Hjólin sem į aš snśa .....

Lifum viš athyglisverša tķma? Žaš kann aš vera. Sérstaklega žeir sem reyna aš skoša og skilja stefnur og strauma ķ žjóšhagfręši. Of langt mįl yrši žaš aš gera slķku skil meš tęmandi hętti į žessum vettvangi.

Greina mį hugsanleg endalok misbeitingar į kenningum breska hagfręšingsins og prófessorsins Johns Maynards Keynes um inngrip rķkisvaldsins ķ hagkerfiš į samdrįttarskeišum eša ķ nišursveiflum. Til žess aš menn vakni til réttrar vitundar um hvaš žaš var sem Keynes kenndi, viršist žurfa algert hagžrot og upplausn. Keynes bošar hvergi aš reka skuli rķkissjóši frjįlsra og rķkra žjóša meš bullandi halla į hagvaxtarskeišum. Žaš er engu aš sķšur žaš sem hefur veriš gert. Afleišingarnar eru m.a. žęr aš žegar aš kreppir eins og nś gildir, er bśiš aš vešsetja allt heyiš ķ hlöšunni.

Į sama hįtt eru kaflaskil framundan hjį žeim hagfręšiįhugamönnum sem best žekkja kenningar austurrķska skólans. Best vęri ef ašvaranir austurrķsku hagfręšinganna Ludwigs von Mises, Friedrichs von A. Hayeks og annarra af žeim skóla ręttust sem minnst. Kenningar žeirra og ašvaranir um leišina til įnaušar birtast okkur sem įžreifanlegur sannleikur į degi hverjum. Žaš gerist žegar viš sjįum hlutdeild rķkisins ķ žjóšartekjum. Skattskrįin og įlagningarsešlar. Hvenęr er hiš sósķalķska alręši fullgert? Viš 40% ... 45% eša 50% heildarskattheimtu og samneyslu. Ķsland er viš 50% og menn bišja um meira. Žaš er kollektivisk heimska og sögublinda. Allir fęddir ķ gęr.

Svo koma metnašarfullir einstaklingar sem vilja lįta kjósa sig til ęšstu metorša śt į loforš um brauš og leiki. Öll umręša sett ķ žeytivindu og žynnt śt žar til enginn skilur eitt eša neitt lengur. Enda er sį tilgangurinn. Tala tungum.

Eitt stendur žó upp śr. Agnarlķtill frasi. Allir nota hann eins og gušsmennirnir žegar žeir bišja drottinn allsherjar aš blessa söfnušinn:

"Koma hjólum atvinnulķfsins af staš". (Skapa atvinnu. Hagvöxt. Hamingju og aušlegš.... eša hvaš?)

En .... hvernig? Hvaš eiga žessir einstaklingar viš meš žessum oršum? Hvaš er žaš sem į aš gerast og hvernig? Hvaša rįšstafanir eru žaš sem hiš opinbera og ašrir sem hafa įhrif vilja hrinda ķ framkvęmd? Meš hvaša hętti į aš setja hin margumręddu hjól af staš? Į hverju žrķfst hagkerfiš? Hvaš er žaš sem gerist og kann aš fęra mönnum atvinnu og tekjur? Raunhagkerfiš? Į hverju lifir raunhagkerfiš?

Prófessor Joseph Stieglitz, einn fremsti hagfręšingur samtķšarinnar og einlęgur Keynes-sinni hélt fyrir nokkru sķšan mikla ręšu fyrir fullu hśsi sušur ķ Įstralķu um hrun heimshagkerfisins. Frįbęr samantekt į żmsum hlišum efnahagskreppunnar žar sem reifuš var saga bólunnar sem aš lokum sprakk į śtmįnušum 2007 og skolaši upp į ķslenska strönd įri sķšar. Og enginn vissi neitt. Fyrr en eftirį. Jafnvel afburšamašur eins og Stieglitz fellur ķ žį gryfju aš sveifla um sig žessum skrumkennda frasa:

"Setjum hjól atvinnulķfsins af staš". Į ensku oršaši hann žaš svona: "We need to put America back to work". Viš nįnari hlustun į ręšu Stieglitz kemur nįnast ekkert fram um žaš HVERNIG žetta megi gerast. Viš erum engu nęr. Kannski er žaš vegna žess aš žęr rįšstafanir sem  žarf aš gera - ganga žvert į lķfsskošanir manna žeirra sem mestu lofa.

Žį heim.

Į hverju žrķfst annars hagkerfi? Er žaš ekki einmitt eftirspurn eftir vörum og žjónustu? Matvęli, heimilistęki, bķlar, teppi, flķsar, mįlning, steinsteypa, žakjįrn, garšslįttur, ryksuguvišgeršir, gatnagerš, hönnun, list ....... til hins óendanlega.

Hverjar skyldu vera forsendur žess aš eitthvaš af žessu sem aš framan er tališ skipti um hendur og geri žaš m.a. meš notkun gjaldmišils sem ašilar bįšum megin boršs geta treyst?

Svariš er: Kaupmįttur. Einstaklinga og fyrirtękja. (Athugiš aš hér er ekki notaš oršiš "peningar", m.a. vegna žess aš til žess aš žaš sé hęgt žarf aftur aš setja = merki milli peninga og veršmęta) Til žess aš višskipti geti įtt sér staš į hinum opna og frjįlsa markaši žurfa menn aš hafa vörur, peninga og traust. Helst sem mest af öllu žessu en kannski ķ mismunandi hlutföllum. Opinber afskipti: Vaxtaokur, tilskipanir, skattagleši og öfund verka meš neikvęšum hętti į alla žessa žętti sem eru lykillinn aš lķflegu og vaxandi hagkerfi.

Til žess aš hjólin snśist žurfa einhver višskipti aš eiga sér staš. Kannski eru menn bara ósammįla žvķ. En viš sjįum samt sem įšur aš žaš gerist ekki viš ašstęšur sem einkennast af okri, öfund, skattagleši og svartsżni eša umhverfi žar sem leikjafręšin og spįkaupmennskan eru ķ öndvegi. Viš žęr ašstęšur eru einstaklingar og fyrirtęki kerfisbundiš ręnd sparifé sķnu og eignum. Į Ķslandi bętist verštryggingin viš. Hśn vinnur öfugt mišaš viš gefin fyrirheit. Hśn er fölsuš og leišir til alvarlegrar slagsķšu į öllum fjįrmįlagerningum. 

Bśstólpinn sem ber uppi alla okkar velsęld og aušsęld er einstaklingurinn. Įkvaršanir hans eru žaš afl sem mótar alla afkomu. Žeir sem hafna žessari stašreynd ęttu aš bregša sér śt ķ sveitirnar žegar žeir labba śt śr nżbrunnu hśsi eins og hįlf žjóšin gerši haustiš 2008. Ķ sveitunum og annarsstašar žar sem armar spilavķtishagkerfisins hafa ekki nįš aš binda allt saman į halanum ganga višskiptin sinn vana gang, en stundum įn gjaldmišils. Gagnsę veršlagning į vörum og peningum. Žaš er annaš merkilegt fyrirbrigši. Rķkisvaldiš meš alla sķna anga ręšur ekki einu eša neinu um žetta. Nóg er aš skoša ķ žessu sambandi hagfręšileg įhrif einokunartilskipunarinnar frį 1602 į ķslenskt hagkerfi. Afleišingar žeirrar geršar birtast okkur ķ Jaršabók žeirra Įrna og Pįls frį 1703 og ķ flestum matsgeršum į virši fasteigna į Ķslandi til vorra daga. Rķkiš hękkar žetta mat nś į dögum til aš hękka skattstofninn: Nęsti meter er einn og tuttugu.

Aftur aš hinum téšu hjólum.

Hvaš snżr žeim? Svar: Eftirspurn eftir vörum og žjónustu. Aftur. Viš hvaša ašstęšur getur slķkt skapast? Aš mestu viš rżmilegar rįšstöfunartekjur einstaklinga og fyrirtękja. Hvernig geta žeir ašilar eignast rįšstöfunarfé?

a) Ķ hagkerfi sem gengur į lįgum sköttum

b) ķ hagkerfi žar sem almenn laun eru aš rauntölu um 15-20% hęrri en gerist viš nśverandi ašstęšur.

c) Ķ hagkerfi žar sem eignarrétturinn er varinn.

d) Ķ hagkerfi žar sem hvati til sparnašar er fyrir hendi.

e) Ķ hagkerfi žar sem įhęttu af fjįrmįlagerningum er jafnt skipt

f) Ķ hagkerfi žar sem mönnum er heimilt aš nota žann gjaldmišil sem žeir treysta.

g) Ķ hagkerfi žar sem hagsmunir einstaklingsins eru tryggšir gegn įsęlni rķkisins eša annarra.

 

Andi lögręšislaganna ķslensku segir okkur aš frį 16 įra aldri skuli menn rįša sjįlfsaflafé sķnu og dvalarstaš. Eignirnar fylgja, en žaš er einmitt žetta žrennt sem sósķalisminn og sameignarstefnan ręšst fyrst į žegar blįsiš er til byltingar. Hvernig fórst Stjórnlagarįšinu ķ mešferš sinni į einstaklingsbundnum réttindum ķ drögum žeim aš stjórnarskrį sem žaš skilaš af sér? Var ekki einmitt lżst yfir stjórnskipulegri sameign į öllum landsins gęšum nema nokkrum kįlplöntum sem menn mįttu hafa undir hśsvegg hjį sér?

Hjólafrasinn veršur ekki sleginn af meš einni spjallgrein eins og žessari, en ef einhverjir įbyrgir einstaklingar sem tilheyra margnefndum hópi sem almenningur kallar "rįšamenn" skyldu slysast til aš lesa žaš sem hér er skrifaš, žį męttu žeir stundum lįta lausnirnar fylgja rįšageršunum.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Um bloggiš

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frį upphafi: 44804

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband