Rýnt í plaggið - eftir endurskoðun: Eignarnámið staðfest.

Ritari tók sér nokkrar stundir í að lesa drög að stjórnlögum sem skilað var til alþingis fyrr á þessu ári. Nú er lokið endurskoðun á drögunum. Búið er að birta breytingartillögurnar sem nefndin hefur samið. Svo er að sjá sem nefndinni hafi annaðvort yfirsést helstu Hálsaskógarákvæðin eða hún telji drögin svo vitlaus að flestu leyti að hún hafi ekki treyst sér til þess að standa í rökræðum um hugmyndir sem hún gæti hafa talið fráleitar og að þær muni hvort eð er aldrei ná brautargengi í meðförum alþingis. Hver sem skýringin er, þá liggur fyrir að nefndin ætlar að sleppa í gegn mörgum vitlausustu ákvæðunum, sem innihalda mest af pólitísku gildismati og fyrirheitum sem eiga alls ekkert erindi í stjórnarskrá, en minna meira á félagsleg fyrirheit í málefnasamningum samsteypustjórna. Víkjum að þeim síðar.

Nokkrir hlutar eru ótækir en aðrir sýnast samdir af meiri alvöru. Það ákvæði sem ritari hefur haft verstan bifur á er auðlindaákvæðið sem hann hélt fram í fyrri skrifum að myndi síðar verða beitt með einhverskonar gagnályktun - til þess að svifta þá eigendur lands eða náttúrugæða eignarheimildum sem við núverandi aðstæður og lagafyrirmæli nyti fullrar verndar einkaréttarlegs eðlis.

En biðin varð ekki löng. Ekki er nóg með að upprunalega greinin hafi verið kauðalega og loðmullulega orðuð og að skildar hafi verið eftir opnar dyr fyrir þjóðnýtingu, heldur bítur endurskoðunarnefndin höfuðuð af skömminni með því að víkka enn frekar út þessi fyrirheit um bótalaust eignarnám og þjóðnýtingu. Hér er greinin eins og hún stendur MEÐ breytingartillögum endurskoðunarnefndarinnar:

---------------------------------------------------------------------------------------------------
34. gr.
Náttúruauðlindir.
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Til þjóðareignar samkvæmt 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu utan netlaga, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum. Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar eða óafturkallanlegs forræðis.

----------------------------------------------------------------------------------------------------
Athugasemdir:

A)...."utan netlaga" Hér er einn hortitturinn á ferð. Íslenskar stjórnarstofnanir hafa að kröfu hreintrúarfólks um sjálfbæra nýtingu verið að reyna að þrengja heimildir jarða sem eiga land að sjó til þess að stunda veiðar INNAN netlaga, þrátt fyrir að slík iðja hafi verið stunduð um aldir án nokkurs ágreinings um eignarrétt. Í nafni óskilgreindra samfélagshagsmuna er búið að vera að reyna að rífa af mönnum þessi réttindi sem eru ófrávíkjanleg hlunnindi, bundin við land, bótalaust. Ætli menn að nefna þetta ævaforna hugtak á nafn, þá skal hið minnsta binda í sömu grein ófrávíkjanlega skilgreiningu á þvi hver netlögin eru.

B) "Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar"

Tæpast er hægt að vekja nógsamlega athygli á því sem hér er á ferð.

VERÐI þessi klausa að ákvæði í stjórnarskrá er í raun BÚIÐ að þjóðnýta ALLAR auðlindir sem falla undir eignarrétt einstaklinga - einkaréttarlegs eðlis, hverju nafni sem nefnast. Þar að auki sýnist rétturinn til fjárbóta einnig niður fallinn.

Endurskoðunarnefndin hefur þarna framkvæmt nákvæmlega það sem ritari spáði að yrði raunin, EFTIR að sn. drög að stjórnarskrá fengju fullt gildi eftir meðferð alþingis.

Gera menn sér grein fyrir því að þarna er verið að þurrka út 72. grein núgildandi stjórnarskrár, þar sem reynt er eftir föngum að verja einkaeignir manna gegn ótilhlýðilegri og óþarfri eignaupptöku og þjóðnýtingu?

Það sem þessi yfirlætislausa setning hefur í för með sér er að enginn landeigandi á Íslandi getur nýtt eignir sínar án þess að þurfa fyrst að sæta einhverskonar nauðungarferli þar sem samsafn pólitískt skipaðra kommissara mun gefa álit sitt á þvi hvort viðkomandi sé að framkvæma "venjulega hagnýtingu fasteignar" eða ekki.

Hvað ER annars "venjuleg hagnýting fasteignar" ? Er til einhver stöðluð og viðtekin lögskýring á inntaki þessarar setningar? Hvað á að gera ef viðkomandi stofnun eða nefnd alítur að EKKI sé um venjulega nýtingu að ræða? Þarna er verið að opna fyrir gátt lagaþrætna og áníðslu á varnarlausu fólki. Geðþótta.

Þarna er opnuð leið fyrir kverúlanta og umhverfisfasista ti að stoppa af hagnýtingu jarðargæða sem lúta eignarréttindum einkaréttarlegs eðlis og sönnunarbyrði um hvað sé "venjulegt" velt yfir á þann sem taldi sig eiga gæðin eftir að hafa verið - að viðlagðri aðför að lögum - látinn greiða af þeim gæðum alla skatta og skyldur. Þá er í raun verið að svifta menn gæðum sem þeir hafa greitt fullt verð fyrir eða eignast með öðrum lögvörðum hætti og þeim komið undir hæl ríkisins. Þetta síðasttalda er það sem ritari varaði við að myndi gerast á nokkrum tíma, hugsanlega árum, en en það fór á annan veg; endurskoðunarnefndin afgreiddi það í hvelli.

Þarna er á ferð hrein marxisk hugsun sem snýst um stjórnlyndi og drottnunaráráttu fremur en enhverja hagsmuni sem samfélagið á.

Endurskoðunarnefndin hefur þarna bitið höfuðuð af þeirri skömm sem stjórnlagaráðið framdi og hefur sér þó hvorki sýnilega fávisku eða glópshátt þess sér til afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Guðmundur.  Það vafðist nú ekki fyrir löggjafanum að taka af landeigendum veiðiréttinn innan sinna netlaga með kvótalögunum á sínum tíma.  Menn mega jú veiða sér í soðið innan eða utan þeirra. Ekki varði gamla stjórnarskráin okkur fyrir því.  Ekki heldur eignaupptökuna í þjóðlendumálunum.  Svo eru landeigendur aldeilis ekki frjálsir í dag að fara með  eignarlönd sem sína eign. Þar eru þeir háðir allskonar reglum úr skipulags og byggingalögum og náttúruverndarlögum.   Finnst menn nú óþarflega svartsýnir á þetta auðlindaákvæði  þar sem menn eru fyrst og fremst  að reyna að koma í veg fyrir samskonar mistök eins og þegar gjafakvótinn var settur á.   Menn eru nefninlega farnir að sjá að það er ekki auðvelt að taka aftur það sem einu sinni hefur verið gefið.  Við skulum ekki endilega halda að  breytingar séu alltaf  til hins verra.

Þórir Kjartansson, 13.11.2012 kl. 08:37

2 identicon

@1Það að gamla stjórnarskráin hafi ekki varið menn gagnvart eignaupptöku þarf ekki að segja að sú nýja gerið það heldur né þarf það að þýða að þar með sé eignaupptakan réttlætanleg í þeirri nýju.

Ágætur pistill! Það er raunar merkilegt að egnarréttarákvæði stjórnarskrárinnar skuli ekki hafa dugað til að verjast eignaupptökunni sem fólst í þjóðlendumálum.  Kanski ekki reynt nægilega á þau? Í skuldamálum tók a.m.k.  nokkurn tíma að virkja þau varðandi afturvirknina í Árna Páli.

   Svo má velta vöngum.  Allt það land sem íbúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja sig eiga sameiginlega, ætti náttúrulega umsvifalaust að taka til ríkisins sem þjóðlendu og þar með skv. nýrri stjórnarskrá að gera viðkomandi sveitarfélögum skylt að greiða auðlindaskatt af t.d. heitavatns- eða kaldavatnsnotkun.  Gæti lagað fjárhag ríkisins stórlega og auðveldað t.d. niðurgreiðslu á vöruflutningum um landið!    Svona svo að maður noti nú sömu röksemdir og er og kanski verður beitt gegn eignarrétti einstaklinga og sveitarfélaga út um land!     

 Snjórinn í Bláfjöllum er náttúrulega gjaldskyld auðlind a.m.k. þegar hann fellur sjálfur en ekki þarf að búa hann til. En þau eru nú trúlega orðin að þjóðlendu og tilheyra þannig séð ekki Árnessýslu, en breytir væntanlega ekki því að notendur verða aðgreiða auðlindagjald til ríkisins. Ég bara get ekki sætt mig við annað (skv. jafnræðisreglunni) en að allir þeir sem njóta auðlindanna greiði af þeim til ríkisins! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 09:43

3 identicon

Í framhaldi af auðlindaákvæðum í nýrri stjórnarskrá þarf náttúrulega að setja lög um nánari útfærslu. Vissulega höfum við alveg ágæta þingmenn og ráðuneytisfólk til þess arna en ég ætla að leyfa mér að koma hér með líklega útfærslu:

"Hver sá er ætlar að stunda skíðamennsku þarf að til þess að ganga í félag og greiða félagsgjöld. Viðkomandi félag greiðir síðan af hverjum félagsmanni auðlindagjald til ríkisins vegna þess snjós sem kann að falla á viðkomandi félagssvæði. Sérstök auðlindagjaldsnefnd sér um tilhögun og framkvæmd gjalds þessa eftir reglugerð er ráðherra setur.  Rétt er að skifta landinu niður í gjaldsvæði háð úrkomu og gerð fjalla. Heimilt er skv. reglugerð að ákveða gjald þetta með tilliti til ársúrkomu á landinu öllu"

Bjarni Gunnlugur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 09:56

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sælir: Takk fyrir ágæt og málefnaleg innlegg.

Ef við lítum á okkar umhverfi í félagslegum skilningi, þá virðist það gilda að öll félagsleg veðurteikn séu mjög á sósíó-kommúnískum nótum.

Þar er átt við að almenningur virðist í ráðleysi sínu treysta á loforð sameignarsinna um þjóðnýtingu sem allsherjarlausn á öllu sem kallað er félagslegt óréttlæti. Svo er þetta meinta óréttlæti skilgreint á sósíalískum hugmyndafræðilegum grundvelli þessa vinstri sinnaða fólks sem búið er að bora sér inn í allar stofnanir ríkisvaldsins og er að reyna að skrifa stt félagslega gildismat inn i grundvallarlög. (stjórnarskrána)

Staðan er þannig að á Íslandi er heildarskattheimta, öðru nafni samneysla komin í yfir 60% af þjóðartekjum. Við hvert fótmál þessarar sósíalísku sporgögu hefur okkur verið lofað betra heilbrigðiskerfi, meira malbiki, stærra almannatryggingakerfi, betri húsnæðislánum og stærri og betri spítölum.

Hver er svo raunin? Hvenær náum við þessari félagslegu alsælu sem þessir áróðursmenn og atvinnumenn og konur í hinum marxísku fræðum hafa boðað?

Gerist það við 100% skattheimtu? Eða við 100% skattheimtu og samneyslu OG 5% halla á ríkissjóði sem fjármagnaður er með skuldabréfaútboði eða erlendum lántökum - eins og allt hefur stefnt í.

Flestar nágrannaþjóðir okkar stefna fram af þessu fjárhagslega hengiflugi (fiscal cliff). Þegar og ef það gerist munu alþjóðleg greiðslumiðlunarkerfi hrynja fyrst og svo félagslegu greiðslukerfin á eftir.

Ekki hægt segja menn? Visa og Mastercard International áttu bara eftir að þrýsta á einn hnapp í byrjun október 2008, þegar forsætisráðherra Íslands, Geir Haarde gekkst í ábyrgð fyrir efndum skuldbindinga vegna áframhaldandi greiðslumiðlunar og bjargaði þar með landi okkar frá stórfelldum skakkaföllum í því efni eins og flestu öðru.

En aftökusveitin sem kveikti í Oslóartrénu á Austurvelli reisti samt sinn gálga þar sem Geir var látinn hanga og svo var haldið áfram að bera mótmælaspjöldin sem sagt hefur verið að væru búin ti og geymd á flokksskrifstofu Vinstri Grænna.

Þessum leik er langt frá því lokið kæru lesendur.

Það er nefnilega svo fínt og sniðugt að vera sósíalisti og sameignarsinni úti í bæ en frjálshyggjumaður þegar sest er við eldhúsborðið heima.

Guðmundur Kjartansson, 13.11.2012 kl. 10:45

5 identicon

Það má vel vera að Geir Haarde hafi staðið sig vel í kjölfar hrunsins, í það minnsta var hann undir ógurlegri pressu líklega þeirri mestu sem íslenskur ráðherra hefur verið undir síðan Bretar hernámu landið. Á hinn bóginn var hann í besta falli eins og sofandi sauður í aðdraganda þess. Ekki stóð á honum að halda til streitu þjóðlendumálaferlunum. En ef eitthvað er verra en þjónnýting og eignaupptaka vinstrimanna þá er það hið sama hjá einkavinavæðandi og þjóðarverðmætaburtgefandi kapítalistum eins og sjálfstæðisflokkurinn var orðinn fyrir hrun.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:59

6 identicon

ps. Vegna þessarar pressu er ég til að mynda á því að fyrirgefa Geir þau mistök að vernda allar bankainnistæður á kostnað skattborgarana og klúðra síðan frystingu vísitölunnar sem er nú kanski mun meira á ábyrgð þeirra er við tóku og verður ekki fyrirgefið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:04

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband