Reykjavíkurþing: Betur má, ef duga skal

Renndi snöggt yfir helstu samþykktir Reykjavíkurþings Sjálfstæðisflokks í  Valhöll sl. laugardag. Samþykktir þingsins eru vel samdar og snyrtilega skrifaðar; margar í samræmi við og í anda svipaðra samþykkta á landsfundum. Þetta lítur allt friðsamlega út og kannski svona eins og 27,5%

Einn liður stendur upp úr hvað varðar komandi kosningabaráttu og tilraunir til að fella núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Yfirlýsing þingsins um húsnæðis- og lóðamál nær engan veginn að hengja bjöllurnar á borgarstjórann og hans hyski og reka að þeim stærstu afglöpin sem þeir bera pólitíska ábyrgð á.

Hér er um að ræða mál sem Gnarristastjórnir Dags Eggertssonar, sú fyrri og síðari bera alfarið pólitíska og hugmyndafræðilega ábyrð á. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ber hér mikla ábyrgð. Húsnæðismálin lúta fræðilegum forsendum sem hafa verður í huga þegar litið er til hagsmuna almennings. Umræddir aðilar hafa kerfisbundið og af ásetningi eyðilagt möguleika heillar kynslóðar borgarbúa til að eignast húsnæði án þess að þurfa um leið að segja sig til sveitar.

Stendur virkilega til að láta sósíalistahyskið sem myndar meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík sleppa svona billega? Skilja menn ekki að torfhúsa- og hestvagnadýrkun íslenskra sósíalista er með meiru langt komin með að tryggja áframhaldandi vaxta- og okurþrælkun íslensks almennings um ófyrirsjáanlega framtíð? Íbúðarholur í niðurníddum fjölbýlishúsum á 600 þúsund krónur fermetrinn. Og þaðan af verra. Kaldhæðnin við þetta manngerða ástand er svo að allt spilar þetta upp í hendur bankanna, sem nefndir sósíalistar hata meira en sjálfan belsebub.

Hvað sem draumum manna líður nú á komandi kosninga aðventu, verður ekki undan því vikist að taka á þessu máli á opinberum vettvangi.

Nauðsynlegt er að leggja ábyrgðina á þessu ástandi á þær axlir sem ber, með skýrum og skiljanlegum hætti.

Einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband