Bílstólabull ... RÚV eina ferðina enn ....

Það hefur verið aldeilis hryllilegt að hlusta á "fréttaflutninginn" af bílstólavoðanum sem nú steðjar að íslendingum. 

Nytsamir sakleysingjar úr öllum áttum hafa gleypt þessa sögu hráa og hlaupið með hana um alla króka og kima. Umfjöllunin er gersamlega gagnrýnislaus. Hún er á forgangstíma fréttamiðla og stærst er ábyrgðin á skyldumiðlinum sem er auðvitað inni á hverju heimili í landinu.

Hvað er hér á seyði? Sannleikurinn er að á bakvið þennan hræðslufarsa stendur ekkert annað en Evrópusambandið. Það samband er tollabandalag. Uppskáldaðir öryggisstaðlar og hreinar og beinar lygar um að aðrar vörur en þær sem bera ECE stimpla séu hættulegar öryggi ykkar lesendur góðir eða barna ykkar.

Öryggisstaðlarnir sem sífellt er vitnað í eru annað form vörugjalda. Þessi sérkennilega staða er komin í framkvæmd í íslensku tollskránni. Hún er stútfull af upplognum tilvísunum í "Öryggisstaðla" sem birtast í formi vörugjalda á allar vörur sem aðrir framleiða. Sérstaklega bandarískar og kanadískar. Skoðið þessi tilteknu númer í tollskránni og sjáið með eigin augum hvílik endemi er hér á ferð.

Hér er skemmtileg saga af þessari þvælu og þessu svindli öllu saman:

Fyrir nokkrum árum vann greinarhöfundur hjá stóru fyrirtæki sem flutti inn tugþúsundir vörueininga til sölu á Íslandi, m.a. tiltekinn öryggisbúnað sem notaður var á flest allar lögreglu- sjúkra- og björgunarsveitarbifreiðar á landinu. Allt gekk vel í þessari sögu þar til einn dag vorið 1996 að ég fór með eina af þessum bifreiðum til skráningaskoðunar hjá opinberu fyrirtæki. Þar var þess krafist að téður búnaður væri fjarlægður þar eð hann ekki stæðist EEC / ECE staðla. E-merkingar vantaði á búnaðinn. Drossían fengi ekki skoðun fyrr en búið væri að brýna klippurnar.

Tekin voru nokkur eintök af þessum búnaði og send til viðurkenndrar prófunarstofu í Þýskalandi og þess óskað að búnaðurinn væri mældur eftir EES stöðlum og niðurstöðurnar kynntar í samræmi við það. Það var gert og búnaðurinn stóðst eða bætti um betur öllu sem evrópskir staðlar gerðu ráð fyrir.

Niðurstöðurnar voru sendar dómsmálaráðuneytinu íslenska og þess óskað að t.d. Iðntæknistofnun fengi heimild til að gefa út prófunarvottorð og staðfestingu á að tækin stæðust alla staðla sem í gildi væru innan EES.

Þessum kurteislegu óskum var hafnað tafarlaust með miklum þjósti og yfirlæti. Var þess krafist að fyrirtækið hætti að selja þessi tæki, sem voru talin ómissandi á og í björgunartæki á Íslandi. Þess var líka getið að hin þýska prófunarstofa væri ekki á vegum EES, hefði enga lögsögu á Íslandi og vafi léki að öðru leyti á sannleiksgildi þess sem þaðan kæmi.

Þessu var að sjálfsögðu hlýtt. En sagan er ekki búin.

C.a. þrem mánuðum síðar birtist ljósmynd á áberandi stað í einu íslensku dagblaðanna þar sem starfsmenn úr íslenska dómsmálaráðuneytinu voru að skála við starfsmenn þessarar þýsku prófunarstofu við opinbera athöfn sem efnt var til vegna giftusamrar niðurstöðu úr prófunum stofunnar á tilteknum tæknibúnaði þar sem allt aðrir og merkilegri hagsmunir voru í húfi.

Ísland er ekki í Evrópusamandinu. Ekki láta opinbera fjölmiðla eða aðra ljúga að ykkur að þjóðir utan EES kunni ekki að búa tl barnabílstóla eða annað sem máli skiptir.

Það eina sem hefur gerst er að búið er að tilkynna ykkur hverjir megi beita ykkur einokun. Og núna af hverju. 

Alles in die Nahme der Sicherheit !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

http://go.tv2.dk/rejse/2013-07-04-sikkerhedsbrist-disse-ni-autostole-kaldes-tilbage

Birgir Þór Bragason, 4.7.2013 kl. 08:49

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flott grein hjá þér og orð í tíma töluð. Það var rosalegt að hlusta á fréttir RÚV af þessum "stórhættulegu" barna bílstólum frá Ameríku.

Fréttin var ein aðalfréttin allan mánudaginn og sögð algerlega gagnrýnislaust eins og um hreina tilskipun frá Guði almáttugum hafi verið að ræða.

DDRÚV virkar hérna.

Efast um að Austur Þýska Ríkisútvarpinu hafi tekist betur upp í byrjun sjöunda áratugarins bönnuðu Kóka Kóla drykkinn var bannaður þar vegna "hættulegra" andlegra snefilefna og hliðarverkana !

Þjóðinni forðað frá þessum amerísku manndrápstólum.

Ég veit ekki hvaða barnabílstóla framleiðandi í Bandaríkjunum kæmist upp með að myrða börn.

Alla vegana væru Bandarískir dómstólar líklega ekki lengi að setja slíka framleiðendur í þrot og fá þá dæmda í milljarða fjársektir og til fangelsis refsingar.

Gunnlaugur I., 4.7.2013 kl. 11:40

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 44803

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband