30.3.2013 | 09:17
Flokkarnir fimmtán
Það er greinilega mikil gróska í þjóðfélagsmálum á Íslandi. Vísbending um það er stofnun á annan tug nýrra stjórnmálaflokka. Áhuginn á löggjafarstarfinu í landinu er þeim mun athyglisverðari að engin stofnun hefur setið undir öðrum eins skömmum úr öllum áttum eins og alþingi. Það er því vonandi batamerki á samfélaginu að fleiri vilji nú taka þátt í störfum þingsins.
Komist menn svo í stjórn blasa við þeim hefðbundin bústörf þar á bæ og þá vandast málið. Þá verða menn að hætta skáldskapnum og fíflaganginum eins og
borgarstjórinn fullmektugur hefur fengið að kenna á með þekktum afleiðingum. Við taka ákvarðanir um flókin og viðkvæm mál og ekki er þá alltaf spurt um það hvaða afstöðu menn hafa til náttúruvætta, aksturs á snjó eða lausagöngu hunda í borgarlandinu eða annars sem menn fela skoðanir sínar á bak við þegar þeir eru að smala að sér fylginu.
Væntanlegir kjósendur allra þessara nýju framboða þurfa að fá skýr svör um áherslur þeirra í skatta og skuldamálum ríkisins, afstöðu þeirra til grundvallarefna í lagasetningu, hagstjórn, tollamálum og fleiru sem falla utan við þann félsgslega útsaum sem þessir nýju flokkar boða.
Þeir geta ekki átt "sjö börn í landi og sjö börn á sjó"
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðmundur!
Gæti verið ráð að taka upp forsetaræði svipað og er í Frakklandi?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1270151/
Jón Þórhallsson, 30.3.2013 kl. 16:27
Sæll jón:
Ég hef minni áhyggjur af ytri einkennum stjórnarfarsins, en þessum uppákomum allskyns sértrúarhópa í þjóðmálum. Hvernig væri að stofna flokk sem hefur það á stefnuskrá sinni að vernda hvítar mýs?
Menn komast upp með það í opinberri umræðu að halda fram allskyns málum án nokkurrar praktískrar viðtengingar við nokkurn skapaðan hlut, þar til kemur að skuldadögunum. Þá eru vandræðin einhverjum óþolandi íhaldsmönnum að kenna. Þeir skilji ekki að það sé svo púkó að vilja ekki vera með í leiknum.
Spyrjum réttu spurninganna og fáum að vita hvað þessir sértrúarsöfnuðir ætla að gera til að tryggja Íslandi auðlegð og öryggi á komandi kreppu- og vargatímum.
Guðmundur Kjartansson, 30.3.2013 kl. 22:21