23.4.2013 | 09:34
Þannig fengum við skellinn: 450 milljarðar
Rétt er að halda því til haga hvernig það atvikaðist að heimilin í landinu fengu á sig skellinn af vísitöluáhrifum sem fylgdu falli krónunnar í október 2008 og á vikunum sem á eftir fylgdu:
Í desember 2008 lágu fyrir ítarlega útfærðar tillögur færustu fjármálaráðgjafa sem völ var á, sem í allra stystu máli gengu út á að láta þrotabú hinna föllnu banka taka skellinn af vísitölusvindlinu..... verðtryggingunni. Stjórnvöld á Íslandi tóku ákvörðun um að hlýta þessum ráðum. Það var í desember 2008.
Vinstri menn, anarkistar og allskyns rumpulið stóðu fyrir stjórnarbyltingu í árslok 2008 - ársbyrjun 2009.
Í febrúar 2009 stóðu nokkrir nýbakaðir kommisarar og aparatchiks -eins og embættismenn kommúnista í Sovétinu voru nefndir - frammi fyrir þeim sem gáfu heilræðin og sögðu:
"Nei, þetta lítur ekki nógu vel út í ríkisreikningnum"
Búið var að taka pólitíska ákvörðun um að láta þig, litli vin, taka skellinn og borga þennan eins og alla aðra brúsa. Ákvörðun fyrri stjórnar var snúið við og svo var forsætisráðherrann dreginn fyrir Landsdóm þegar ávextir byltingarinnar höfðu náð að þroskast.
Næst þegar íslenskir sósíalistar lofa almenningi félagslegu réttlæti væri gott að hafa brjóstsykur við hendina til að eyða óbragðinu úr munninum.
Það sem er kunnuglegt við þessa stöðu sem nú er að verða að veruleika í líklegum úrslitum komandi kosninga er að það verður áfram hið leiða hlutskipti íhaldsmanna á Íslandi eins og annarsstaðar í löndum hinna frjálsu og ríku - að verða að byggja upp og sópa upp ruslinu eftir gjaldþrota hugmyndir vinstri manna sem trúa því að velferðin og auðlegðin felist í háum sköttum og opinberu eftirliti.
Þið sjálfstæðismenn sem sitjið heima á kjördag af því að þið eruð í fýlu út í forystu Sjálfstæðisflokksins - greiðið andstæðingum ykkar atkvæðið með hjásetunni.
Eða má kannski bjóða ykkur meira af vinstri sinnaðri heimspeki?
Um bloggið
Guðmundur Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki hægt að orða þetta betur!
Wilfred (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 10:51
Engu við þetta að bæta.
Ragnhildur Kolka, 23.4.2013 kl. 11:54
Sannarlega ótrúlegt að þeir hinir sömu sem skópu bölið vilji nú fá verðlaun fyrir að afnema þær byrðar sem þeir lögðu á heimilin, s.s vísitölubindingu lána og stökkbreyttu lánin.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 13:51
Maðurinn er ekki af þessum heimi.
Hreinn Guðvarðarson (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 02:36