Bergmál þess sem að steðjar

Þá er hafið þetta „leiðréttingarferli“ í heimshagkerfinu sem tókst að fresta með samtilltu átaki fjármálastofnana á heimsvísu haustið 2008.

Tilraunir til að framkalla hagvöxt með lánveitingum drifnum áfram af neikvæðum raunstýrivöxtum, seðlaprentun, skuldabréfaútgáfu og alls kyns öðrum ráðstöfunum – hafa aðeins frestað því ferli sem nú er hafið.

Björgunaraðgerðir ríksstjórna, ríkjasamtaka og stórra fyrirtækjasamsteypa voru ekki settar í gang til að hjálpa almenningi í löndum sem nú eru á barmi gjaldþrots og félagslegs hruns, heldur var tilgangurinn sá að bjarga fjármunum nokkurra auðugustu manna jarðarinnar. Fáir vita hverjir þeir eru og þeir sjást ekki opinberlega. Nú eru að koma fram afleiðingarnar af því. Á Íslandi var sú leið farin að taka pólitíska ákvörðun um að láta skuldugan almenning taka skellinn í stað þrotabúa bankanna. Þar var að verki fjármálaráðherra landsins studdur ráðgjöfum sem hann trúði og treysti.

En það eru fleiri sem tapa. Milljónir manna um víða veröld hafa lagt fé í fjárfestingar á vegum traustra fjármálafyrirtækja og ríkisstofnana eins og ríkissjóðs Bandaríkjanna. Þarna er um raunverulega peninga að ræða, öfugt við það sem alþjóðlegar fjármálastofnanir hafa margar lagt undir. Þeirra fé er búið til með því að skipta á nýprentuðum seðlum og skuldaviðurkenningum. Farið hefur fé betra. Starfsmenn J.P. Morgan munu hafa nóg að gera á næstu msserum við að henda út um gluggana ónýtum afleiðusamningum. Bankinn situr á slíku að upphæð $80.000.000.000.000,00

Rót vandans? Offramboð af peningum og ofvaxin skrifræðisbákn sem lifa á framleiðslugeira sem varla er lengur neitt nema nafnið.  Of margir dollarar að elta of fá tækifæri til ávöxtunar. Enda voru það stóru fjárfestingabankarnir eins og Goldman Sachs sem hönnuðu lausnirnar: Meira af því sama og áður. Ný bóla var blásin upp. 

Úrræðin? Þau eru nú í gangi, fyrir eigin afli. Massívt gengisfall á gjaldmiðlum, sérstaklega dollara og evru og þeim billjónum í ríkisskuldabréfum sem lánveitendur í þessum gjáldmiðlum hafa keypt. Hlutabréfamarkaðir eru við það að springa. Björgunarsjóðirnir eru tómir skv. fréttum, en það er ekki alveg rétt. Stjórnendur þeirra þora ekki að prenta meira af verðlausum peningum.  Kaupgeta dollars, mæld í gullúnsum hefur fallið úr 35 dollurum í um 1.650 fyrir utan verðlagsbreytingar. (frá 1971)

Evrusvæðið á um tvo kosti að velja:

 a) fella gengi evrunnar um 40-50% og afskrifa tilsvarandi skuldir aðildarríkjanna – eða:

b) sleppa föllnum ríkjum S-Evrópu úr fangelsinu og taka skellinn og afleiðingarnar af rangri meðferð erlendra skulda þeirra þegar evran var tekin upp með beinni tilskipun frá Brussel - eða:

c) gera ekki neitt og bíða þess að byrjað verði að rífa múrsteinana upp af gangstéttum stærstu borga Evrópu. Þá fáum við líka að vita til hvers átti að nota her Evrópusambandsins.

Í Bandaríkjunum búast menn við „almennum óróa“ eftir fyrstu helgina í september.

 Þeir sem þarf að skamma og grýta eru flestir enn í sumarfríi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 44844

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband