26.10.2012 | 07:57
Sameignin á Séstvallagötu 6.
Svarthöfði er skemmtilegur að vanda í DV í dag. Hann tekur fyrir húsfund þar sem menn ræða óskipta sameign. Vitnar í fundargerð. En þessi skáldskapur verðskuldar botn í vísuna sem þarna er kveðin. Aðeins vantaði aftan við fundargerðina hjá honum þar sem hann er að ræða um "merkingarlaus sameignarákvæði" Hér er samantekt manns sem sat þennan uppskáldaða húsfund sem vitnað er til. Föstudagsspjall.
________________________________________________________________________________
"Þetta hús, fjölbýlishúsið við Séstvallagötu 6 er þannig byggt að það samanstendur af átta sjálfstæðum húseiningum sem tengdar eru saman með litlum tengibyggingum með inngöngum í íbúðirnar. Jón og Gunna í íbúð 205a, efri hæð sátu fundinn. Þau voru nýbúin að kaupa íbúðina.
Í lok fundarins segir einn úr stjórninni: "En krakkar, það er þetta með þakið" Ekki átti það nú við um þeirra íbúð, því nýtt þak var á þeim hluta Séstvallagötu 6, sem þau áttu íbúð í. Á næsta fundi var ákveðið að kalla til sérfræðinga til að segja þeim hina réttu skoðun á málinu, því þau mótmæltu því að sjálfsögðu að nýja þakið væri rifið af og nýtt sett í staðinn.
Á þeim fundi var mættur sérstakur sameignaréttarfræðingur sem veifaði framan í fundarmenn lagabálki sem hét "Stofnskrá fyrir Sambýlinga, Samréttarhafa og Sameignarsinna" Í þessum lögum var ein grein. Hún hljóðar svona: "Allir eru vinir og eiga allt saman. Einn fyrir alla og allir fyrir einn" Siggi í íbúð 420A hafði fundið gamalt frímerkjasafn í risinu yfir sinni íbúð þegar hann keypti, en það hafði hússtjórnin gert upptækt og selt fyrir nýjum dyramottum og blómaskreytingum í ganga hússins um leið og rafmagnstenglar í göngum voru teknir úr sambandi og í stað þeirra settir upp gjaldmælar með lásum fyrir inngöngum í íbúðirnar. Til þess að komast inn í íbúðir sínar urðu íbúar að nota kreditkort og borga 500 krónur. Börn fengu sérstakt "Aðgangskort að sameignum" Það kostaði 1000 krónur. Á fundinum var ákveðið að taka eitthvað af málverkum í eigu íbúa upp í kostnað og einnig að þeir sem seldu sínar eignir á eða fyrir viðgerðartímann, skyldu leggja 15% af söluverði í hússjóð. Verkfræðingur frá verkfræðistofunni Skyjaborg var fenginn til að meta verkið. Útkoman var ótölusettur verksamningur við frænda eins af stjórnarmönnum í hússtjórninni. Kostnaðarhluti hvers var um 10% af markaðsvirði eigna. Sumir gátu ekki borgað og tók þá hússtjórnin eignirnar eignarnámi og bíla íbúanna líka en leigðu þeim svo sama fyrir verulegan hluta launa, sem komu að öllu leyti frá ríkinu, en fulltrúi þess sat sem áheyrnarfulltrúi alla húsfundi. Enda varð ríkið að gæta alls sem var í sameign. Skv. túlkun á sameignarákvæðinu heyrði þessi málaflokkur undir Sameignarmálaráðherrann. Dyraumbúnaður í útidyrum hafði verið fjarlægður en þar sem það hafði ekki enn verið gert, var fulltrúi ríkisins með master lykil sem gekk einnig að öllum íbúðunum"
Við þetta er svo að bæta að hússtjórnin hefur ákveðið að samnýta einnig stigahús, ganga, bílskúra og geymslur í nálægum einbýlishúsum til ýmissa nota svosem til ýmisskonar rekstrar á vegum ríkisfyrirtækja. Það er heimilt með gagnályktun um sérstakt ákvæði í grundvallarsameignarlögum þar sem segir að það sem menn ekki geti fært sönnur á séreign sína - sé sameign þjóðar.
Nálægir íbúar urðu að sætta sig við þetta, þar eð í nýjum lögum um sameignir og skráningar fasteigna er tiltekið að eignarhlutar sem ekki eru með sex stafa fastanúmer, teljist sameignir allra.
Lifðu nú allir íbúar Séstvallagötu sælir og glaðir eftir þetta og átu hver annars brauð.
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt hvad menn lata ser vont lika.
Ragnhildur Kolka, 26.10.2012 kl. 13:02
Andi draganna er sá að allir skulu hafa það fínt í hvívetna og vera vinir. Það er nú ekki slæmt, en kann, þegar fram í sækir, að skapa meiri vanda en það leysir.
Það gleymist nefnilega að viðfangsefni allra félagslegra fyrirbæra er maðurinn sjálfur, ekki fyrirbærið.
Guðmundur Kjartansson, 26.10.2012 kl. 13:16
"Það er heimilt með gagnályktun um sérstakt ákvæði í grundvallarsameignarlögum þar sem segir að það sem menn ekki geti fært sönnur á séreign sína - sé sameign þjóðar."
Það eru greinilega fleiri hissa á þjóðlenduvitleysunni en ég,var þó ekki að sjá sjálfstæðismenn víluðu fyrir sér að halda því ranga tréi fram með "sameignarsinnann" Geri Haarde í broddi fylkingar. Í því mái var t.d. merkilegt að í óflokkuðum skjalasöfnum frá 17hudnruðog súrkál, voru sannanir sem dugðu, ef þú varst svo heppinn að eiga vin á safninu sem gat dregið fram rétta skjalið. Gagnaðilinn, ríkið dróg náttúrulega lappirnar í að flokka söfnin og jók þar með vinningslíkur sínar! Setti jú líka lögin sem dæmt var eftir og notaði m.a. skatta mótaðilans til málareksturins en viðurkendi ekki einusinni eigin afsöl fyrir seldum ríkisjörðum. Allt í boði hins hentisósíalíska flokks, Sjálfstæðisflokksins!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 07:58
Sæll Bjarni Gunnar og takk fyrir innlitið.
Þetta þjóðlendumál er sorgarsaga og ljótur blettur á þeim sem að því komu og mér er slétt sama um flokkskírteini.
Enginn, ekki einn einasti maður sem tilsýndar virðist hafa verið kallaður til liðveislu í þessu mái virðist skilja hinar raunverulegu merkingu eins þúsund ára gamals orðs. Orðið er:
AFRÉTTUR
Hefðu menn skilið þetta orð, bæði etymologiska og lögfræðilega merkingu þess, þá hefði ekki þurft að standa í þessu ógeðslega brasi og efna til óvinafagnaðar gegn saklausu fólki sem vinnur 12-14 stunda vinnudaga - allt árið og hefur varla efni á síma, hvað þá að ráða til sín góða lögmenn.
En, vel að merkja, hraustmenni og góður drengur úr höfuðsveit Íslands tók til varna og ég held að hann hafi gert það pro bono. Góður drengur úr uppsveitunum.
Þeir eru allir dauðir þessir menn sem forðuðu íslendingum frá eiigin heimsku og græðgi; lögsögumaðurinn Úlfljótur, Njáll á Berþórshvoli, Snorri Goði á Helgafelli, Þorgeir goði á Ljósavanti og Páll Vídalín.
Guðmundur Kjartansson, 27.10.2012 kl. 20:12