Verður kartöflurækt í nýjum görðum stjórnarskrárbrot?

Vil bara benda öllum vinum mínum á blog.is á að afla leyfis áður en þeir setja niður kartöflur í vor. Hætta er á að upptaka upskerunnar á hausti komanda verði brot á lagatæknilega endurskoðaðri 34. grein hinnar nýju Hálsaskógarstjórnarskrár, en þar er sagt að allar einkaréttarlegar nytjar undir yfirborði jarðvegs skuli vera í samræmi við venjubundin afnot. Öll nýræktun á kartöflum er þar með bönnuð og upptökuréttur háður mati væntalegs Kartöfluamtmanns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir góða ábendingu, Guðmundur.  Alltaf gott að vera meðvitaður um lögbrotin sem maður fremur.  Tala nú ekki um að brjóta sjálfa stjórnarskrána...

Miðað við vaxandi fjölda fólks sem ræktar nytjajurtir í garði sínum mun Kartöfluamtmannseftirlitið komast í feitt.  Berjarunnar, eplatré, kartöflurækt, grænmetisrækt.  Allt háð undir-yfirborðs-jarðvegi.

Mér er samt spurn; hversu langt nær skilgreiningin á "yfirborði jarðvegs"?  Skyldi hún einnig ná  til pottaræktar grænmetis á svölum?  Eða blómaræktar innanhúss?

Margar spurningar vakna - en sú fyrsta er óneitanlega; er þetta stjórnarskrárlið með öllum mjalla?

Kolbrún Hilmars, 17.11.2012 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæl Kolbrún:

Svona að öllu gamni slepptu: Þetta plagg er gersamlega ótækt, sérstaklega ýmsar greinar mannréttindakaflans, sem eru ekkert annað en fálgaslegt gildismat og markmiðasetning sem eiga ekkert erindi í stjórnarskrá.

Stjórnarskráin er og á að vera lögfræðilegur leiðarvísir sem allt fræðikerfi lögfræðinnar í landinu byggir á.

Margt af þessu eru fögur fyrirheit - en þau eiga ekkert erindi í grundvallarög.

"Tryggt skal að allir hafi það gott í hvívetna" .... og annað eftir þessu.

Guðmundur Kjartansson, 17.11.2012 kl. 17:04

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband