Svari nú hver fyrir sig:

Þá er norðanbelgingurinn að ganga niður og bjartur og fallegur skírdagur upp runninn. Við yfirferð morgunsins yfir umræðuakurinn á netinu blasir sérkennileg mynd við. Öll umræða  snýst um einkenni og afleiðingar frekar en lífsskoðanir okkar og afstöðu til algerra lykilmála. Rifist er um einstök mál, oft af mikilli heift og allskyns rummungsháttur ræður deginum.

Ég tel að eftirfarandi spurningar séu ágætt innlegg í aðdraganda kosninga:

1. Hvaða afstöðu hefur þú til ríkisins?

2. Hvert er hlutverk alþingis?

3. Hvert er hlutverk kirkjunnar?

4. Hvað er rangt við verðtrygginguna?

5. Vilt þú ráða sjálfsaflafé þínu, eignum og dvalarstað? Hvers vegna?

6. Er öllum þínum málum best komið í höndum stjórnmálamanna?

7. Er þinn eignarréttur helgur en annarra ekki?

8. Viltu áfram borga 65% af tekjum þínum í skatta?

9. Af hverju mega bara íslenskir ríkisborgarar eiga banka á Íslandi?

10. Nefndu þrjú atriði sem þú telur að þurfi að skýra betur í stjórnarskránni?

11. Er þér sama þótt ríkissjóður sé rekinn með halla, jafnvel á hagvaxtarskeiðum?

12. Af hverju?

13. Af hverju á ríkið að reka skólana?

14. Af hverju á ríkið að reka heilbrigðiskerfið?

15. Hentar krónan okkur stundum eða alltaf?

16. Hvers vegna?

17. Hvað eiga Kanada, Noregur, Sviss, Nýja Sjáland og Ástralía sameiginlegt í efnahagsmálum?

18. Vissir þú að skv. kenningum eins mesta hagfræðings og félagsfræðings allra tíma er kommúnísk hugsun genetískt vandamál?

19. Vssir þú að ákveðinn hluti þjóða er þeirrar skoðunar að aðrir eigi að borga reikningana fyrir sig?

20. Hvað er félagshyggja?

21. Getur þú lýst í einni setningu megin þáttum frjálshyggjunnar, sérstaklega þeim þáttum sem kommúnistar og félagshyggjufólk hatast við?

22. Hefurðu lesið kommúnistaávarpið?

23. Sérðu eitthvað í því sem er áberandi í stefnum íslenskra stjórnmálaflokka?

24. Hver á Ísland?

25. Vltu ríkisafskipti?  Af hverju? 

26. Vissir þú að sjávarútvegurinn á Íslandi skapar gjaldeyristekjur um eða yfir 200 milljarða á ári?

27. Vissir þú að sjávarútvegurinn á Íslandi skuldar 440 milljarða króna og að skuldir hans hafa lækkað um meira en 300 milljarða á innan við tíu árum?

28. Viltu þjóðnýta sjávarútveginn? Af hverju?

29. Er ríkisrekin útgerð lílkleg til að skila þjóðarbúinu meiri tekjum en einkarekin? Skýrðu af hverju? 

30. Hvað skilar sjávarútvegurinn allur miklu fé í ríkissjóð í formi skatta, starfsmenn meðtaldir?

Meira seinna.

Gleðilega páska! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þá er bara að byrja a 1. Og sjá hvað maður kemst langt.

Ragnhildur Kolka, 28.3.2013 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Átjánda spurningin er tilvísun í verk Friedrichs von A. Hayeks sem taldi þjóðfélagsátök sl. 200 ár, án undantekninga stafa af þremur megin stefjum í félagsgerðinni og þjóðarsálinni. Hann segir hvergi að menn séu genetískt prógrammeraðir til þess að verða kommúnistar, en hann bendir á að einn af þessum þáttum sem upp kemur í innbyrðis átökum samfélaga stafi af viðbrögðum einstaklinga við umhverfi sínu, sem stafi af meðfæddum eigindum. Hann notar enska orðið "innate", sem ekki verður skilið öðru vísi en meðfædd tilhneiging til ákveðinna viðbragða, skoðana og hegðunar í samfélagslegum hreyfingum. Kommúnsiminn er löngu gjaldþrota hugmyndakerfi, en heldur samt velli vegna þess að um 20% íbúa hverrar þjóðarheildar virðist trúa því að eitthvað megi fá fyrir ekkert, aðrir geti borgað, eignir annarra séu rétt upptækar sé þess þörf og að samfélagið sé í heild sinni góðgerðarstofnun.

Annar þáttur samfélagsgerðarinnar sem Hayek gerir að umtsalsefni er að mannleg samfélagsleg hegðan og afstaða til þjóðmála mótist af praktískum veruleika sem sé í raun það skipulag sem sé í gildi, óháð því hvað stjórnmálamenn eða skipulagsmógular samfélaga skrifi um slík mál í blöð eða þykkar skræður sem áhangendur þeirra liggja síðan yfir allt sitt faglega líf.

Þriðja atriðið sem Hayek telur grundvallarþátt í hinu pólitíska litrófi og þeirri rás sem samfélög lendi í sé að þeim sé stýrt af hugmyndakerfum sem séu fundin upp af hugsuðum sem vilja móta samfélög eftir sínum hugmyndum og byggja upp öflug, miðstýrð stjórnkerfi í kring um slíkar hugmyndir.

Dæmi úr nútímanum um slíkt eru öfgafullar og ofbeldiskenndar hugmydir manna eins og hreintrúaðra marxista, fasista, hugmyndir fasískra trúarheilda og aðgerðir ýmissa jaðarhópa í samfélaginu, sem sumir hverjir hafa gripið til vopna og rænt eða myrt embættismenn eða forystumenn úr atvinnulífi.

Ég ætla ekki að gera tilraun til þess á þessum vettvangi að skýra með sértækum hætti hvað passar hvar, sérstaklega á Íslandi en sú staðreynd blasir við að þegar allir upreisnarseggirnir og slordónarnir eru spurðir um afstöðu sína til þjóðskipulagsins í víðu samhengi, kemur alltaf það sama upp úr pottinum hjá þeim.

Samantekið þýðir síðasta atriðið að búið sé að stofna á annan tug nýrra stjórnmálaflokka á Íslandi sem allir hafa sömu afstöðu til þeirra lykilmála sem spurt er um í greininni. Þeir kannast að sjálfsögðu ekkert við slíkan pólitískan skyldleika og skipta þess vegna um hatt fimm sinnum á dag, láta sér vaxa skegg eða lita hár sitt eða skinn en hið rétta og sanna dettur alltaf upp úr þeim þegar þeir komast í púltið.

Guðmundur Kjartansson, 28.3.2013 kl. 17:54

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætt mál að hver búi til sinn spurningalista.

Á mínum spurningalista sem er allt öðruvísi, myndi ég setja ofar spurningu um skatta, siðferðilegan rétt stjórnmálamanna til að skuldbinda unga og ókjörgenga, jafnvel óborna Íslendinga til að bera þungar byrðar. Stærstu ákvarðanir eru oft ekki bornar undir þjóðina í kosningum og því er fulltrúalýðræðið oftast happdrætti.

Sigurður Þórðarson, 28.3.2013 kl. 18:31

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 44839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband