Samfélag silkihálsklúta

Þeir eru alveg ærðir þessir "Country Club" félagar innan og utan Sjálfstæðisflokksins út af því að formaður flokksins hafi ákveðið að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að hafa sjálfstæðar skoðanir á ýmsum málum. Í þetta sinn er það Evrópusambandið.

Evrópusambandið er útrætt mál hér á landi. Aðeins er eftir að setja kosningastimpilinn á þessa dellu. Ótrúlega margir virðast halda að keisaradæmið í Brussel muni  bæta kerfislægan stjórnmálavanda á Íslandi. Það böl verðum við að bæta á eigin spýtur.

En af hverju er þetta útrætt mál? Vegna þess að Delors, Barroso, Van Rompoy, Prodi, D´Estaing, Merkel og öll hin eru nákvæmlega jafn úrræðalaus og veruleikafirrt og íslenskir kollegar þeirra. Skoðið meðferð skulda Evruríkjanna þegar Evran var innleidd og þá sjáið þið hvernig þúsund ára gömul þjóðríki og stoltar menningarheildir voru sett í niðursuðudós.

Þeir eru með öðrum orðum .... jafn vitlausir  og hinn glámskyggni íslenski stjórnmálaþurs. Hverri nýrri krísu er svarað með auknum kröfum um miðtsýringu og samþjöppun valds. 

Evrópuklúbburinn er draumalandið fyrir fagpólitíkusa og froðusnakka eins og þá sem stjórna Íslandi í dag. Megi dagur þeirra að kveldi renna sem fyrst.

Bjarni tók ákvörðun og sagði frá því. Hún er byggð á athugun á staðreyndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur.

Geturðu haft samband við mig í síma 866 1585.

B.kv.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Ólöf Guðný valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 08:57

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 44815

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband