög sósíalisk í inntaki sínu.

Þjóð sem haga sér eins og sauðahópur fær yfirsát refa.

Guðmundur Kjartansson, 9.10.2012 kl. 18:10

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband