Af réttlæti og skömm

Hún var svosem fyrirsjáanleg þessi "gleði" sem braust fram í samfélaginu, alltof víða - eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sinn yfir fjórum ákærðum mönnum í næstliðinni viku,  þeirri annarri á aðventu anno 2013.

Gangur réttvísinnar þykir dólgunum of hægur. Enda var búið að kveða upp dóminn á götunni löngu áður en dómskerfið fékk ráðrúm til að sinna skyldu sinni.

"Gleðin" sem braust út með fjálglegum yfirlýsingum um makleg málagjöld er ógeðfelld í betra lagi. Ógeðið sem finna má í opinberri umfjöllun helgast af þremur sjónarmiðum aðallega.

Hið fyrsta felst í spurningunni: "Eiga menn sér engar málsbætur?"

Hið annað er ábending um sakleysingja sem aftökusveitum alþýðunnar yfirsést í áfergju sinni. Hinir dæmdu eiga fjölskyldur; sumir foreldra á lífi; eiginkonur og börn. Enginn sér ástæðu til að hlífa þeim. Hinn góði og háleiti tilgangur helgar hér meðalið eins og ætíð. Á aðventunni einnig.

Hið þriðja atriði er tíminn. Dólgarnir hafa vonandi góða matarlyst þegar þeir setjast að veisluborði heima hjá sér á aðfangadag jóla og snara í sig rjómalöguðum kræsingum með góðri samvisku, fullvissir og fullnægðir af að vita að í landinu ríkir mikið og öflugt réttlæti. Gerechigkeit!

Mikið á eftir að skrifa og tala um Íslandsbrunann en í tilfelli bankanna og starfsmanna þeirra er rétt að biðja menn að fylgja slóð peninganna. Slóðin liggur beint inn í fjárhirslur bankanna aftur.

Enn skal dómur upp kveðinn. Næst yfir mönnum sem gert var að taka þátt í þeim leik sem nú er um dæmdur eða þola starfsmissi ella.

Menn skyldu minnast þess af þessu tilefni að yfir Íslandi öllu hangir refsivöndur alþjóðlegs fjármálavítis. Tveir fullrúar þess buðu sér í heimsókn til Íslands á dögunum og beint í sjónvarpið þar sem annar þessara útvarða vítisins lýsti því yfir með gerskum hreim að kenna þyrfti íslendingum átið.

Vita þeir hvað?

Kannski seðlabankastjórinn geti upplýst menn um hvað er rætt í þessum afkimum þar sem örlög heimsins eru ráðin af mönnum sem enginn hefur séð né heyrt. 

Post Scriptum: Hér er EKKI verið að fjalla um dómsniðurstöðu á einn eða annan veg, svo hefðbundnum útúrsnúningi og afflutningi sé fyrirfram svarað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 44780

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband