Fábær, praktísk ábending Bjarna um tollskrána!

Það var frábær ábending hjá Bjarna Benediktssyni í umræðuþætti kvöldsins að endurskoða þyrfti íslensku tollskrána. Fáir ná að jafna svona ábendingar, en tala þess meira um keisarans skegg.

Þessi ábending Bjarna er tímabær.  Fátt í starfsemi ríkisins þarfnast eins mikið að vera hent í ytri höfnina eins og tollskráin. Bjarni skapaði sér algera sérstöðu meðal þátttakenda í þætti kvöldsins, vegna þess að hann var sá eini sem benti sértækt á eitthvað sem þyrfti að gera og skipti okkur daglaunafólkið, fjölskyldur okkar og þó sérstaklega börnin okkar máli.

Eitt hið mikilvægasta sem hægt er að hugsa sér að stjórnvöld gætu gert fyrir skattpíndan lýðinn er að fella niður eða lækka stórkostlega álögur á nýja bíla í innflutningi. Það er fjölskylduvæn stefna, barnvæn OG umhverfisvæn. Sá bíll sem minnst er ekinn í minni fjölskyldu er kominn yfir 140 þúsund og er smíðaður 1998. Restin er eftir þessu. Fátækasta fólkið sem ekki hefur efni á að láta gera við skrjóðana sína vegna opinberra gírugheita er svo að auki látið borga um 450 milljónir í vanrækslugjald vegna fátæktar sinnar. Þvílík skömm!

Vinstri menn hafa unnið að því að reka okkur upp í hestvagnana og reiðhjólin og segja svo eins og karlinn: Ég þarf ekki að nota benzín eða olíu, ég tek strætó" Bílatollar eru alveg sérstakt flengingartæki þeirra í baráttunni við stórkapitalískar fimm eða sex manna fjölskyldur .... þar sem litla krílið situr í stólnum sínum aftur í útkeyrðum tólf ára bílskrjóð og veit ekki að það er af því að umhverfisráðherrann er umhverfiskommi og að fjármálaráðherrann er sammála gamla sovétinu um að broddborgarar hjá ríkinu eigi að keyra í lúxusbílum, helst á sérstökum hraðbrautum, virðingar sinnar vegna og restin geti hjólað yfir það sem úti frýs.

Að öllu gamni slepptu, tökum undir þessa frábæru ábendingu Bjarna Benediktssonar um tolla- og skattalækkanir. Við ætlum að tala um áþreifanlega hluti það sem eftir lifir kosningabaráttunnar.

Aðrir geta sett fram ítarlegar stefnur um virkjun norðurljósanna og skatta á norðanáttina öllum til heilla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það var vænt um að einhver annar en ég tók eftir þessu og þakka þér fyrir Guðmundur. 

Vegna þess hvernig álagningu er háttað hérna og líka því að þegar maður spyr eftir varahlut í bíl sem er orðin tíu ára að þá er eins líklegt að hann sé ekki til.  Þegar spurt er hvenær hann verði til þá er boðið uppá að sér panta þetta fyrir þig,  gegn auka gjaldi sem ekki er alltaf ljóst hvað verður.  

Þess vegna er það sem ég panta svona hluti á stundum sjálfur en aðflutnings gjöld leggjast öll ofan á flutningsgjöldin.  Ég sé ekki alveg tilganginn þar sem við búum á eyju langt frá öðrum ströndum, þannig að flutnings kostnaður lítils pakka getur oft verið meiri en verð hlutarins vestur í Bandaríkjunum.

Þegar maður skoðar verðlag til þeirra sem þar búa þá kemur í ljós að oft má margfalda það með tveimur og á stundum þremur  til að finna verðið hér heima. 

Annars eru þessar kosningar farnar að mynna á stjórnlaga þyngskosningarnar.    

Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Elle_

Ekki getur það nú verið svo frábært af honum þegar haft er í huga að tollskráin er alþjóðasamningur.  Eða veit hann það ekki?  Engin íslensk tollskrá.  Nema hann meini túlkun Tollsins og þýðingu á alþjóðatollskránni.

Ef hann meinar gjöldin og tollana sjálfa, hvað mikið ísl. ríkið rukkar, er það allt annað mál og vert að endurskoða og lækka.  Eins og ýmsa skatta, eins og af bensíni og mat.  Eða hreinlega fjarlægja alla skatta af mat.

Elle_, 9.4.2013 kl. 22:48

3 Smámynd: Elle_

Kannski notaði hann ekki orðið 'tollskrá', heyrði ekki í honum. 

Elle_, 9.4.2013 kl. 22:51

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Hrólfur og takk fyrir innslagið.

Við þurfum einmitt svo mikið á því að halda núna að stjórnmálamenn okkar, hvar í flokki sem þeir standa, HÆTTI að þvaðra um veðurfar á öðrum hnöttum í ræðum sínum og setji fram svona brennipunkta eins og Bjarni gerði í kvöld. Þetta sýnir bara hversu greindur og velviljaður maður hann er.

Aðrir í athugasemdum: SKRIFA UNDIR NAFNI. Að öðrum kosti verður lokað á athugasemdir.

Guðmundur Kjartansson, 9.4.2013 kl. 23:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öll viðleitni til lækkunar tolla vörugjalda og skatta á neysluvöru hefur horfið jafn óðum í álagningu verslunarinnar. Það er einfaldlega söguleg staðreynd og tómt mál að tala um að þetta sé kjarabót til almennings.

Þessi spuni á sér uppruna í koníaksklúbbi veralunarráðs þar sem menn vonast eftir frekara olnbogarými til álagningar án þess að það komi beint út í vöruverði. Það verður flótt hið sama.

Málið er nefnilega að skattpínd þjóð þolir ekki frekari hækkanir, sem eru líklegast orðnar nálægt 60% á fjórumárum. Þessvegna þarf að búa til þessa matarholu.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2013 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tali Bjarni um þak á álagningu vegna þeirrar fákeppni sem hér ríkir og setur þrýsting á verslunina um að láta vitfirringslega álagningu ganga til baka, þá skal ég byrja að hlusta. Ég ætla að horfa til himins og skima eftir fljúgandi svínum fram að því.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2013 kl. 23:31

7 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Jón: Ég vakti umræðu um þessi tollamál af bifreiðum með grein í Mbl. vorið 1996. Þá voru hæstu gjöldin 90% og svo bættist VSK-urinn við. Við tók lækkun í þrepum þar sem undið var ofan af okrinu á nokkrum tíma og það urðu umtalsverðar verðlækkanir á mörgum gerðum og stærðum bíla.

En, þú snertir á öðrum vanda sem okkur ætlar að ganga illa að losa okkur við, en það er hið náttúrulega okur- og einokunar umhverfi sem við búum við á öllum sviðum verslunar.

Ingvi Örn Kristinsson á heiðurinn af af svarinu sem gæti verið hluti af lausninni á því vandamáli sem þú nefnir, með að verslunin stingi öllum eftirgjöfum í vasann. Það er að setja bremsu á fjármögnunina. Um leið og menn verða að draga upp veskið og borga og borga strax, þá fer það að skipta máli hvað hluturinn kostar.

"Easy money" auðfengið lánsfé er skýringin á öllum fjármálahremmingum einstaklinga, þjóða eða þjóðaheilda sl. áratugi. Daginn sem stjórnmálamenn manna sig upp í að stíga á tærnar á fjárframleiðendum er möguleiki á bata. Á meðan það er nóg að skrifa nafnið sitt til þess að eignast peninga, þá er ekki von á góðu.

Guðmundur Kjartansson, 9.4.2013 kl. 23:40

8 Smámynd: Elle_

Guðmundur, ef þú ert að meina mig, þegar þú segir - >Aðrir í athugasemdum: SKRIFA UNDIR NAFNI. Að öðrum kosti verður lokað á athugasemdir.< - vil ég benda á að ég ER að skrifa undir nafni og er ekki nafnlaus þó ég skrifi ekki undir fullu nafni.  En það er ekki ólöglegt.  Gæti verið að þér hafi ekki líkað það sem ég skrifaði um rangfærslur Bjarna Ben um tollskrána? 

Tók eftir að þú svaraðir mér ekki eins og öðrum, eins og ég væri nafnlaus og þar með ósýnileg.  Þessu hef ég tekið eftir einu sinni fyrr hjá manni, bloggvini, strax og ég varð ósammála honum.  Þá var ekki í lagi að ég skrifaði ekki undir fullu nafni.  Þó var það fullkomlega í lagi meðan ég var sammála honum.

Elle_, 9.4.2013 kl. 23:52

9 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

"Elle" ... íslenska tollskráin er nánast sér íslenskt fyrirbigði sem rekur ættir sínar allt aftur til kreppu fjórða áratugarins þegar fjáhagsráð, gjaldeyrisnefnd og allskyns opinberir skreytingasjóðir réðu öllu sem ráðið varð. Þriðja kynslóðin er alltaf nógu vitlaus til að endurtaka mistökin, sama hvar er.

Þegar EES samningurinn gekk í gildi á sínum tíma var u.þ.b. helmingur "íslensku" tollskrárinnar umskrifaður þannig að allar vörur sem komu utan EES báru nú ný gjöld sem ekki mátti kalla "tolla" og fengu því nýtt nafn; vörugjöld, svona til að menn áttuðu sig síður á svindlinu. Svo voru þessar sömu vörur hækkaðar um helming í meðförum fjármálaráðuneytisins. Vörur sem áður báru 7% toll báru nú 15% "vörugjald".

ÞEtta er ágætt að hafa i huga nú þegar Bandaríkin og Evrópusambandið eru að vinna að friverslunarsamningi. ÞÁ vill Ísland vera með og býður fram allskyns fríðindi. Þetta er sérstaklega athyglisvert gagnvart "óvininum" mikla í vestri sem leið íslendingum það í samskiptum þeirra að haga sér eins og óþekkur krakki sem alltaf fékk allt sem hann vildi en lét aldrei neitt í staðinn. Hvernig skyldi annars standa á því að fiskmarkaðir okkar þar vestra eru nánast horfnir?

Skrifa undir nafni. Takk.

Guðmundur Kjartansson, 10.4.2013 kl. 07:53

10 Smámynd: Elle_

Eins og ég sagði, er ég að skrifa undir nafni, Guðmundur.  Og finnst ekki að ég verði að endurtaka þetta.

Elle_, 10.4.2013 kl. 07:59

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 44839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband