Fjárlög: Ábyrgðarlaus kröfugerð og umræða

FJármálaráðherrar eru sjaldan öfundsverðir af því sem þeir þurfa að vinna, sérstaklega þegar kemur að fjárlagagerðinni. Þess vegna er rétt að færa þeim einstaklingum og samtökum sem leggja á sig ómælda vinnu við fjárlagagerðina árnaðaróskir fyrir að hafa samið fjárlög ársins 2014 með ábyrgum hætti.

En hver er annars staða þessa fólks gagnvart þeim viðbrögðum sem það fær úti í samfélaginu?

Eftir að hafa fylgst með viðbrögðunum undanfarna daga er óhætt að segja að þau viðbrögð lýsi afar einkennilegum og grunnristum hugsunarhætti. 

Það er vart að sjá að nokkur maður hafi áhyggjur af skuldastöðu ríkisins. 95% þeirra eða svo til hver einasti maður sem tjáir sig um fjárlögin opinberlega gerir það til að rífast og skammast. 

Fram steymir endalaus kröfugerð um allt sem hönd á festir og ríkið á að standa straum af. Allur þessi fjöldi fólks sem lætur svona gerir það án þess að gera sér grein fyrir að það sem verið er að fara fram á eru skattahækkanir. Þegar bent er á þetta snúa menn við blaðinu og segja að taka þurfi til í ríkisrekstrinum. 

Þegar tekið er til í ríkisrekstrinum, eins og reynt er að gera verða sömu aðilar alveg snar og tala um ómannúðlega meðferð á sjúklingum og fátæku fólki.

Þá er spurt: "Allt í lagi, það vantar 125 milljarða í fjárlögin á þessu fjárhagsári til að hægt sé að verða við óskum ykkar og standa við lögbundnar ráðstafanir opinbers fjár. Hvar viljið þið skera niður?"

Þá snúa menn upp á sig og segja: "Lækka laun hjá ráðherrum og bankastjórum ... og já hjá alþingismönnum og taka peninga af hinum ríku"

Also, wunderbar .... en hvað sagði Lenin aftur við vin sinn Dr. Armand Hammer um kommúnisma og þjóðnýtingu - á árunum eftir rússnesku byltinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 44803

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband